Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 35
Menning 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Tónleikar á Eskifirði og Höfn
Í kvöld kl. 20.00 í Kirkju- og menningarmiðstöð
Fjarðarbyggðar, Eskifirði
Á morgun kl. 20.00 í Íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði
Sigrún Eðvaldsdóttir leikur kafla úr fiðlukonsert Sibeliusar
og Rómönsu eftir Árna Björnsson. Að auki verk eftir Grieg
og Dvorák að ógleymdri fimmtu sinfóníu Beethovens.
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einsöngvari: Sigrún Eðvaldsdóttir
Aðgangur ókeypis! Húsin opnuð hálftíma fyrir tónleika.
fimmtudaginn 20. og 21. nóvember
Eftirlætis barokk
Tónleikar í Langholtskirkju þar sem fegurstu perlur
barokktónlistarinnar hljóma. Tónlist eftir Handel, Bach,
Purcell og Pacelbel.
STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
„Því að þetta er ekta leikhús, „hreint“
leikhús, ekkert nema leikhús. Gleymið
öllu bíói, gleymið öllum bókmenntum.
Leikhúsið er hvort eð er bæði eldra og
æðra en bókstafurinn og bíóið. Ef þið
vissuð það ekki – eða trúið mér ekki –
kíkið sem fyrst í Kassann.“ JVJ, DV
„Það er mjög sjaldgæft hérlendis að
leiksýning sé eitt heildrænt listaverk en
það er víst alveg óhætt að segja um
þessa sýningu.“ EB, FBL
e f t i r S i g u r ð P á l s s o n
leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
Snarskemmtileg sýning
einstök leikhúsupplifun
fös. 14/11
lau. 15/11
lau. 22/11
fös. 28/11
Ath. snarpan sýningatíma
Miðasala í síma 551 1200
og á www.leikhusid.is
„Bráðskemmtileg sýning.“ GK, Mannamál
„Þetta er dásamlegt verk, fyndið og
furðulegt en sýnir okkur samt ofan
í regindjúp mannlegrar reynslu, án þess
að rembast nokkurn tíma.“ SA, tmm.is
KARNIVAL með Kristjáni var auk-
nefni Sinfóníutónleikanna í Há-
skólabíói á laugardag. Girnileg fyr-
irsögn, enda stóð ekki á viðbrögðum.
Bíóið var smekkfullt og vissi á álíka
sætanýtingu við ítrekun viðburð-
arins á Akureyri næsta þriðjudag.
Og hvern skyldi undra? Kristján Jó-
hannsson hefur verið numero uno
óperutenóra okkar erlendis í áratugi
og fylgi hans meðal hérlendra söng-
unnenda greinilega eftir því.
Því síður olli framkoma hans von-
brigðum, eftir stormandi und-
irtektum áheyrenda að dæma að
loknum ofursprækum Karnival-
forleik Dvoráks. Innlifun Kristjáns í
Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórð-
arson og Í fjarlægð Karls O. Run-
ólfssonar (hvoru tveggja í útsetn-
ingu Jóns Þórarinssonar) var sönn
og hrein, auðvitað að viðbættum
þeim norðlenzka fítonskrafti og
raddfyllingu sem allir áttu von á. Að
lokinni leikhústónlist Griegs við Pét-
ur Gaut (Morgunstemning og Í höll
Dofrakonungs), er SÍ flutti af sól-
stöfuðum tærleika og kankvíst ög-
uðu tröllatrunti, fór Kristján meist-
aralega með aríu Canios úr „I
pagliacci“ Leoncavallos, Vesti la
giubba, og eftir sindrandi Int-
ermezzo sveitarinnar úr sömu óperu
trompaði tenórinn í Nessun dorma
úr „Turandot“ Puccinis með því-
líkum glæsibrag að áheyrendur risu
á fætur með tölu og bravóuðu há-
stöfum.
Lék enginn vafi á að hér fóru at-
riði sem Kristján gerir manna bezt,
enda varð hann að kvitta fyrir með
heilum tveim aukalögum, Hamra-
borginni og ítrekun á fyrrnefndu
gullaldarlagi Karls O. Runólfssonar.
Slíkt má óhikað heita að hafa komið,
sungið og sigrað, og hrifning tón-
leikagesta var að sama skapi næsta
áþreifanleg.
Eftir hlé var þekktasta hljóm-
kviða tónlistarsögunnar, Örlaga-
sinfónía Beethovens í c-moll Op. 67.
Þegar að slíku verki er komið eykst
óneitanlega vandi hljómsveitarstjór-
ans, vilji hann á annað borð hafa eitt-
hvað „nýtt“ fram að færa, því al-
kunnar viðmiðanir eru legíó.
Burtséð frá einstaka nýstárlegum
styrkbrigðum – að ekki sé minnzt á
tvöfaldan hornastyrk (4 í stað 2, er
kom flott út í sigri hrósandi fínalnum
en fullsterkt þar áður) – heyrði ég
hins vegar fátt af slíku. Petri Sakari
gerði í heild meir út á dýnamískt
drama en samstillta nákvæmni – og
svo sem alveg skiljanlegt í lifandi
spilamennsku, ólíkt stúdíóupptöku
fyrir ítrekaða heimahlustun.
Síður kunni ég þó við hálf asa-
kennt yfirbragð hraðari þátta, sem
lýsti sér í áberandi skorti á eðlileg-
um öndunarstöðum og tímamót-
uðum rúbatóum er virkaði stundum
eins og þyrfti helzt að rúbba þessu
af. Var það því einkennilegra sem 34
mínútna spilunartíminn var 2 mín.
yfir algenga meðallengd. Grunaði
mann því helzt að hraðabreytingar
hafi verið skornar við nögl á æfing-
um, enda alkunna að samtaka
hóprúbató eru meðal tímafrekustu
þjálfunaratriða. Hlustendur virtust
þó flestir harðánægðir, ef marka
mátti öflugar undirtektirnar á milli
þátta.
Kjötkveðja með tenór
TÓNLIST
Háskólabíó
Sinfóníutónleikar bbbmn
Hljómsveitarverk, sönglög og óperuaríur
eftir Dvorák, Sigurð Þórðarson, Karl O.
Runólfsson, Grieg, Leoncavallo og Pucc-
ini. Beethoven: Sinfónía nr. 5. Kristján Jó-
hannsson tenór og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Stjórnandi: Petri Sakari.
Laugardaginn 1. nóvember kl. 17.
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Golli
Kom, sá og sigraði Kristján á tónleikunum á laugardaginn.
BÓK Sjóns, Með titrandi tár, kom
nýverið út í Frakklandi, og hefur út-
gefandinn þar í landi þegar tryggt
sér útgáfuréttinn á annarri bók
skáldsins, Augu þín sáu mig. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Bjarti.
Ýmsir af erlendum útgefendum
Sjóns hafa þegar náð sér í eintak af
Rökkurbýsnum, sem væntanleg er
úr prentsmiðju í vikunni, og búast
má við tilboðum í útgáfu bókarinnar
erlendis. Í sumar kom út hjá Bjarti
ljóðasafn eftir Sjón, í tilefni af 30 ára
skáldaafmæli hans.
Á þessu ári hafa bækur eftir Sjón
verið gefnar út í Rúmeníu, Frakk-
landi, Spáni, Tékklandi, Finnlandi,
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Víðlesinn Sjón er nú lesinn víða,
bæði í Evrópu og Ameríku.
Sjón til Frakklands
Morgunblaðið/Valdís Thor