Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 36
ig að ég segi bara verði honum að góðu, þetta er bara allt í lagi.“ Þannig að þér finnst alveg í lagi að fólk fari „svona“ með lögin þín? Bubbi hlær að spurningu blaðamanns. „Ég veit alveg eftir hverju þú ert að fiska, en ég ætla ekki að taka þessa flugu hjá þér,“ svarar hann og hlær ennþá meira. Aðspurður segir Bubbi meðferð Skjaldar á laginu full- komlega löglega. „Stundum er talað við mann og stund- um ekki. En ef textanum er ekki breytt og það er ekki verið að bæta hljómum inn í lagið þá er þetta allt í lagi,“ segir Bubbi og því ljóst að menn geta einnig tek- ið lög af sólóferli hans, klassísk lög á borð við „Róm- eó og Júlíu“, og gert að sínum. „Já, svo lengi sem menn eyðileggja ekki lagið. Ég get hins vegar blandað mér í málin, og sagt að ég sé ekki sáttur við hvernig farið er með lagið,“ segir Bubbi að lokum. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er voðalega krúttlegt, hvað get ég annað sagt?“ segir Bubbi Morthens um ábreiðu Skjaldar Eyfjörð á laginu „Fjöllin hafa vakað“. Myndband við lagið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, og sitt sýnist hverjum um afraksturinn. „Ég ætla ekkert að fara að hnýta í Skjöld. Ég get hnýtt í ríkisstjórnina og ég get hnýtt í yfirmenn Kaupþings og svo framvegis, en ég hnýti ekki í Skjöld,“ segir Bubbi sem viðurkennir þó að útgáfa Skjaldar sé ekki alveg í sínum stíl. „Nei nei, hann gerir þetta bara eins og hann langar til að gera þetta. Það eru margir sem hafa skoðun á þessu og margir þeirra hneykslast mikið á þessu. En ég skoðaði þetta og mér sýnist hann bara vera voðalega glað- ur og hamingjusamur að vera að flytja þetta. Þann- Bubba finnst ábreiða Skjaldar krúttleg 36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008  Það vakti óneitanlega nokkra at- hygli þegar Sena festi kaup á Skíf- unni í lok síðustu viku eftir lang- varandi rekstraerfiðleika síðarnefnda fyrirtækisins. Sena og Skífan hafa reyndar eldað saman grátt silfur undanfarið og skemmst að minnast þess er nokkrar af helstu útgáfuplötum Senu, þar á meðal safnið mikla með Sálinni hans Jóns míns, fengust ekki í Skíf- unni. Hvað kaupin varðar hissa menn sig ekki síst á því að á sínum tíma voru fjölmiðlafyrirtækið Norður- ljós hf. skikkuð til að selja Skífuna til ótengds aðila og aðskilja smá- sölu og heildsölu. Nú þegar Sena kaupir Skífuna af Árdegi eru heild- sala og smásala sem sagt samein- aðar að nýju og fróðlegt að sjá úr- skurð samkeppnisyfirvalda, en samkeppni í plötuverslun hefur síst aukist frá 2004 þegar ástæða þótti til að aðskilja þetta tvennt. Sena og Skífan sundur og saman Fólk  Nýjasta nýtt, fjórða breiðskífa hljómsveitarinnar Baggalúts kem- ur út í dag. Samkvæmt tilkynningu er um að ræða 15 smella gleði- og samkvæmisskífu sem lætur engan ósnortinn og ef eitthvað er að marka fyrri breiðskífur sveit- arinnar eru allar líkur á að þeir Baggalútsmenn standi við það lof- orð. Hljómskífan inniheldur ný og frumsamin lög með íslenskum text- um – og er innblástur að mestu sótt- ur til 7. og 8. áratugar síðustu ald- ar. Valinkunnir hljóðfæraleikarar leika á skífunni, bæði íslenskir og útlendir. Sérstakir gestir eru rauð- brystingurinn rokksjúki; Eiríkur Hauksson og hin angurværa Sigríð- ur Thorlacius sem þanið hefur raddböndin í hljómsveitinni Hjaltal- ín. Hljómskífunni fylgir æsispenn- andi samkvæmisspil sem þeir Baggalútsmenn segja að sé ætlað því sem næst allri fjölskyldunni. Nú bíðum við bara eftir jólaplötunni. Ný plata frá Baggalúti kemur í búðir Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ALLAR útvarpsstöðvar 365 miðla ganga nú í gegnum talsverðar breyt- ingar á rekstri. Ein helsta breytingin er að Bjarni Arason, sem starfað hef- ur sem dagskrárstjóri Bylgjunnar frá árinu 2000, kveður. „Ég lít alls ekki á mig sem fórn- arlamb heldur manneskju með góða reynslu,“ segir Bjarni. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju stefnan var tekin í þessa átt en ég þarf ekkert að kryfja það til mergjar. Ég er búinn að ganga frá mínum starfslokasamningi og er hættur,“ segir Bjarni sem er greinilega hugsi yfir ástandinu í þjóð- félaginu. „Þetta eru skrítnir tímar og tímar sem margir hafa ekki upplifað áður. Það grípur marga mikil óvissa og óöryggi og ég tel það gríðarlega mikilvægt að við þjöppum okkur sam- an. Við megum ekki láta reiðina stjórna lífi okkar. Ég er ekki reiður, ég lít afar björtum augum á framtíð- ina.“ Fjórtán ár eru liðin frá því að Bjarni hóf feril sinn í útvarpi en það var hjá Fínum miðli er Norðurljós keyptu svo. Hann hefur verið á Bylgj- unni frá árinu 2000 og því unnið lengi með sama fólkinu. Hann segir 365 vera mjög öflugt fyrirtæki og að það búi yfir miklum mannauði, enda starfi þar innanhús mikið af hæfu fólki. „Það er það erfiðasta af þessu öllu að segja skilið við allt þetta góða fólk sem er þarna. En það var enginn sem lofaði því að lífið yrði beinn og breiður vegur eða alltaf auðvelt. Það er nú málið. Ég er sáttur við Guð og menn.“ Allar stöðvar áfram í loftinu Ágúst Héðinsson, forstöðumaður dagskrádeildar útvarps, fullyrðir að það sé ekki á prjónunum að leggja neina af útvarpsstöðvum 365 niður. Breytingarnar séu gerðar til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins þýðir þetta að starfsmenn verða nýttir í fleiri störf en þeir hafa verið að fást við til þessa. Tæknimenn stöðvanna gætu þannig endað í loft- inu og í tilfelli X-ins myndast aukið rými til þess að gefa ungum ein- staklingum tækifæri til þess að kom- ast í loftið, launalaust fyrst um sinn, að minnsta kosti. „Það er verið að endurskoða samn- inga við nokkra starfsmenn en stöðv- arnar halda áfram,“ segir Ágúst. „Það er kannski verið að draga úr einhverjum kostnaði en það er ekki verið að leggja neitt niður. Við erum bara að endurskipuleggja reksturinn miðað við það ástand sem nú ríkir. Við vitum ekkert hvað bíður okkar handan við hornið, hvað varðar aug- lýsingamarkað og annað. En það verða engar stórkostlegar breyt- ingar.“ Ágúst segir því að þrátt fyrir brott- hvarf Bjarna muni Bylgjan, Gull- bylgjan og Létt FM halda nær óbreyttri mynd.  Skipulagsbreytingar standa yfir á rekstri allra útvarpsstöðva 365 miðla  „Ég er ekki reiður,“ segir Bjarni Arason sem sagt var upp á dögunum Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Arason Kveður Bylgjuna eftir átta ára starf sem dagskrárstjóri, vegna skipulagsbreytinga en segist sáttur við Guð og menn. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁRLEG leikjahátíð tölvuleikjafram- leiðandans CCP hefst á morgun, en CCP er þekktast fyrir fjölnot- endatölvuleikinn EVE Online. Búist er við um 700 erlendum gestum á hátíðina og þá má gera ráð fyrir nokkrum fjölda íslenskra gesta. Margir erlendir blaðamenn, einkum frá tímaritum og vefsíðum sem tileinkuð eru tölvuleikjum, munu sækja hátíðina, sem og und- anfarin ár. Er þetta í fimmta sinn sem leikjahátíðin er haldin og er fyr- irkomulag hennar því komið í nokk- uð fastar skorður. Gestir geta sótt fjölda fyrirlestra um stöðu EVE- Online-leiksins og væntanlegar nýj- ungar. Ber þar helst að nefna að í ár verður gestum í fyrsta sinn boðið að prófa nýja tækni, sem hlotið hefur enska heitið Walking in stations (WIS). Hingað til hafa leikja- persónur spilara ekki sést á viðkom- andi tölvuskjá, heldur fljúga spilarar um í geimskipum. Með tilkomu WIS munu spilarar hins vegar sjá leikja- persónur sínar ganga um geim- stöðvar og geimskip. Enn hefur ekki verið gefið út hvenær þessi viðbót við leikinn kemur út. Þá munu spilarar etja kappi hver við annan í útsláttarmóti, sem orðinn er fastur liður á hátíðinni. Svipuð mót eru einnig haldin á öðrum tím- um árs og þykir mjög eftirsókn- arvert að bera sigur úr býtum í þeim. Hátíðinni lýkur á laugardag með umfangsmiklu og veglegu partíi, þar sem innanhússband CCP, RoXor, stígur á svið. Hundruð EVE-spilara sækja árlega leikjahátíð Vinsældir Hátt í 300.000 manns um allan heim spila EVE Online leikinn, sem íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP Games á og rekur. Búist er við 700 erlendum gestum auk fjölda blaðamanna » Bylgjan, fyrsta einkareknaútvarpsstöð landsins, hefur starfsemi sína árið 1986. » FM 957 fer í loftið 1989 oghefur um langt árabil verið ein vinsælasta stöðin meðal ungra hlustenda. » X-ið hefur verið til í a.m.k.sex mismunandi útgáfum frá 1993 en núverandi stöð hef- ur verið rekin af 365 frá 2006. » Bylgjan fagnar 20 ára af-mæli árið 2006. Létt Bylgj- an (áður Létt 96,7) og Gull- bylgjan bætast í hóp annarra útvarpsstöðva 365 miðla. Útvarpsstöðvar 365 Bjarni Ara kveður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.