Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2008 Þjóðleikhúsinu Skilaboða- skjóðan »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Skuldir felldar fyrir fallið  Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, var sá sem gaf út yfirlýsingu til hóps lykilstarfs- manna bankans um að þeir yrðu ekki gerðir persónulega ábyrgir fyr- ir lánum bankans til þeirra. Lánin voru veitt starfsmönnum til að þeir gætu keypt hlut í bankanum og nemur heildarupphæð þeirra yfir 50 milljörðum króna. » Forsíða Stefna á Norðurlöndin  Metaðsókn er að árlegu námskeiði Norræna félagsins um flutning til Norðurlanda. Í stað 30-40 áður hafa nú á þriðja hundrað skráð sig og námskeiðin fullbókuð. » 2 Orkuveitan í uppnámi  Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hafa vaxið um 40 milljarða á þremur mánuðum og því óvíst um sumar framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru á næsta ári. Mestu ræður að skuldir félagsins eru nær eingöngu í erlendri mynt en stór hluti tekna OR er í íslenskum krónum. Lokað er á lánafyrirgreiðslu. » 4 250 nýir lögreglumenn  Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu má ráða allt að 80 héraðs- lögreglumenn skv. nýrri reglugerð- arbreytingu dómsmálaráðherra. Áður mátti hvert embætti aðeins ráða átta manns. Lögreglulög eru nú endurskoðuð með það í huga að styrkja lögregluna. » Forsíða SKOÐANIR» Ljósvakinn: Ekki í húsum hæfur Staksteinar: Fjölmiðlalög hin nýju Forystugrein: Óspillt traust? UMRÆÐAN» Hverjir eiga að bera byrðarnar? Að benda bara á eitthvað annað Vaxtalög til vansa Við þolum enga bið  4 4!! 4 4 4! 4!! 4  4! 5  %6$'/ $,  % 7 ( $$&$ / $   4!  4 4 4 4  4  . 82 '  4! 4 4 4 4 9:;;<=> '?@=;>A7'BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA'8$8=EA< A:='8$8=EA< 'FA'8$8=EA< '3>''A&$G=<A8> H<B<A'8?$H@A '9= @3=< 7@A7>'3,'>?<;< Heitast 9° C | Kaldast 4° C  Suðlæg átt, 5-10 m/s, en 8-13 með vest- urströndinni. Rigning vestantil en léttskýjað norðaustantil. » 10 Í bókinni The Story of Sushi má fræðast um allt mögulegt og ómögulegt um þenn- an góða japanska mat. » 38 BÓKMENNTIR» Allt um sushi TÓNLIST» Retro Stefson fær þrjár og hálfa. » 37 Tölvuleikurinn Dead Space er alveg ótrú- lega spennandi og óhugnanlegur og það í heilar 15 klukkustundir. » 40 TÖLVULEIKIR» Dauður geimur KVIKMYNDIR» Radcliffe hlakkar til endaloka Potters. » 37 FÓLK» Paris Hilton ætlar að hjálpa Jordan. » 42 Menning VEÐUR» 1. Óþolandi að líða fyrir tortryggni 2. Rosabaugur Jóns Ásgeirs 3. Glerbrotum af Turninum rigndi 4. Samson fær ekki lengri greiðslus. ÆTLA mætti að þarna hefði stórslys átt sér stað en svo er þó sem betur fer ekki því strætó var viljandi látinn síga í sjóinn við Sundahöfn. Það eru sjókafarar Slökkviliðsins sem standa fyrir gjörningnum, en í dag fá þeir það verk- efni að bjarga dúkkum sem komið hefur verið fyrir í vagninum á um 14 metra dýpi. Þetta er síðasta hlutverk strætós nr. 65 á farsælum ferli því að þessu loknu tekur endurvinnslan við. Í sjóinn með hann! Strætó fær nýtt hlutverk á hafsbotni Morgunblaðið/Júlíus BJARNA Ara- syni, sem verið hefur dagskrár- stjóri á Bylgjunni í átta ár, hefur verið sagt upp störfum. „Þetta eru skrítnir tímar og tímar sem margir hafa ekki upplifað áð- ur. Það grípur marga mikil óvissa og óöryggi og ég tel það gríðarlega mikilvægt að við þjöppum okkur saman. Við megum ekki láta reið- ina stjórna lífi okkar. Ég er ekki reiður, ég lít afar björtum augum á framtíðina,“ segir Bjarni. | 36 Bjarni Ara er hættur Bjarni Arason BUBBI Morthens segist vera sæmi- lega sáttur við útgáfu Skjaldar Ey- fjörð á gamla Egó-laginu Fjöllin hafa vakað, en myndband við lagið hefur vakið mikla athygli á und- anförnum dögum. „Ég get hnýtt í ríkisstjórnina og ég get hnýtt í yfir- menn Kaupþings og svo framvegis, en ég hnýti ekki í Skjöld,“ segir Bubbi. | 36 Bubbi hnýtir ekki í Skjöld Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is NORSKT fyrirtæki hefur pantað 100 tonn af súkkulaði frá Sælgæt- isgerðinni Freyju, það er tegundum sem heita Draumur, Djúpur og Hitt. „Við höfum selt þessar vörutegundir til Noregs áður en í miklu minna magni. Norðmenn eru svo hrifnir af þessu súkkulaði að fyrirtækið sá ástæðu til að kaupa meira,“ segir Ævar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri sælgætisgerðarinnar, sem einnig selur Svíum, Dönum og Fær- eyingum súkkulaðið sem Íslendingar sjálfir eru sólgnir í. Sala á íslensku sælgæti hefur auk- ist að undanförnu en salan á erlendu sælgæti sem Freyja flytur inn hefur minnkað, að sögn Ævars sem bætir því við að búast megi við einhverri verðhækkun vegna hærra hráefnis- verðs og gengisbreytinga. „Við auglýstum verðlækkun á sæl- gæti á dögunum en það er spurning hversu lengi við getum boðið það. Undanfarið ár hefur orðið gífurleg hækkun á kakósmjöri sem er aðal- hráefnið í súkkulaði auk þess sem krónan hefur veikst. Ég greiddi nú í haust 16 til 17 milljónir króna fyrir 22 tonna gám af kakósmjöri en borg- aði níu milljónir í fyrra fyrir jafn- mikið magn. Reyndar sýnist mér sem verðhækkunin á kakóvörum er- lendis sé að ganga til baka en gengið skemmir fyrir okkur. Auðvitað vill maður ekki hvetja til verðbólgu með því að hækka verðið og við reynum þess vegna að halda aftur af okkur,“ segir Ævar. Rúnar Ingibjartsson, matvæla- fræðingur hjá Nóa-Síríusi, segir Nóakonfektið verða 24 prósentum dýrara en í fyrra. „Það er síðan spurning hvort hækkunin lendi á neytendum eða hvort smásalarnir taki hluta hennar á sig.“ 100 tonn til Noregs  Norðmenn sólgnir í súkkulaði frá Freyju  Sala á íslensku sælgæti eykst en salan á erlendu sælgæti hefur minnkað Draumur Nammi sem Norðmönnum líkar og þeir borða í tonnatali.. Í HNOTSKURN »Sælgætisgerðin Freyja varstofnuð 1918 og er því 90 ára um þessar mundir. »Sögu Nóa-Síríusar má rekjatil ársins 1920 þegar Brjóst- sykursgerðin Nói var stofnuð. »Ástæður fyrir hærra verðiá kakói eru meðal annars uppskerubrestur og aukin eft- irspurn í Asíu. Margar erlendar sælgætisgerðir hafa hækkað verð á súkkulaði að und- anförnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.