Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
6. maí 2009 — 107. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
BJARNI E. GUÐLEIFSSON
Hefur gengið á 23
hæstu sýslufjöllin
• ferðir
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Öll fjöll hafa eitthvað til síns ágætis. Áður var ég einskorðaður við Tröllaskagann en þetta verk-efni jók mjög á víðsýni mína,“ segir prófessorinn Bjarni Guð-leifsson um gönguferðir á sýslu-fjöllin 23. Útsýnið er honum ógleymanlegt frá ýmsum stöðum. „Fallegustu minningarnar eru frá Sauðhamarstindi á Lónsöræfum í Austur-Skaftafellssýslu og Snæ-kolli í Kerlingarfjöllum í Árnes-sýslu. Litbrigðin eruko tl
Strandasýsla, Dalasýsla og Mýra-sýsla.
Garparnir eru þrír sem lögðu öll fjöllin 23 að baki. Auk Bjarna eru það Rögnvaldur Gíslason, bóndi í Strandasýslu, og Sigurkarl Stefánsson líffræðingur. Fleiri slógust í för, misjafnlega oft. „Við gengum líka á nokkra jökla og í misgripum á fjöll sem ekki reynd-ust þau hæstu í sýslunum þegar tilkom En ið
ungarnir flugu rétt við hausana á okkur. Ég segi síðan að fólk eigi að ganga með hjálma á Herðubreið. Í Jökulgilstindum í Suður-Múlasýslu fórum við líka yfir mjög torfarinn jökul en að öðru leyti gekk allt vel,“ svarar Bjarni.Listi yfir fjöllin og lýsing á gönguferðunum í máli og myndumer í bókinni Á fj ll
Horft af hæstu tindumMargir vita hvernig tilfinning það er að komast upp á tind. En að sigra hæstu fjöll hverrar sýslu á landinu
þekkja aðeins þrír menn. Einn þeirra er Bjarni E. Guðleifsson, höfundur nýju bókarinnar Á fjallatindum.
Bjarni á hátindi Snæfells, hæsta fjalls Suður-Múlasýslu. Það var upphafið að ævintýrinu.
MYND/BRYNJÓLFUR BJARNASON
LEIÐSÖGUNÁM á háskólastigi er námsbraut hjá Endur-
menntun HÍ. Námið er sextíu eininga nám á grunnstigi háskóla
og er kennt á tveimur misserum. Námið hentar þeim sem vilja
búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferða-
menn. www.endurmenntun.is
Frítt er á
alla viðburði
hátíðarinnar
og eru allir
velkomnir
listanlandamaera.blog.is
Útlitið ekki aðalmálið
Megrunarlausi dagurinn
er haldinn hátíðlegur
um allan heim í dag.
TÍMAMÓT 16
Ásdís opin
fyrir öllu
Ísdrottningin hræð-
ist ekki flutninga
frá Búlgaríu.
FÓLK 30
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Fáklæddur forsætis-
ráðherra á tískumynd
Í gufubaði með flugfreyjum
FÓLK 30
Yale eltir Sharp
Söngvarinn á í útistöðum við
gamla skólann sinn.
FÓLK 22
SVERRIR ÞÓR SVERRISSON
Skjólstæðingur Strák-
anna í vondum málum
Tekinn fyrir kókaínsmygl í Brasilíu
FÓLK 30
Í kvennaboltann
Benedikt Guð-
mundsson sem
gerði karlalið KR að
Íslandsmeisturum
í körfubolta
hefur
tekið við
kvennaliði
félagsins.
ÍÞRÓTTIR 24
BJART SUNNAN TIL Í dag verða
norðaustan 3-8 m/s en stífari í
kvöld. Skúrir eða slydduél norðan
og austan til en bjart lengst af í
dag á Suður- og Vesturlandi en
þykknar upp seint í dag. Hiti 1-10
stig.
VEÐUR 4
3
3
4
87
STJÓRNMÁL Stjórnarflokkarnir eru
að semja sín á milli um að utan-
ríkisráðherra leggi fram þings-
ályktunartillögu um aðildarumsókn
í Evrópusambandið, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. Það er
þó háð því að samkomulag náist um
fyrirvara við tillöguna sem Vinstri
græn geta sætt sig við.
Verið er að semja um fyrirvar-
ana en náist ekki samkomulag þar
um þarf að leita annarra leiða.
Hugmyndin að þessu fyrir-
komulagi er meðal annars feng-
in frá Noregi en þar sótti klof-
in stjórn Verkamannaflokksins
um aðild í Evrópusambandið með
fyrirvörum.
Vinnuhóparnir fjórir, sem hafa
lagt grunninn að stjórnarsáttmál-
anum, áttu að skila af sér tillög-
um í gærkvöldi og fyrir hádegi í
dag, samkvæmt heimildum blaðs-
ins. Ólíklegt er að allar efnahags-
aðgerðir verði tilgreindar í sáttmál-
anum en gert er ráð fyrir að ráðist
verði í róttækar efnahagsaðgerðir
í maí og júní.
Steingrímur J. Sigfússon sagði
á blaðamannafundi í gær að vinnu
við fyrirhugaðan niðurskurð yrði
ekki lokið fyrr en seinna í mánuðin-
um eða jafnvel í þeim næsta.
Ólíklegt þykir að Kolbrún Hall-
dórsdóttir verði ráðherra í nýrri
ríkisstjórn. Nafn Svandísar Svav-
arsdóttur hefur verið nefnt í henn-
ar stað og þá er líklegt að Árni Páll
Árnason verði ráðherra. - kóp, ss
Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar og Vinstri grænna:
Aðildarumsókn með fyrirvara
EFNAHAGSMÁL Stýrivexti á að
lækka niður í 9,5 prósent á næstu
fjórum vikum, að mati skugga-
bankastjórnar Markaðarins.
Seðlabankinn ákvarðar vexti á
morgun.
„Hver dagur í hávaxtaum-
hverfi er fyrirtækjum og heim-
ilum í landinu dýrkeyptur og
biðin skilar engu,“ segir Ingólfur
Bender, forstöðumaður Grein-
ingar Íslandsbanka og skugga-
bankastjórnarmaður.
Þá segir Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallarinnar,
sem einnig á sæti í stjórninni,
aðferðafræðina sem hér hafi
verið fylgt til þessa ekki viðeig-
andi lengur, ef ekki beinlínis
hættulega.
„Við köllum á tímamóta-
ákvörðun, stefnubreytingu og
nýtt vinnulag peningastefnu-
nefndarinnar,“ segir Þórður.
Ólafur Ísleifsson, lektor við
Háskólann í Reykjavík, segir
löngu tímabært að ákveða
myndarlega lækkun stýrivaxta.
- óká / sjá Markaðinn
Kalla á veglega lækkun vaxta:
Hverfa þarf af
hættulegri leið
EFNAHAGSMÁL „Það er ekkert
við okkur að tala ef ekki verð-
ur gengið frá þessu,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambandsins. Sambandið gerir
þá kröfu til stjórnvalda að endur-
skipulagning á skuldum heimil-
anna verði sett í forgang.
Forsvarsmenn stjórnarflokk-
anna funduðu með fulltrúum
launþegasamtaka, atvinnurek-
enda, bænda og sveitarfélaga
í gær. Þar kynnti ASÍ áherslur
sínar í níu liðum um bráðaaðgerð-
ir og framtíðarlausnir.
ASÍ vill að til ráðgjafastofu um
fjármál heimilanna verði ráðnir
fimmtíu fjármálaráðgjafar til
að aðstoða fólk í greiðsluvanda.
Eins að það verði tryggt að nauð-
synlegar reglur um framkvæmd
laga um greiðsluaðlögun skulda
verði gefnar út strax. Einnig að
stofnaður verði bjargráðasjóður
heimilanna.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir fundina í gær
hafa verið afar gagnlega. „Það er
mikill vilji alls staðar í þjóðfélag-
inu að fara þessa stöðugleikaleið.
Þar eru kjaramálin undir og líka
ríkisfjármálin og fleira.“
Um afdráttarlausa afstöðu
ASÍ segir Steingrímur að farið
hafi verið yfir það á fundinum
hvað næstu vikur væru mikil-
vægar. „Við vonumst til að sjá til
lands í mörgum erfiðum málum
á næstunni. Þar má nefna endur-
skipulagningu bankakerfisins og
lokahnykkinn í flóknum samn-
ingaviðræðum. Staðan ætti að
fara skýrast sem er mikilvægt
því kjaramálin bíða svo í sumar
og haust.“
Þór Sigfússon, formaður Sam-
taka atvinnulífsins, segir atvinnu-
lífið hrópa eftir aðgerðum og því
hafi verið komið til skila. „Þar
standa vaxtamálin upp úr og
smávægileg lækkun núna í viku-
lokin yrði gríðarlegt áfall fyrir
okkur. Það væri vitnisburður um
að menn gera sér enga grein fyrir
því hversu skaðlegt það er fyrir
samfélagið ef atvinnulífið er
skilið áfram eftir í fimbulfrosti.
Slíkt myndi valda óbætanlegum
skaða.“ Þór segir að haftamál-
in hafi verið rædd á fundinum
og hvaða möguleikar séu til að
aflétta þeim. „Eins lögðum við
áherslu á að það yrði ekki farið í
boðaðar aðgerðir í sjávarútvegs-
málunum og við lýstum áhyggjum
okkar yfir hinu svokallaða eigna-
umsýslufélagi ríkisins.“
- shá / sjá síðu 6
ASÍ hótar að fara í hart
Stjórnvöld verða að bregðast við skuldavanda heimilanna ef sátt um stöðugleika á að nást, segir forseti
Alþýðusambandsins. Samtök atvinnulífsins segja að komi ekki til rífleg vaxtalækkun í vikulokin valdi það
óbætanlegum skaða. Fjármálaráðherra segir erfið mál leysast á næstunni og staðan verði þá skýrari.
HAUKAR VÆNGJUM ÞÖNDUM Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik annað árið í röð eftir sigur á Valsmönn-
um í fjórða leik liðanna um titilinn í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Sigur Hauka var öruggur, þeir skoruðu 33 mörk gegn 25 mörk-
um Valsmanna. Fögnuðurinn var ósvikinn eins og sést á Arnari Péturssyni fyrirliða Hauka sem tók við bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON