Fréttablaðið - 06.05.2009, Qupperneq 4
4 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
Fortaleza
Recife
Porto Seguro
Rio De JaneiroSao Paulo
B R A S I L Í A
LÖGREGLUMÁL Lögregla í Brasil-
íu handtók á föstudagskvöld 24
ára Íslending, Ragnar Erling Her-
mannsson, sem hafði reynt að
smygla tæpum sex kílóum af kóka-
íni úr landinu. Ragnar gæti átt von
á tuttugu ára
fangelsisdómi.
Ragnar var á
leið upp í flugvél
á Guararapes-
flugvelli í Recife
og hugðist fljúga
ti l Malaga á
Spáni um Lissa-
bon þegar efnin
fundust í far-
angri hans. Ekki
hefur fundist viðlíka magn af fíkni-
efnum á flugvellinum á þessu ári.
Að sögn lögreglunnar í Recife er
talið að Ragnar hafi nálgast efnið,
5,7 kíló af mjög hreinu kókaíni, í
íbúð í borginni Fortaleza. Þangað
kom hann 10. apríl. Efnið var þá
þegar falið í ferðatösku. Við yfir-
heyrslur mun Ragnar hafa játað að
hann hafi átt að fá tíu þúsund evrur,
sem samsvarar um 1,7 milljónum
króna, ef efnið kæmist til Spánar.
Það er upprunnið í Kólumbíu og er
metið á 460 þúsund dollara, eða um
sextíu milljónir króna.
Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2
í gær hafði lögreglufulltrúi í Recife
eftir Ragnari að hann hefði farið í
smyglferðina til að greiða fíkniefna-
skuld á Íslandi. Ragnar hefði sagt
lögreglunni að ef hann neitaði að
fara í ferðina yrði hann drepinn.
Í samtali við þarlenda fjölmiðla
sagði fjölmiðlafulltrúi lögreglunn-
ar að þetta væri í fyrsta sinn sem
Íslendingur væri handtekinn í Rec-
ife. „Við vorum hissa, því Ísland
er land þar sem ekki þrífst mikil
spilling. Mögulega er það afleiðing
efnahagskreppunnar að ungt fólk
þar leiðist út í glæpi,“ sagði Giovani
Santoro.
Brasilíumaður, á leið í sama flug
og Ragnar, var handtekinn á sama
tíma með eitt kíló af kókaíni í fórum
sínum. Fullyrt er að hann hafi engin
tengsl við Ragnar önnur en að þeir
hafi líklega fengið efnið á sama
stað.
Ragnar hefur verið ákærður fyrir
fíkniefnabrot og á yfir höfði sér allt
að tuttugu ára fangelsi. Hann situr
nú í Cotel-fangelsinu nærri Recife
og bíður dóms, en fangelsið mun
vera alræmt fyrir slæman aðbúnað
og fangaupprseisnir.
Fjölskylda Ragnars hefur haft
samband við íslenska utanríkis-
ráðuneytið og beðið um liðsinni
þess vegna málsins.
stigur@frettabladid.is
kjartan@frettabladid.is
Bót í máli
Átt þú rétt á slysabótum?
Fyrsta flokks ráðgjöf um bótarétt vegna slysa
- þér að kostnaðarlausu
S L Y S A B Æ T U R
Sími: 520 2900
landslog.is
MEXÍKÓ, AP Mannlífið í Mexíkóborg
er byrjað að færast hægt og rólega
aftur í eðlilegt horf. Kaffihús voru
opnuð á ný í gær og umferð fór af
stað eftir fimm daga lokun vegna
svínaflensuhættunnar, sem legið
hefur eins og mara á þjóðfélag-
inu.
Hátíðarhöldum í tilefni af
fimmta maí var engu að síður
aflýst í gær, en þann dag halda
Mexíkóbúar upp á sigur innlendra
hermanna á franska hernum árið
1862.
Á morgun hefst kennsla á ný í
framhaldsskólum og háskólum,
en yngri börn þurfa að bíða heima
þangað til eftir næstu helgi.
Felipe Calderon forseti sagði
þjóðina þó þurfa að hafa allan
varann á áfram vegna flensunnar,
sem hefur kostað tugi manns lífið
í Mexíkó.
Fjármálaráðherra landsins sagð-
ist í gær telja að lömun þjóðfélags-
ins vegna flensunnar myndi kosta
efnahagslífið að minnsta kosti 2,2
milljarða Bandaríkjadala.
Í gær hafði verið staðfest að
nærri 1.500 manns í tuttugu lönd-
um hefðu smitast af flensunni.
Rúmlega helmingur hinna smit-
uðu er í Mexíkó.
Mexíkóstjórn lét sækja tugi
landa sinna til Kína í gær, en kín-
versk stjórnvöld höfðu lokað Mex-
íkóana í sóttkví þótt enginn þeirra
hefði haft einkenni smits. - gb
Svínaflensan ætlar að verða efnagslífinu í Mexíkó dýrkeypt:
Lifnar yfir Mexíkóborg á ný
SÓTTIR TIL KÍNA Mexíkóstjórn sendi
flugvél til Kína að sækja þar tugi manna
sem kínversk stjórnvöld höfðu sett í
sóttkví, þótt einkennalausir væru.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fjórði Brasilíufanginn í
haldi vegna kókaínsmygls
Íslendingur var handtekinn á leið frá Brasilíu til Spánar með sex kíló af kókaíni. Efnið er metið á 60 millj-
ónir. Hann er fjórði Íslendingurinn sem tekinn er fyrir smygl í Brasilíu og getur átt von á 20 ára fangelsi.
RAGNAR ERLING
HERMANNSSON
KÓKAÍNIÐ Efnið var falið í fölskum botni á ferðatösku.
EFNAHAGSMÁL „Ég held að allir
séu sammála, hvort sem þeir
sitja við þetta borð, eru í Seðla-
bankanum eða annars staðar, um
að nafnvextir á Íslandi þurfa að
lækka,“ sagði Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra á blaðamanna-
fundi ríkisstjórnarinnar í gær.
Næsti vaxtaákvörðunardagur er
á morgun.
Hann þorir þó engu að spá um
hve hratt vextirnir lækki.
„En ég myndi fagna því ef þeir
yrðu dálítið djarfir í sínum vaxta-
lækkunum,“ sagði Gylfi.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra sagði að stýrivext-
ir gætu orðið hér um tvö til þrjú
prósent um áramót, gengi allt
eftir. - ss
Ríkisstjórn um vaxtalækkun:
Myndi fagna
djarfri lækkun
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
24°
17°
21°
15°
12°
16°
16°
18°
13°
11°
23°
18°
19°
31°
14°
19°
21°
12°
Á MORGUN
5-15 m/s, hvassast vestan
til.
FÖSTUDAGUR
10-18 m/s, hægastur
SA-til.
3
4
3
5
4
6
8
6
7
4
4
5
5
4
4
4
4
5
5
4
5
5
10
2
2
2
106
2
1
5
115
HVASST Á MORGUN
OG HINN
Með kvöldinu þykknar
upp sunnan til sam-
fara hægt vaxandi
vindi. Um miðnætti í
kvöld verður kominn
strekkingur suðaustan
til og á norðvestur-
fjórðungi landsins. Á
morgun verður víða
norðaustan strekk-
ingur eða allhvasst
og svipaða sögu er
að segja á föstudag.
Síðan lægir á laugar-
dag, fyrst vestan til á
landinu.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
STJÓRNMÁL Hugmynd Talsmanns
neytenda um að öll íbúðarveðlán
verði færð niður eftir mati gerð-
ardóms hefur verið send til
Seðlabanka Íslands til umsagnar.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi ríkisstjórnarinnar í gær.
Seðlabankinn á að meta umsögn
um fjárhagsleg og efnahagsleg
áhrif þessara tillagna og mun
ríkisstjórnin bíða eftir þeirri
umsögn.
Seðlabankinn hefur einnig
fengið upplýsingar um tekjur ein-
staklinga, út frá skattskýrslum
2007 og einhverjum upplýsing-
um frá 2008, til að meta fjárhags-
stöðu heimilanna.
Áður hafði Seðlabankinn
tekið saman skuldir heimilanna.
Reiknað er með að Seðlabank-
inn muni hafa heildstæða mynd
af stöðu heimilanna, að teknu til-
liti til atvinnuleysis, um miðjan
þennan mánuð.
- ss
Tillögur Talsmanns neytenda:
Seðlabankinn
metur áhrif
LEIKLIST Nokkur sæti eru laus á
tvö námskeið sem Þjóðleikhús-
ið býður atvinnulausum ókeypis
dagana 12. og 13. maí næstkom-
andi. Leikarar Þjóðleikhússins
leiða námskeiðin, sem hafa það
helst að markmiði að gleðja sálina
og efla jákvætt hugarfar.
Meðal þess sem er í boði á nám-
skeiðunum er að leikhúsformið
verður kynnt ítarlega fyrir þátt-
takendum. Einnig verður sett upp
vinnusmiðja þar sem áherslan er
lögð á að efla kjark og jákvæðni.
Meðal leiðbeinenda eru leikar-
arnir Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur
Egill Egilsson. - kg
Starfsfólk Þjóðleikhússins:
Leikarar leiða
frí námskeið
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Íslendingur er handtekinn fyrir
fíkniefnasmygl í Brasilíu.
■ Hlynur Smári Sigurðarson var
sá fyrsti, í júní árið 2006. Hann
var handtekinn, þá 23 ára, á
rútustöð með tvö kíló af ætluðu
kókaíni. Hann hugði þá á brott-
för úr landinu. Það varð Hlyni
til happs að hann var blekktur í
viðskiptunum, og reyndist efnið
vera barnapúður. Hann slapp því
með þriggja ára fangelsi.
Hlynur dvaldi um skeið í
fangelsi í Porto Seguro og lýsti
skelfilegum aðbúnaðinum þar í
viðtali við Fréttablaðið. Hlynur er
nú kominn heim til Íslands.
■ Næstur var Ingólfur Rúnar Sigurz.
Hann var handtekinn, þá þrítug-
ur, við komuna á Guarulhos-flug-
völlinn í Sao Paulo í ágúst 2006.
Hann var að koma frá Amster-
dam og var með rúm tólf kíló af
hassi í farteskinu. Tæpu ári síðar
var hann dæmdur í sex ára og
átta mánaða fangelsi.
■ Karl Magnús Grönvold var
handtekinn á sama flugvelli og
Ingólfur í júní 2006. Hann var þá
á leið úr landi til Lissabon með
tvö og hálft kíló af kókaíni. Karl
var dæmdur í þriggja ára og ell-
efu mánaða fangelsi, sem hann
nú afplánar.
Þótt töluvert sé um kannabisrækt
í Brasilíu er hass þar dýr vara. Það
tíðkast því að flytja þangað tiltölu-
lega ódýrt hass frá Evrópu og skipta
því á sléttu fyrir kókaín.
ÞRÍR ÍSLENDINGAR
DÆMDIR Í BRASILÍU
GENGIÐ 05.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,7334
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,58 126,18
189,61 190,53
168,11 169,05
22,567 22,699
19,295 19,409
15,85 15,942
1,2671 1,2745
188,66 189,78
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR