Fréttablaðið - 06.05.2009, Side 6
6 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
KJARTAN
GUÐMUNDSSON
neytendur@
frettabladid.is
SIGIN
GRÁSLEPPA
Nánari upplýsingar í síma 525 4444 og á endurmenntun.is
VERKEFNASTJÓRNUN
– LEIÐTOGAÞJÁLFUN
Fræðileg og hagnýt verkefni
Efling leiðtogahæfileika
Alþjóðleg vottun
Lotubundin kennsla – hentar með vinnu
Umsóknarfrestur til 11. maí
Þórhildur hafði samband og var óánægð
með hækkun á bílatryggingunum sínum.
„Frá og með næsta júní þarf ég að borga
89.274 krónur í stað 70.997 króna á síðasta
ári. Þetta er hækkun upp á rúmlega 18.000
krónur milli ára. Ég er með staðlaða trygg-
ingu hjá Verði á Mitsubishi Lancer árgerð
´93, bíl sem ég gæti ekki einu sinni selt
fyrir þessa upphæð. Ég hef keyrt tjónlaust
allan minn ökuferil og kann þessu mjög
illa.“
Guðmundur Jóhann Jónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Verði, varð fyrir svör-
um. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um
tryggingamál einstakra aðila og auk þess
hefði hann ónægar upplýsingar um þetta
ákveðna tilfelli. „En þetta getur vel passað.
Í byrjun ágúst síðastliðins var gerð flöt
verðhækkun upp á 9,5 prósent hjá fyrir-
tækinu, sem gekk yfir alla flokka í ábyrgð-
artryggingum. Til viðbótar eru verðlags-
breytingar, eða verðbólga, síðustu tólf
mánaða í kringum tuttugu prósent.“ Guð-
mundur segist gera ráð fyrir að bílatrygg-
ingar hafi hækkað svipað mikið í verði hjá
flestum tryggingafyrirtækjum.
Neytendur: Hækkun bílatrygginga
18.000 króna hækkun milli ára
NÝIR BÍLAR Á hafnarbakkanum í Reykjavík.
DÓMSMÁL Þrír piltar úr Njarðvík,
allir fæddir árið 1993, hafa verið
ákærðir fyrir hrottafengna lík-
amsárás á jafnaldra sinn og sam-
nemanda við Njarðvíkurskóla.
Árásin átti sér stað í nóvember
síðastliðnum og vakti sérstaka
athygli þar sem myndband af
henni var sett á vefinn og vakti
mikinn óhug.
Pilturinn var kýldur ítrekað í
skrokk og andlit þar til hann féll
í jörðina. Þá tóku árásarmenn-
irnir til við að sparka af alefli í
hann liggjandi, bæði í bak hans
og höfuð. Á myndbandinu sást
hvar hann fékk mjög fast spark í
andlitið þar sem hann lá.
Pilturinn hlaut töluverða
áverka af árásinni, en slapp þó
við beinbrot og varanleg meiðsl.
Hann krefur árásarmennina um
eina milljón króna í miskabæt-
ur. Árásarmönnunum var vikið
tímabundið úr skóla þegar málið
kom upp.
Piltarnir eru ákærðir fyrir
brot gegn 217. grein hegningar-
laga, sem kveður á um minni-
háttar líkamsárás. Júlíus Krist-
inn Magnússon, lögreglufulltrúi
á Suðurnesjum, segir að ákvörð-
un um að ákæra ekki fyrir meiri
háttar líkamsárás hafi verið tekin
í samráði við embætti Ríkissak-
sóknara, sem fer með ákæruvald
í meiri háttar líkamsárásarmál-
um en lagðist gegn slíkri ákæru
í þessu máli. - sh
Þrír ungir piltar úr Njarðvík hafa verið ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás:
Tóku upp árás á samnemanda sinn
DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur
maður hefur verið dæmdur til að
greiða unglingspilti 75 þúsund
krónur í bætur fyrir að hafa sent
honum tvær klámfengnar ljós-
myndir af sjálfum sér. Þá er hann
sektaður um 100 þúsund krónur.
Maðurinn átti í samskiptum við
piltinn, sem þá var þrettán ára, á
spjallrás á netinu. Maðurinn ját-
aði en sagðist hafa talið að pilt-
urinn væri eldri, eða sextán ára,
enda hafi pilturinn sagst eldri.
Maðurinn er dæmdur fyrir
kynferðisbrot og brot gegn
barnaverndarlögum. Dómurinn
var kveðinn upp í Héraðsdómi
Reykjavíkur á mánudag. - sh
Dæmdur til að greiða sekt:
Sendi unglingi
dónamyndir
HROTTASKAPUR Myndbandið sem sett
var á vefinn af árásinni vakti mikinn óhug.
ÍSRAEL, AP Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, sakar ísraelsk
stjórnvöld um lygar í tengslum
við árásir Ísraelshers á skóla og
aðrar stofnanir á vegum
Sameinuðu þjóðanna á Gasa-
svæðinu í janúar.
Samkvæmt rannsókn Samein-
uðu þjóðanna á níu alvarlegustu
árásunum leikur enginn vafi á
að ísraelski herinn ber alla sök.
Nefndin mælir einnig með því að
Sameinuðu þjóðirnar krefji
Ísrael um skaðabætur fyrir bæði
manntjón og skemmdir sem
árásirnar ollu.
Daniel Carmon, aðstoðarsendi-
herra Ísraels hjá Sameinuðu
þjóðunum, segir skýrslu
nefndarinnar einhliða og
hlutdræga. - gb
Árásir Ísraela í janúar:
SÞ sakar Ísraels-
stjórn um lygar
Lestu fleiri bækur eftir að
kreppan skall á þjóðinni?
Já 15,3%
Nei 84,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Vinnur Ísland Eurovision?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
EFNAHAGSMÁL „Langlundargerð
okkar í þessu samráði og sam-
starfi er eiginlega þrotið. Alþýðu-
sambandið hefur í vetur barist
fyrir því við þessa ríkisstjórn og
hina fyrri að fá í gegn verkfæri til
að endurskipuleggja fjárhag heim-
ilanna. Það verður einfaldlega að
klára þetta núna“, segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ.
ASÍ lagði í gær fram skjal með
níu áherslupunktum um bráða-
aðgerðir og stefnu til framtíðar á
samráðsfundi með forsvarsmönn-
um stjórnarflokkanna. Þar er lögð
þung áhersla á að endurskipulagn-
ing á skuldum heimilanna verði
sett í forgang.
„Svo einfalt dæmi sé tekið þá
verður að hætta að krefja fólk um
það að koma lánum í skil svo það
eigi möguleika á aðstoð. Fólk er
jú að óska eftir aðstoð af því að
það getur ekki sett lánin sín í skil.
Þessari framgöngu innheimtu-
manna verður einfaldlega að linna.
Það er ekkert við okkur að tala ef
ekki verður gengið frá skuldamál-
um heimilanna með ásættanlegum
hætti,“ segir Gylfi með vísan í að
sátt náist um stöðugleikasáttmála
á næstunni.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir um afdrátt-
arlausa afstöðu ASÍ vegna skulda
heimilanna að farið hafi verið yfir
það á fundinum hvað næstu vikur
væru mikilvægar. „Við vonumst til
að sjá til lands í mörgum erfiðum
málum á næstunni. Þar má nefna
endurskipulagningu bankakerf-
isins og lokahnykkinn í flóknum
samningaviðræðum. Staðan ætti
að fara að skýrast sem er mikil-
vægt því kjaramálin bíða svo í
sumar og haust.“ Hann segir að
eftir daginn sé ljóst að það hafi
mistekist að kynna fólki hvaða
úrræði því standi til boða vegna
skulda. Úr því verði bætt.
Eitt af því sem ganga verður
í strax að mati ASÍ er að hraða
mannaflsfrekum framkvæmd-
um og að útboð á vegum ríkisins
verði auglýst án tafar. Í tillögum
um atvinnumál er einnig sett fram
hugmynd um stofnun fjárfesting-
arsjóðs í samstarfi ríkisins, líf-
eyrissjóðanna og erlendra kröfu-
hafa til að koma að uppbyggingu
atvinnulífsins.
Þór Sigfússon, formaður Samtaka
atvinnulífsins, segir vaxtamálin
standa upp úr. „Smávægileg lækk-
un núna í vikulokin yrði gríðarlegt
áfall fyrir okkur. Það væri vitnis-
burður um að menn gera sér enga
grein fyrir því hversu skaðlegt það
er fyrir samfélagið ef atvinnulífið
er skilið eftir í fimbulfrosti.“ Hann
telur það kappsmál allra, bæði aðila
vinnumarkaðarins, ríkisstjórnar
og hjá hinu opinbera almennt, að
stöðugleikasáttmáli verði að veru-
leika. svavar@frettabladid.is
Skýlaus krafa frá
ASÍ á samráðsfundi
Ríkisstjórnin fundaði með aðilum vinnumarkaðarins og forsvarsmönnum
sveitarfélaga í gær. Markmiðið er sáttmáli um stöðugleika í íslensku samfélagi
til lengri tíma. Niðurstaðan er háð árangri stjórnvalda á næstu vikum.
KVIKMYNDIR Bandaríski gaman-
leikarinn Dom DeLuise lést í gær,
75 ára að aldri. Hann lék í mörgum
vinsælum gamanmyndum í Holly-
wood á áttunda
og níunda ára-
tugnum.
DeLuise, sem
var auðkennd-
ur af frjálslegu
vaxtarlagi sínu,
lést á sjúkra-
húsi í Los Angel-
es í Kalíforníu.
Hann háði baráttu við krabbamein
síðustu æviárin. Leikarinn fór
með hlutverk í nokkrum af helstu
kvikmyndum leikstjórans Mel
Brooks, þar á meðal Blazing Sadd-
les og Young Frankenstein. Hann
lék einnig á móti Burt Reynolds í
myndinni Cannonball Run. - kg
Stór stjarna fallin frá:
Leikarinn Dom
DeLuise látinn
VIÐ STJÓRNARRÁÐ-
IÐ Forsvarsmenn
ASÍ mættu á fund
klukkan þrjú í gær.
Sambandið setur
endurskipulagningu
á skuldum heimil-
anna í forgang.
DOM DELUISE
KJÖRKASSINN