Fréttablaðið - 06.05.2009, Side 8
6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
sumarferdir.is
Tenerife ...
vikulegt fl ug í allt sumar
Besta verðið bókast fyrst!
Örfá sæti laus í fyrstu brottfarir:
20. maí UPPSELT
27. maí UPPSELT
03. júní 8 sæti laus
10. og 17. júní örfá sæti laus
FÉLAGSMÁL Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir félagsmálaráð-
herra segir að staðinn verði vörður
um vinnustaði fatlaðra og Velferð-
arvaktin hugi sérstaklega að þeim
sem standa höllum fæti. Frétta-
blaðið greindi í gær frá því að
kreppan kæmi illa niður á vinnu-
stöðum fatlaðra.
Ásta segir að vissulega komi
kreppan einhvers staðar við alla,
en þessi hópur eigi alls ekki að
fara verr út úr ástandinu en aðrir.
„Ég get fullyrt að við stöndum
vörð um þennan hóp og höfum
stutt við hann. Við höfum nýverið
stutt Múlalund með fjárveitingu og
höfum einnig stutt fleiri stofnanir
og fyrirtæki af þessum toga. Þar
hef ég lagt áherslu á að ráðið sé af
atvinnuleysisskrá í þau almennu
störf sem skapast við þjónustu við
hópana.“
Ásta minnir á að Velferðarvakt-
in hafi nýverið höfðað til fyrir-
tækja um að sýna samfélagslega
ábyrgð og ráða þá til starfa sem
séu fatlaðir. Hún segir félagsmála-
ráðuneytið sjálft ætíð hafa gengið
á undan með góðu fordæmi hvað
þetta varðar.
Þeir sem starfa á vernduðum
vinnustöðum fyrir fatlaða halda
óskertum bótum að sögn ráðherra.
Launin eru því viðbót við bæturnar.
„Það er hins vegar forgangsmál að
halda utan um þessa hópa og styðja
við þá. Velferðarvaktin gætir mjög
vel að þessum málum.“ - kóp
Félagsmálaráðherra höfðar til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja:
Stutt við vinnustaði fatlaðra
RÁÐHERRA Ásta segist hafa stutt við
vinnustaði fyrir fatlaða og sérstök gát sé
höfð á þeim hópi í kreppunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Ekki er ólíklegt að farið
verði út í einhvers konar samein-
ingar eða hagræðingu þegar búið
verður að hnýta lausa enda vegna
nýju viðskiptabankanna, segir
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra. Slíkar aðgerðir séu einnig
mögulegar hjá sparisjóðunum.
„Á næstu vikum verður geng-
ið frá flestum lausum endum sem
snúa að skiptum á milli nýju og
gömlu bankanna, eignarhaldi á
nýju bönkunum og öðru sem þarf
að leysa,“ segir Gylfi.
Ekki hefur verið rætt að samein-
ing verði hluti af því ferli, en þegar
því er lokið munu menn hafa mun
betri forsendur til að meta kosti
slíkrar sameiningar, segir Gylfi.
„Ég vil ekki fullyrða hvort ein-
hver slík sameining komi út úr því,
það liggur hreinlega ekki fyrir.“
Sem fyrr segir er ekki ólíklegt
að farið verði í sameiningu eða
einhverskonar hagræðingu við-
skiptabankanna, að sögn Gylfa. Þá
sé einnig horft til sparisjóðanna.
Til að svo megi verða þurfi að
búa til lagaumhverfi sem dugir
sparisjóðunum inn í framtíðina,
segir Gylfi.
Hann hyggst leggja fram laga-
frumvarp um sparisjóðina á kom-
andi sumarþingi, haldi hann emb-
ætti viðskiptaráðherra að loknum
stjórnarmyndunarviðræðum sem
nú standa yfir.
- bj
Gengið frá lausum endum vegna viðskiptabanka og sparisjóða á næstunni:
Sameining banka í kortunum
GEORGÍA, AP Skammvinnri uppreisn
í Georgíuher lauk eftir að fyrrver-
andi sérsveitarforingi var handtek-
inn. Hann er sakaður um að hafa
skipulagt aðgerðir til að trufla her-
æfingar NATO í landinu.
Mikhaíl Saakashvili, forseti
Georgíu, sagði að uppreisnin hefði
verið einangrað tilfelli.
„Ég stjórnaði sjálfur samninga-
viðræðum við uppreisnarmennina
og stakk upp á að þeir legðu niður
vopn,“ sagði Saakashvili.
Hópur hermanna í herstöð
skammt frá höfuðborginni Tíblisi
hóf uppreisn í beinu framhaldi af
tilkynningu frá innanríkisráðu-
neytinu, þar sem sagði að nokkr-
ir hermenn hefðu verið handteknir
kvöldið áður. Komist hefði upp um
áform þeirra um að gera stjórn-
arbyltingu í landinu, og hefðu
þeir notið til þess stuðnings frá
Rússum.
Innanríkisráðuneytið dró síðan
til baka fullyrðingar um að menn-
irnir hefðu stefnt að stjórnarbylt-
ingu. Þeir hefðu aðeins ætlað að
trufla heræfingar NATO, en engu
að síður notið til þess stuðnings
rússneskra hermanna.Embættis-
maður á skrifstofu Saakashvilis
forseta sagði síðar, í viðtali við AP-
fréttastofuna, að engar sannanir
væru fyrir því að Rússar hefðu
átt aðild að áformum georgísku
hermannanna.
Dmitrí Rogov, erindreki Rússa
hjá NATO, sagði í gær að ásakan-
ir um að Rússar hefðu átt hlut að
uppreisninni væru fáránlegar.
Rússnesk stjórnvöld eru engu
að síður afar ósátt við heræfingar
NATO í nágrannaríkinu Georgíu.
Til þess að leggja áherslu á and-
stöðu Rússa ákvað Sergei Lavr-
ov, utanríkisráðherra Rússlands, í
gær að mæta ekki á samráðsfund
NATO og Rússlands, sem halda á í
Brussel 19. maí.
Saakashvili forseti er afar
umdeildur í landinu. Undanfarn-
ar þrjár vikur hafa mótmæli stað-
ið yfir fyrir utan skrifstofur for-
setans. Mótmælendurnir krefjast
þess að forsetinn segi af sér.
Heræfingar NATO í Georgíu
hefjast í dag og standa til mánaða-
móta. Upphaflega var hugmyndin
sú að nítján ríki tækju þátt í þeim,
bæði NATO-ríki og samstarfsríki
NATO. Sum fyrrverandi Sovétríki
hafa þó hætt við á síðustu stundu,
þar á meðal Armenía, Eistland,
Lettland, Kasakstan og Moldóva.
gudsteinn@frettabladid.is
Ætluðu að trufla
heræfingar NATO
Ekkert reyndist hæft í ásökunum Georgíustjórnar um að hópur hermanna hafi
ætlað sér að gera stjórnarbyltingu. Uppreisnin í hernum hófst eftir að nokkrir
hermenn voru handteknir. Þeir hugðust trufla fyrirhugaðar heræfingar NATO.
STÖÐUG MÓTMÆLI Í TÍBLISI Fjölmennir mótmælafundir gegn Saakashvili, forseta Georgíu, í höfuðborginni Tíblisi hafa verið dag-
legir viðburðir síðustu þrjár vikurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LAUSIR ENDAR
Gengið verður frá
lausum endum
vegna viðskipta-
bankanna á næstu
vikum, segir Gylfi
Magnússon við-
skiptaráðherra.