Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 12
12 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Sighvatur Björgvinsson skrifar
um niðurfærslu lána
Benedikt Sigurðarson, sam-fylkingarmaður frá Akureyri,
sakar undirritaðan um að hafa ráð-
ist með offorsi á talsmann neyt-
enda og jafnvel hótað honum með
forsætisráðherra og fjármálaráð-
herra. Ekkert af þessu hefi ég gert.
Ég var einfaldlega að ástunda það,
sem Benedikt biður um í grein
sinni – heiðarleg samræðustjórn-
mál. Reyna eftir bestu getu að
koma í veg fyrir það, sem ég tel
vera háskalegan blekkingarleik.
Hvert var meginefnið í tillög-
um þeim, sem talsmaður neytenda
gerði til þeirra flokka, sem nú
starfa að myndun ríkisstjórnar – og
hverjir voru hinir alvarlegu ágallar
á þeim tillögum að mínu mati:
Talsmaðurinn lagði til að ríkið
tæki eignarnámi allar kröfur lán-
veitenda með veði í íbúðarhúsnæði.
Ég benti á þá einföldu staðreynd, að
eignarnámi fylgja afdráttarlausar
skyldur um eignarnámsbætur. Ef
farið yrði að tillögu talsmannsins
myndi eignabótakrafan nema sam-
anlagðri fjárhæð allra krafnanna
og skattborgarar yrðu að standa
skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn
lagði svo til, að opinberri nefnd
yrði falið að afskrifa kröfurnar
eftir tilteknum reglum. Ég benti á
að þá væri verið að afskrifa kröf-
ur, sem komnar væru í eigu rík-
isins og enginn stæði undir þeim
afskriftakostnaði annar en skatt-
borgarar. Talsmaður neytenda
fullyrti í viðtali við Kastljós, að
yrðu tillögur hans samþykktar
myndu þær nánast ekki kosta neitt
nema kostnað við störf umræddr-
ar nefndar. Ég benti á að það væri
þvættingur. Þessi úrræði væru leið
til þess að velta öllum vanda lán-
veitenda íbúðalána yfir á herðar
skattborgara.
Ekkert af þessu hrekur Bene-
dikt. Hann einfaldlega getur það
ek k i . H a n n
hefur engin rök
til þess. Þess í
stað veitist hann
með skattyrð-
um að Jóhönnu
Sigurðardótt-
ur og Stein-
grími J. Sigfús-
syni fyrir að
hafa ekki viljað
hlíta hans leið-
sögn en ver svo
mestri umfjöll-
un sinni í að andmæla verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga, sem verið
hefur lengi eins og bögglað roð
fyrir brjósti honum. Vissulega
væri ástæða til þess að ræða þau
mál á grundvelli heiðarlegra sam-
ræðustjórnmála. Ég nefnilega man
vel þá tíma, þegar sparifé lands-
manna brann upp á verðbólgubáli
í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu;
þegar nánast allur sparnaður lands-
manna varð að vera lögþvingað-
ur; þegar aðgangur að lánsfé var
skammtaður því lán var nánast
sama og gjöf; þegar skömmtunar-
stjórarnir voru stjórnmálamenn á
þingi, í bankaráðum og við stjórn
bankanna; þegar víxileyðublöð frá
öllum bankastofnunum og spari-
sjóðum landsins voru í hillum við
hliðina á innganginum að fundar-
sal alþingis og svokallaðir „fyrir-
greiðslustjórnmálamenn“ gengu
um ganga með víxileyðublöðin
standandi upp úr öllum vösum.
Verðtrygging fjárskuldbindinga
batt enda á þennan tíma. Helsti
baráttumaður fyrir þeirri lausn
hét Vilmundur Gylfason. Hún var
leidd í lög fyrir tilstuðlan þáver-
andi formanns Framsóknarflokks-
ins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum,
sem við hann eru kennd. Fyrir til-
stilli þeirrar breytingar var opnuð
leið til sparnaðar og um leið greið-
ur aðgangur jafnt fólks sem fyrir-
tækja að lánum. Skömmtunarstjór-
arnir hurfu eins og dögg fyrir sólu.
Engin víxileyðublöð sjást lengur í
nágrenni við fundarsal Alþingis –
og slík blöð standa ekki lengur upp
úr vösum fyrirgreiðslustjórnmála-
manna. Fólk hefur einfaldlega ekki
þurft á þeim að halda til þess að fá
aðgang að lánum.
Mér er ljóst, að margt fólk á nú
við erfiðleika að etja vegna skuld-
setningar. Þeim þarf að bjarga, sem
hægt er – en sumum er einfaldlega
ekki hægt að bjarga. Þeim, sem
farið hafa offari í að reyna að lifa
á sparnaði annarra verður ekki
bjargað. Sú ómótmælanlega stað-
reynd, að íslensk heimili gerðust í
góðæri skuldsettustu heimili í víðri
veröld segja mikla sögu. Sú skuld-
setning var ekki nauðung. Hins
vegar er mikill ábyrgðarhluti að
reyna að telja fólki trú um, að hægt
sé að bjarga skuldurum án þess að
það kosti nokkurn neitt. Engin slík
lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar
aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu
leggjast annars vegar á skattborg-
ara – þ.á m. á þá sem notuðu góð-
ærið til þess að greiða skuldir sínar
eða ekki skuldsettu sig umfram
greiðslugetu – og hins vegar á lán-
veitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir
eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem
þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni
og kemur þá skuldayfirtakan til
viðbótar og mun falla á núverandi
lífeyrisþega og lífeyrisþega fram-
tíðarinnar með skertum lífeyri. Og
þeir eru fólkið, sem enn á sparifé
sitt í bönkum og sparisjóðum lands-
ins. Óhjákvæmilegt er með öllu að
tjóni bankanna muni verða velt yfir
á innistæðueigendur því bankarn-
ir eru ekkert annað en milliliðir á
milli þeirra, sem hafa lánað þeim
fé og hinna, sem hafa tekið það fé
að láni.
Í heiðarlegum samræðustjórn-
málum felst að ræða hlutina eins
og þeir eru en ekki að telja fólki trú
um að hægt sé að yfirtaka skuld-
ir fólks án þess að það kosti nokk-
urn nokkuð. Að predika slík sjónar-
mið á tímum eins og við nú lifum er
beinlínis háskaleg blekking.
Höfundur er
fyrrverandi ráðherra.
Háskaleg blekking
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
UMRÆÐAN
Marín Þórsdóttir skrifar um megrunar-
lausa daginn
Hvernig væri lífið ef allir dagar væru opinberir frídagar frá hugsunum
um mat, megrun og líkamsvöxt? Væri
ekki ljúft ef holdafar skipti ekki máli og
eigendur mjórra og feitra líkama bæru
jafn mikla virðingu fyrir sínum kropp-
um? Væri lífið ekki frábært ef við gætum
borðað ljúffengan mat án samviskubits?
Hvers vegna erum við svona upptekin af útliti
og sannfærð um að sveltur kroppur sé heil-
brigðari en sá holdugri? Hugmyndir okkar um
heilbrigði virðast svo brenglaðar að þeim mun
vannærðari sem kroppurinn er, því fallegri og
heilbrigðari teljum við hann vera. Það er ágætt
að 6. maí ár hvert getum við fagnað Megrunar-
lausa deginum. Þennan dag er fólk hvatt til þess
að hugsa ekki um holdafar sitt né annarra. Fólk
er hvatt til að hugsa vel um heilsuna og bera virð-
ingu fyrir líkama sínum, sama hvaða stærðar
hann er.
Það frábæra við Megrunarlausa daginn
er að allir geta tekið þátt, því breytingin
sem þarf gerist í huga hvers og eins. Það
þarf ekki að fara á fundi með kröfuspjöld
eða leggja til peninga sem eru ekki til.
Það eina sem þarf er að fá ekki samvisku-
bit yfir því sem maður borðar.
Önnur einföld leið til að fagna deginum
er að hrósa náunganum fyrir eiginleika
sem byggjast ekki á útliti. Við búum í
samfélagi þar sem hæfileikaríkt og klárt
fólk er á hverju götuhorni; finnum eitt-
hvað bitastæðara en útlitið til að hrósa fyrir.
Fyrir þá öflugustu er ekki vitlaust að ráðast á
fataskápinn og henda út öllum flíkunum sem ætl-
unin var að komast í seinna og fara með í Rauða-
krossgámana. Þar öðlast fötin nýtt líf og koma
best að notum. Hættum að setja lífið í bið þar til
við komumst í það form sem við teljum eftirsókn-
arvert. Fögnum deginum í dag í þeim líkama sem
við erum í og njótum lífsins.
Höfundur er mannfræðingur og forstöðumað-
ur Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða
kross Íslands.
Frí frá megrun og útlitsáhyggjum
MARÍN
ÞÓRSDÓTTIR
Brotlending
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, kallar það brotlend-
ingu stjórnarflokkanna ef rétt
reynist að þeir ætli að leggja
spurninguna um aðildar-
viðræður í dóm Alþingis. Í
samtali við Vísi segir Bjarni
það „með ólíkindum að
ríkisstjórnin ætli að hreyfa
sig í jafn mikilvægu
máli án þess að vera
sammála“. Þetta er
réttmæt ábending
hjá Bjarna, það kæmi
að minnsta kosti
spánskt fyrir sjónir
ef ríkisstjórnin er
ekki einhuga í svo
mikilvægu máli.
Ber ekki að fagna því?
En um leið ætti þessi niðurstaða
að vera Bjarna fagnaðarefni. Hann
er jú formaður flokksins sem með
málþófi kom í veg fyrir
stjórnarskrárbreytingar
rétt fyrir þinglok, á
þeim forsendum að
ekki mætti hreyfa við
jafn mikilvægu máli
nema með
víðtækri
sátt á
þinginu.
Frestað fram á sunnudag
Það er vinsæll samkvæmisleikur að
spá og spekúlera í hugsanlegt nafn á
væntanlegri ríkisstjórn. Sumir spáðu
því að stjórnarsáttmáli VG og Sam-
fylkingarinnar yrði kynntur 1. maí til
að festa nafnið 1. maístjórnin, eða
einfaldlega Maístjórnin, í sessi, en
af því varð ekki. Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur sagst vongóð um að
stjórnarsáttmálinn verði tilbúinn
um næstu helgi. Er eitthvað
sérstakt að gerast þá sem
hægt er að kenna stjórnina
við? Jú, á laugardag er
Evrópudagurinn haldinn
hátíðlegur. Veit Steingrím-
ur af því?
bergsteinn@frettabladid.is
sex saman í p
akka
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
58
61
0
4/
09
B
irtingarmyndir efnahagshrunsins eru margvíslegar
og nýjar hliðar hrunsins sýna sig nánast dag hvern.
Atvinnuleysi hefur aukist viku frá viku og mun vera
komið yfir níu prósent. Hin augljósa afleiðing atvinnu-
leysis er fjárhagsleg en jafnljóst er að félagslegar
afleiðingar eru einnig þungbærar.
Tilvera sem áður virtist trygg er nú ótrygg. Skuldbindingar sem
stofnað var til miðað við að forsendur um innkomu myndu ekki
breytast verða óyfirstíganlegar og bara möguleikinn á að fjárhags-
legar stoðir heimilisins geti brostið veldur miklu óöryggi.
Ríkisstjórnin setti í febrúar síðastliðnum á fót vinnuhóp sem
meta átti áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Þessi
vinnuhópur sendi frá sér áfangaskýrslu ásamt tillögum að
úrlausnarefnum fyrir nokkrum vikum.
Í skýrslunni er meðal annars fjallað um aukið heimilisofbeldi
sem fylgifisk kreppu. Greint er frá því að þrátt fyrir að komum í
Kvennaathvarfið hafi ekki fjölgað eftir að kreppan skall á þá hafi
sú breyting orðið að komum erlendra kvenna hafi fækkað veru-
lega og einnig að nú sé algengara en áður að konur fari heim úr
Kvennaathvarfinu í óbreyttar aðstæður, þ.e að þær snúi til baka í
ofbeldissamböndin.
Í slæmu efnahagsástandi aukast líkur á að konur sem sæta heim-
ilisofbeldi einangrist. Við atvinnuleysi rofna félagsleg tengsl sem
myndast gegnum vinnu og þannig fækkar möguleikum kvenna
á að greina frá ofbeldinu og biðja um hjálp. Augljóst er að þetta
á ekki síst við um erlendar konur sem hafa minna félagslegt net
en þær sem eiga hér frændgarð og tengslanet sem byggst hefur
upp frá barnæsku. Þannig verður erlend kona enn bundnari manni
sínum, bæði félagslega og fjárhagslega og á því erfiðara með að
slíta sambúð en áður.
Í viðtali við Fréttablaðið hér framar í blaðinu segir Bryndís
Ísfold Hlöðversdóttir, formaður vinnuhópsins, að Jafnréttisvaktin
hafi lagt til að lögð verði fram forvarna- og viðbragðsáætlun gegn
hættu á heimilisofbeldi. Þá verði stuðningur við fórnarlömb aukinn
til dæmis gegnum Kvennaathvarfið og Stígamót.
Ljóst er að auk þeirra verkefna sem við blasa, svo sem að koma
til móts við þann ört stækkandi hóp fólks sem ekki ræður við að
borga af eignum sínum, þá eru fjölmörg önnur verkefni sem bíða
úrlausnar. Þau verkefni snúa að minna áþreifanlegum en þó afar
afdrifaríkum afleiðingum efnahagshrunsins.
Eitt af þeim er að tryggja að þau samtök sem stutt hafa við
fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis, þar á meðal heimilisofbeldis,
hafi fjárhagslegt bolmagn til að mæta auknum og breyttum
verkefnum.
Skipan Jafnréttisvaktarinnar var meðal fyrstu verka ríkisstjórn-
arinnar sem nú situr við að endurnýja stjórnarsáttmála sinn. Sú
hætta er alltaf fyrir hendi að nefndir séu skipaðar en minna verði
um að tillögur þeirra birtist í verkum.
Jafnréttisvaktin getur gegnt veigamiklu hlutverki á næstu
misserum en aðeins ef vinna hennar verður nýtt í áþreifanlegum
verkum.
Jafnréttisvaktin getur orðið vegvísir.
Duldar afleiðing-
ar efnahagshruns
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871