Fréttablaðið - 06.05.2009, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 06.05.2009, Qupperneq 17
6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 6. maí 2009 – 18. tölublað – 5. árgangur VIÐSKIPTI Eitt uppgjör – betri yfi rsýn Nýttu kosti þess að hafa allt á einum stað. Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð í færsluhirðingu fyrir öll greiðslukortaviðskipti. Græna prentsmiðjan Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengd- um gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörð- um króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagn- vart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarn- ar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Frétta- blaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab Skuldir Björgólfs jukust verulega Vikuleg vefráð Skilar heimasíðan árangri? Finnur Oddsson Upplýsingagjöf og gagnsæi 6 „Velta með hlutabréf dreifist á tiltölulega fá félög. Því þarf ekki mikið til að breyta meðaltalinu,“ segir Magnús Harðarson, for- stöðumaður viðskiptasviðs Nas- daq OMX Iceland. Hann bend- ir á að páskarnir spili inn í. Við- skiptadagarnir hafi verið færri en í fyrri mánuði auk þess sem dragi úr veltu í kringum frídaga. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í nýliðnum mán- uði námu tæpum 1,8 milljörðum króna, eða um 99 milljónum króna á dag. Til samanburðar nam velt- an 4,4 milljörðum króna í mars. Samdrátturinn nemur um sextíu prósentum. Mest voru viðskipti með hluta- bréf Marel Food Systems og Öss- urar. Markaðsvirði skráðra fé- laga var 176 milljarðar króna í lok mánaðar en það var 1,2 prósenta hækkun á milli mánaða. Össur var jafnframt stærsta félagið en markaðsvirði þess nam rúmum 39 milljörðum króna í lok mánaðar. Þá kemur fram í yfirliti Kaup- hallarinnar að Saga Capital var með mestu hlutdeildina, eða 39,9 prósent í mánuðinum. Næst á eftir fylgdi Íslandsbanki með 22,1 prósents hlutdeild. - jab Minni velta í Kauphöllinni MAGNÚS HARÐARSON Frídagar í kring- um páskana valda því að viðskipti með hlutabréf drógust saman á milli mánaða í Kauphöllinni í apríl. MARKAÐURINN/GVA Danir hagnast | Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hagn- aðist um 1,6 milljarða danskra króna á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 36 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta afskrif- aði bankinn átta milljónir danskra króna af lánasafni sínu. Skammar bankamenn | Banda- ríski öldungurinn Warren Buff- ett sakaði bankamenn um græðgi á ársfundi fjárfestingarfélagsins Berkshire Hathaway um helgina. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á fjármálakreppunni, sem hefur legið sem mara yfir efnahagslífi heimsins í næstum tvö ár. Viðkvæmir markaðir | Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði á fundi með bandarískum öldungadeildarþing- mönnum í gær líkur á að botni á fjármálamörkuðum væri náð. Þeir mættu hins vegar við miklu og því mætti reikna með sveiflum fram eftir ári. Skoða Google-stjórann | Banda- ríska fjármálaeftirlitið skoðar nú aðkomu Erics Schmidt, for- stjóra Google, að öðrum fyrir- tækjum. Sérstaklega er í skoðun seta hans í stjórn hátæknirisans Apple. Hún er talin stangast á við samkeppnislög. Ferðaþjónustan Lúxusferðir laða að ferðamenn 2 Óli Kristján Ármannsson skrifar „Við köllum á tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir á morgun ákvörðun sína um stýrivexti, en skugga- bankastjórnin mælist til að vextir verði nú lækk- aðir um þrjú prósentustig, þannig að þeir verði á eftir 12,5 prósent. Aukinheldur mælist skuggabanka- stjórnin til þess að Seðlabankinn tilkynni þegar um þá fyrirætlan sína að lækka vexti um önnur þrjú pró- sentustig í byrjun júní þannig að þeir fari á þessu fjögurra vikna tímabili niður í 9,5 prósent. Þannig nálgist landið það raunstýrivaxtastig sem sé í öðrum hávaxtaríkjum. Fari peningastefnunefndin þá leið sem skugga- bankastjórnin leggur til hverfur hún frá áður yfirlýstu ferli „varfærinna“ lækkana. „Aðferðafræð- in sem fylgt hefur verið um litlar breytingar og sjá síðan til er einfaldlega ekki viðeigandi lengur, ef ekki beinlínis hættuleg,“ segir Þórður. Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Ís- landsbanka, segir aðra þætti en stýrivaxtastigið, svo sem uppbyggingu efnahagslífsins, skipta meira máli hvað varðar gengi krónunnar og Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir löngu tímabært að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta. Hvarvetna í heiminum hafi seðlabankar beitt sér gegn kreppunni með þeim hætti. Sjá síður 4 og 5 Tímamótaákvörðun þarf um stýrivextina Skuggabankastjórn Markaðarins segir smá skref í vaxta- lækkunum kunna að vera hættuleg. Veglega lækkun þurfi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.