Fréttablaðið - 06.05.2009, Side 29

Fréttablaðið - 06.05.2009, Side 29
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2009 Ú T T E K T Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði, hvort sem þær eru byggðar eða keyptar. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán er 20 milljónir, að meðtöldum áhvílandi lánum framar í veðröð. Lánstími er 5 til 40 ár. INGÓLFUR BENDER Ekki ástæða til smærri skrefa Talsvert hefur dregið úr verðbólgu frá síðustu vaxtaákvörðun nefndar- innar 7. apríl síðastliðinn. Mælist verðbólgan nú 11,9 prósent en var 15,2 pró- sent þegar vaxtaákvörðun- in í mars var tekin. Spáir Greining Íslandsbanka því að verðbólgan verði komin niður í verðbólgu- markmið Seðlabankans fyrir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar eru litlar. Dregið hefur enn frekar úr eftirspurn á vinnumarkaði og atvinnu- lausum fjölgað. Þá virðist launaþrýstingur óveru- legur. Vísbendingar eru um að enn hafi dregið úr innlendri eftirspurn og eru væntingar neytenda til efnahags og atvinnulífs litlar þó þær hafi hækkað aðeins undanfarið. Fyrir síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar í apríl hafði krónan lækkað allnokkuð á stuttum tíma, um 9 prósent frá vaxtaákvörð- un nefndarinnar í mars. Taldi nefndin þá að veik staða krónunnar stafaði af tímabundnum þáttum svo sem tiltölulega miklum árstíðabundnum vaxtagreiðslum af skuldabréfum erlendra aðila í íslenskum krónum. Síðan hefur krónan hins vegar lækkað enn frekar, um nær 2 prósent. Núverandi stýrivaxtastig er að mínu mati ekki ráðandi fyrir þessa þróun krónunnar. Höft á gjaldeyrismarkaði koma í veg fyrir það. Munur inn- lendra og erlendra vaxta er enn umtalsverður eftir lækkunina og því umtalsverður stuðningur við krónuna þegar að floti kemur. Horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum og í utanríkisviðskiptum hafa versnað enn frá stýrivaxtaákvörðuninni í apríl. Borist hafa tölur sem sýna að framleiðsla stærstu iðnríkja heims hefur dregist umtalsvert saman undanfarið og víða umfram væntingar. Samdrátturinn var þannig 6,3 pró- sent í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi þessa árs. Kreppan hefur verið að dreifa sér víðar þar sem samdráttur í utanríkisviðskiptum, aukin vanda- mál í fjármálageiranum og leiðrétting á húsnæðisverði eru að draga úr vexti ríkja í Vestur-Evrópu og Asíu svo eitthvað sé nefnt. Í ljósi ofangreinds mæli ég með því að stýrivextir bankans verði lækk- aðir um 3,0 prósentur niður í 12,5 prósent. Ég tel ekki ástæðu til að taka þessa lækkun í smærri skrefum þar sem hver dagur í hávaxtaumhverfi er fyrirtækjum og heimilum í landinu dýrkeyptur og biðin skilar engu. Niðurstaða: þriggja prósentustiga lækkun ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Raunhæfar forsendur ráði för Vaxtaákvörðun þarf að styðjast við raunhæfar for- sendur um þróun verðlags, horfur á gjaldeyrismark- aði og almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum. Allir þessir þættir ættu að leiða til umtalsverðrar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans. • Algjör umskipti hafa orðið í verðlagsþróun eins og sést af því að árshækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði í mars og apríl er innan við tvö prósent. • Ekki er fyrirsjáanlegt að forsendur séu til að afnema gjaldeyrishöftin fyrr en teknar hafa verið ákvarð- anir um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Gengi krónunnar ræðst á nánast óvirkum markaði þar sem koma að þrír ríkis- bankar auk Seðlabankans og er því í raun á ábyrgð stjórnvalda. • Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum einkennast af alvarlegri kólnun, óvið- unandi starfsskilyrðum fyrirtækja vegna óhóflegs fjármagnskostnaðar og vaxandi atvinnuleysi í kjölfarið. Í þessu ljósi er löngu tímabært að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætlun um frekari lækkun vaxta á komandi tíð. Hvarvetna í nágrannalöndunum hafa seðlabankar beitt sér gegn kreppunni með verulegri lækkun stýrivaxta, sem víðast hvar liggja á bilinu 0 til 2 pró- sent meðan hér eru hæstu vextir á byggðu bóli. Því ber að fagna að stjórnvöld hafi leitað samninga við eigendur jöklabréfa með það að markmiði að viðunandi jafnvægi ríki milli hagsmuna þessara aðila og innlends gjaldeyrismarkaðar. Atvinnulíf og heimili hér á landi búa við hruninn gjaldmiðil og ekki fyrir- sjáanlegt að hægt sé að gera hann starfhæfan nema til bráðabirgða og þá í samstarfi við erlenda aðila. Af þessum sökum má ekki dragast að taka upp viðræður um samstarf í gjaldeyris- og peningamálum við Evrópusambandið á grundvelli umsóknar Íslendinga um aðild að bandalaginu. Engin leið er til þess að reisa við efnahag þjóðarinnar nema á grund- velli skýrrar stefnu um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Hún er forsenda þess að takast megi að styrkja gengi krónunnar og að Íslendingar búi við frjáls gjaldeyrisviðskipti að nýju sem nauðsynlega forsendu hag- sældar í landinu. Niðurstaða: þriggja prósentustiga lækkun ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Komið er að tímamótum Ég tel að nú sé tilefni til að marka tímamót í vaxtamálum – og legg til að vextir verði lækkaðir í tveimur þriggja prósenta skrefum niður í 9,5 prósent. Fyrra skrefið verði stigið á fimmtudaginn kemur – í 12,5 prósent – og það síð- ara á næsta vaxtaákvörðun- ardegi þar á eftir, 4. júní. Þá verði vextir lækkaðir í 9,5 prósent. Síðari ákvörðunina er sjálfsagt að binda skil- yrðum um að þróun efna- hagsmála verði í samræmi við áætlanir fram að þeirri ákvörðun. Það er sannarlega tímabært að skipta um gír í vaxtamálum. Í því sam- bandi nægir að benda á að útgjöld þjóðarbúsins hafa dregist stórlega saman, afgangur af vöruskipta- jöfnuði er umtalsverður, atvinnuleysi er meira en nokkru sinni áður og verðbólga er hverfandi. Engin hætta er því á þenslu í efnahagslífinu. Aftur á móti er veruleg hætta á ofkólnun í hagkerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Framhald ofur- vaxta getur dýpkað og lengt kreppuna svo um munar og því valdið meiri þjáningum en þörf er á. Þegar litið er til annarra landa má sjá að raunstýrivextir í traustum ríkjum hverfast um þessar mundir um núllið en í hávaxtaríkjum liggja þeir á bilinu 2 til 4 prósent. Hjá okkur eru raunstýrivextirnir tvöfalt til fjórfalt hærri en í umræddum hávaxtaríkjum. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Í mínum huga er enginn vafi á því að besta einstaka hagstjórnar- aðgerðin til að forða okkur frá of djúpri dýfu í efnahagsmálum og óþörf- um þjáningum er umskipti í vaxtamálum. Það er einnig besta aðgerðin til að búa í haginn fyrir bata. Þá er enn fremur brýnt að skýra frá fyrirhugaðri vaxtabreytingu í júní með skilyrtum hætti. Hér að baki liggur að menn viti við hverju er að búast svo fremi sem áætlanir gangi eftir. Aðferðafræðin sem fylgt hefur verið um litlar breytingar og að sjá síðan til er einfaldlega ekki viðeigandi lengur, ef ekki beinlínis hættuleg. Trúverðugleika út á við kann að vera teflt fram gegn vaxtalækkunum í þessa veru. Fátt annað kæmi til álita hjá þeim sem vilja fara „varlega“. Ég tel hins vegar að trúverðugleika okkar sé teflt í tvísýnu ef við getum ekki sannfært umheiminn um að hærri raunstýrivextir en í helstu hávaxtalöndum séu skaðlegir fyrir íslenskt efnahagslíf. Niðurstaða: þriggja prósentustiga lækkun S K U G G A B A N K A S T J Ó R N M A R K A Ð A R I N S

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.