Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 36
20 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR Söngvarinn Yusuf Islam, sem áður hét Cat Stevens eða Högni Stefáns upp á íslensku, segir að hljómsveitin Coldplay hafi stolið lagi sínu Foreigner Suite og notað í hið vinsæla Viva La Vida. Ekki er langt síðan gítarleikarinn Joe Sat- riani sakaði Coldplay um lagastuld í tengslum við sama lag. „Það hefur verið talað um að Coldplay hafi stolið melódíu af Joe Satriani,“ sagði Islam. „En ef þið hlustið þá er þetta mitt lag.“ Þrátt fyrir þetta er óvíst hvort hann ætlar að höfða mál gegn sveitinni. Árið 2003 samþykkti hljómsveitin The Flaming Lips að skipta höfundar- launum af laginu Fight Test með Islam eftir að það var talið of líkt lagi hans Father and Son. folk@frettabladid.is > ÓSMEKKLEG KATY PERRY Söngkonan Katy Perry gerir grín að svínaflensunni á bloggsíðu sinni. „Þar sem svínaflensan er mikið í tísku vildi ég vera viss um að vera með á nótunum með svínaflensuhringinn minn!“ skrif- ar hún og virðist ekki átta sig á al- varleika málsins. Katy sýnir mynd af hring sínum og telur þetta allt vera hið fyndnasta mál. Hundr- uð manna hafa látist úr svínaflensunni. Högni hjólar í Coldplay Vilhjálmur og Harry Bretaprins- ar hafa gengið til liðs við föður sinn Karl í baráttunni gegn eyð- ingu regnskóganna. Í níutíu sekúndna myndbandi sem var frumsýnt á netinu koma prins- arnir fram ásamt tölvugerðum froski og stjörnunum Harrison Ford, Daniel Craig, Robin Willi- ams, Dalai Lama, Pele og Joss Stone. Karl Bretaprins hefur stutt umhverfisvernd í fjölda ára og í þessari nýjustu herferð, sem hefur staðið yfir und- anfarna mánuði, hefur hann vakið athygli á eyðingu regnskóga víðs vegar um heim- inn. Með því að sýna myndbandið á net- inu vildi hann ná til stærri hóps fólks en áður í von um að fá sem flesta í lið með sér. „Markmið okkar, með ykkar hjálp, er að stofna netsamfélag sem berst fyrir verndun regnskóganna. Án þeirra munum við tapa baráttunni við þær stórhættulegu loftslagsbreytingar sem steðja að okkur,“ segir Karl á síðunni. „Með því að nýta okkur styrk netsins geta mismunandi sam- félög sameinast um að koma skoðunum sínum á framfæri á einum og sama staðnum.“ Prinsarnir vernda regnskóga CHRIS MARTIN Meðlimir Coldplay aftur sakaðir um lagastund. YUSUF ISLAM Islam hefur sakað Coldplay um að hafa stolið lagi sínu Foreigner Suite. DANIEL CRAIG Craig, betur þekktur sem James Bond, kemur fram í myndbandinu. VILHJÁLMUR Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry vilja bjarga regnskógunum. Kvikmyndastjörnur eru frægar fyrir að láta ýmis- legt gossa í samtölum sínum við fjölmiðla. Nú er Nicole Kidman hins vegar nóg boðið og sakar breskt tímarit um skáldskap. Óhætt er að segja að hárin hafi risið á slúðurblaðamönnum í Bandaríkjunum þegar þeir lásu nýtt viðtal við Nicole Kidman í breska blaðinu Easy Living, því þar mátti sjá sjaldséða árás henn- ar á fyrrum eiginmanninn Tom Cruise. Samkvæmt Easy Living- viðtalinu vildi Kidman meina að hún hefði einungis verið upp á punt fyrir ofurstjörnuna smávöxnu. „Við fórum saman á Óskarsverð- launin og ég hugsaði alltaf að ég væri þarna til að styðja við bakið á honum. Mitt starf var að finna fallegan kjól, láta sjá mig en ekki segja orð,“ er haft eftir Kidman í viðtalinu. Þetta brýtur óneitanlega í bága við það „heiðurssamkomulag“ sem ríkt hefur á milli Kidman og Cruise síðan þau skildu árið 2001 eftir ellefu ára hjónaband. Þau hafa nefnilega ætíð talað fallega um hvort annað þegar sambandið ber á annað borð á góma í viðtölum. Og þess var heldur ekki langt að bíða þar til fjölmiðlafulltrúi Kidman birtist í fjölmiðlum til að leiðrétta þenn- an misskilning. „Viðtalið er mán- aðargamalt og orð Kidman voru tekin úr samhengi,“ sagði Cath- erine Olan við vefsíðuna TheCe- lebrityTruth.com. Olan bætti því við að Kidman hefði aldrei farið í viðtal við blað með þessu nafni og því væru orð hennar hálfgerð- ur skáldskapur. Þetta er nokkuð skondið þar sem Olan var í setningunni á undan búin að viðurkenna að umrætt viðtal væri mánaðargamalt. Eins og almenningur ætti að vita er Kidman nú gift kántrýhetjunni Keith Urban en Tom Cruise er að sjálfsögðu gift- ur leikkonunni Katie Holmes. KIDMAN BÁLREIÐ EKKI SATT Fjölmiðlafulltrúi Nicole Kidman gaf frá sér misvísandi yfirlýsingu þar sem viðtal við Nicole Kidman var sagt mánaðargamalt en á öðrum stað var það sagt vera skáldskapurinn einn. NORDOCPHOTOS/GETTY BARA UPP Á PUNT Nicole sagði í viðtalinu að hún hefði bara verið upp á punt í hjónabandi sínu og Cruise. Upplýsinga- og samskiptatækni Styrkir til rannsókna í 7. Rannsóknaáætlun ESB Markmið áætlunarinnar er að bæta samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs og að skapa ramma um framtíðarþróun upplýsinga- og samskiptatækni til að mæta þörfum þjóðfélagsins og hagkerfisins. Upplýsinga- og samskiptatækni er kjarni þekkingarþjóðfélagsins og með starfi og styrkjum áætlunarinnar verður rennt styrkari stoðum undir vísinda- og tæknigrunn Evrópu og tryggt verði að hún verði í forystu á þessu sviði. Dagskrá: Upplýsinga- og samskiptatækni í 7. Rannsóknaáætlun ESB Oluf Nielsen, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB. Reynsla af þátttöku í verkefni á vegum áætlunarinnar Kristinn R. Þórisson, Háskólanum í Reykjavík Aðstoð í boði fyrir væntanlega umsækjendur Aðalheiður Jónsdóttir, alþjóðasviði Rannís Fyrirspurnir Fundarstjóri Sigurður Björnsson, Rannís Fundargestum verður boðið upp á léttan morgunverð. Vinsamlegast sendið tilkynningu um þátttöku á netfangið rannis@rannis.is Boðið verður upp á stutta einstaklingsfundi með Oluf Nielsen eftir hádegi. Áhugasamir geta pantað tíma hjá Rannís í síma 515 5800, eða á rannis@rannis.is. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is 2007-2013Kynningarfundur á vegum Rannísföstudaginn 8. maí Grand Hótel Reykjavík 9:00-11:00 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, fundi, námskeið og veislur. Salir og fundarherbergi fyrir 8-120 manns. Fjölbreyttur tækjabúnaður er til staðar Kynnið ykkur þjónustuna á gerduberg.is og galleryfiskur.is Miðvikudaginn 6. maí kl. 20 Verið velkomin á Handverkskaffi í Gerðubergi Bókverk - Bækur sem listaverk Umsjón: Sigurborg Stefánsdóttir, myndlistarkona 6. og 8. maí kl. 20 Kvæðamannafélagið Iðunn Kvæðalagaæfing á miðvikudagskvöld og síðasti félagsfundur vetrarins á föstudagskvöld Allir velkomnir Viltu vera vinur Gerðubergs? Kíktu á www.facebook.com! EFRI HÆÐ: Heyrðist eins og harpan væri að gráta NEÐRI HÆÐ: Myrkur sannleikur - Kolanámumenn í KínaSýningar:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.