Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SVEITARSTJÓRNARMÁL „Það er því ekki nokkur einasta undankomu- leið frá því að ræða allar möguleg- ar lausnir, þó það sé viðkvæmt. Hér er nefnilega um að tefla atvinnu- öryggi fjölda manns,“ segir Hall- dór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Hann telur fjárhagserfiðleika sveitarfélaganna meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi árs. Skuldir sveitarfélaganna voru um 240 milljarðar króna í árslok 2008 og höfðu þá aukist um rúm- lega 40 milljarða á einu ári. Er þá um langtíma- og skammtímaskuld- ir að ræða, lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar vegna einka- framkvæmda. Af þessum skuldum eru allt að 50 milljarðar í erlendri mynt, sem er gott sem að sliga mörg sveitarfélög. Hversu slæm staðan raunverulega er er mönnum ekki að fullu ljóst að mati SÍS. Þetta kom fram á sam- ráðsfundi sambandsins í gær. Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs SÍS, segir að því verði ekki neitað að staða sveitarfélaganna sé graf- alvarleg. „Ég held að niðurstaða fundarins hafi verið að skipta verð- ur um gír. Það er enginn að tala lengur um skammtímalausnir. Það sem sveitarfélögin standa frammi fyrir í stuttu máli eru minnkandi tekjur, gríðarlega háar skuldir og aukin útgjaldaþörf. Útgjaldaþörfin kemur ekki síst til vegna atvinnu- leysis sem birtist í hærri bótum, aukinni þörf á félagslegri þjón- ustu og fjárhagsaðstoð við hina verst settu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sagði að um leið og samstarf íbúa og sveitarfélaga væri lífsnauðsynlegt kæmi annað og meira til. „Við verðum að breyta hefð- bundnum reglum í stjórnmálum og hætta þessum innbyrðis átök- um. Það eru ekki hefðbundnir tímar í íslensku samfélagi og ef við svörum ekki kallinu þá höldum við áfram á sömu braut, þyngjum skuldabaggann og rífum frá kom- andi kynslóðum þá grunnþjónustu sem þau verða og eiga að fá.“ - shá / sjá síðu 6 34% 74% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið er með 117% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... FIMMTUDAGUR 14. maí 2009 — 114. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓHANNA SVALA RAFNSDÓTTIR Á ekki í vanda með að velja föt á morgnana • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þessi kjóll er úr Selekzion-línunni frá Nikita. Hún er meira stíluð inn á eldri kúnnahóp en Nikita hefur verið þekkt fyrir, að minnsta kosti hér á landi,“ segir Jóhanna Svala Rafnsdóttir, sem starfar sem graf-ískur hönnuður hjá Nikita. „Fötin í þessari línu eru fínni og pæju-legri en aðrar flíkur frá Nikita. Mér finnst þessi kjóll sérstaklega skemmtilegur að því leyti að það er hægt að breyta honum svolítið, hafa hálsmálið ýmist þröngt eða vítt. Hann virkar bæði sem fíkjóll en lík á landi. Það sem helst fæst hér eru brettaföt og götuföt, eins og víðar buxur, bolir og hettupeysur. Margir hafa saknað þess að geta ekki keypt alla línuna hér, enda fyrirtækið alíslenskt. Nú stendur til að bregðast við þessu en opna á vefverslun á næstu misserum. Þangað til geta forvitnir kíkt á heimasíðu fyrirtækisins, www.nikitaclothing.com, og skoðað það sem í boði er. Jóhanna er hl i Taívan og svo send til Íslands sem sýnishorn. „Við göngum í fötunum sjálf, til að prófa sniðin og finna hvort flíkurnar séu ekki örugg-lega að virka sem skyldi. Það er stöðug vöruþróun í gangi.“Hún þarf því sjaldan að eiga við það hversdagslega vandamál sem flestir þekkja, að eiga ekkert til að fara í á morgnana. „Þetta eralveg ágætis bónus sk l éþé Elskar afslappaða tísku Jóhanna Svala Rafnsdóttir deilir ekki því vandamáli margra að vita ekkert í hvað hún á að fara á morgn- ana. Skemmtilegur fylgifiskur vinnu hennar hjá Nikita er nefnilega að prófa splunkunýjar flíkur. Jóhanna Svala Rafnsdóttir í sumarlegum kjól frá Nikita þar sem hún starfar sem grafískur hönnuður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MICHELLE OBAMA þykir hafa puttann á tískupúlsinum. Hvíti kjóllinn eftir Jason Wu, sem hún klæddist við hátíðardansleik eftir innsetningu manns síns í forsetaembættið, hefur orðið til þess að auka mjög vinsældir kjóla með einum hlýra. www.eirberg.is • 569 3100Stórhöfða 25 Ný sending af sundfatnaði komin JARÐSKJÁLFTI Enn á eftir að bæta um eitt þúsund hús eftir Suður- landsskjálftann sem varð í fyrra. Alls hefur verið tilkynnt um tjón á um 3.600 húsum og er búið að bæta 2.665 þeirra. Ásgeir Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir verkefnið gríðar- lega umfangsmikið. Um fjörutíu til fimmtíu manns hafi verið í því að meta hús frá skjálftanum sem varð 29. maí í fyrra. „Við erum ekki að biðja um mikið, aðeins að húsið verði gert íbúðarhæft á ný,“ segir Frið- geir Jónsson á Selfossi. Hús hans skemmdist mikið í Suðurlands- skjálftanum í fyrra, en hann hefur ekki fengið úrlausn sinna mála. Ekki liggur enn fyrir kostnaðar- mat á viðgerðum. Við rannsókn kom í ljós að jarð- vegurinn undir húsinu hefur sigið umtalsvert, sautján sentimetra þar sem mest er. Friðgeir segir að fyrsta mat hafi verið viðunandi en eftir að fleiri verkfræðingar skoð- uðu húsið hafi það lækkað um tíu milljónir. „Nú vilja þeir bora holur í gólfplötuna, eina á hvern fermetra, og dæla steypu undir húsið. Það þýðir 170 holur,“ segir Friðgeir. Þar sem húsið hvílir ekki á rétt- um undirstöðum er allur burður úr lagi genginn og sést víða hvern- ig veggirnir hafa skekkst. Sólhýsi, sem hvílir á palli fyrir aftan hús, er að brotna frá húsinu og er stór sprunga á samskeytunum. Frið- geir segir málið hafa dregist fram úr hófi. „Við leggjum áherslu á að þetta klárist með hraði. Við þurfum að eiga við eldri mál, nýjar tilkynn- ingar og svokölluð viðbótartjón, en þá hafa meiri skemmdir komið í ljós. Sú vinna mun líklega halda áfram næstu árin en við vonumst til að klára þessi 1.000 hús sem út af standa á næstu mánuðum,“ segir Ásgeir. Hann reiknar með að heildarkostnaður við verkefnið verði um 7,6 milljarðar, „jafnist á við eins og ein jarðgöng“. Reikna megi með að matskostnaður sé um tíu prósent af tjónakostnaði. - kóp Um þúsund skjálfta- hús eru enn óbætt Eigendur um eitt þúsund húsa sem skemmdust í Suðurlandsskjálftanum hafa ekki fengið bætur. Kvartað er yfir hægagangi. Vinnum eins hratt og við getum, segir framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar. Kostnaðurinn er á við ein jarðgöng. Stór áfangi Fyrsti árgangur Listaháskóla Íslands útskrifast með BA-gráðu í dansi. TÍMAMÓT 26 Opið til 19 Nýtt kortatímabil LEIKLIST „Ég leik Skrögg, draugana og allt. Þarf að gera allt sjálfur,“ segir leikarinn Laddi sem í gær skrifaði undir samning þess efnis að fara með söguna, Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Bjarni Haukur Þórsson leikhús- stjóri segir ætlunina að sýna verk- ið aðeins í desember. Taka svo upp þráðinn að ári. - jbg / sjá síðu 46 Jólaævintýri ár hvert: Laddi verður Skröggur Grætur Dr. Jón Fyrirmyndin að eineygða kisa Hugleiks allur. FÓLK 38 DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON Skrifar handrit að sjónvarpsseríu Radíusbróðir og Tvíhöfði grafa stríðsöxina FÓLK 37 frístundir og námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Bréf frá Nígeríu „Smám saman veiktist naíran vegna óstjórnar í Nígeríu. Ríkisút- gjöld fóru langt fram úr skatttekj- um þrátt fyrir miklar útflutnings- tekjur af olíu eftir 1970“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 22 FRÍSTUNDIR OG NÁMSKEIÐ Tæknilegó, tarotspil, hestar og svifdrekaflug Sérblað um frístundir og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 14 18 14 1214 20 16 16 SUMAR OG SÓL Í dag verða suðaustan 5-13 m/s, hvassast með ströndum suðvestan til. Hálfskýjað eða léttskýjað víða um land. Hiti 12-20 stig, hlýjast um Mið-Norðurland. VEÐUR 4 VORVERKIN Verið var að sinna vorverkunum, háþrýstiþvo skip, við Grandagarð í Reykjavík í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Staða sveitarfélaganna alvarlegri en talið var: Sveitarfélög skulda 240 milljarða króna Það sem sveitarfélög- in standa frammi fyrir í stuttu máli eru minnk- andi tekjur, gríðarlega háar skuldir og aukin útgjaldaþörf. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON SVIÐSSTJÓRI HAG- OG UPPLÝSINGASVIÐS SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA. Blikaliðin með fullt hús Breiðablik er á toppn- um í Pepsi-deild karla og kvenna eftir leiki gær- kvöldsins. ÍÞRÓTTIR 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.