Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 2
2 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Óskar, eruð þið farin að tala eintómt hrognamál? „Já, og borðum hrogn í hvert mál.“ Metveiði hefur verið á grásleppuvertíð- inni hjá bátunum á Drangsnesi. Óskar Torfason er framkvæmdastjóri Drangs. BRETLAND, AP Breskir stjórnmála- menn keppast þessa dagana við að biðjast afsökunar, krefjast rann- sókna og skrifa ávísanir til að borga til baka til ríkissjóðs það sem þeir tóku úr honum til að greiða fyrir margvísleg útgjöld í heimilisrekstri sínum. Almenningsálitið er þeim engan veginn hliðhollt eftir að dagblaðið Daily Telegraph ljóstraði upp um athæfið í byrjun vikunnar. Dæmi voru um þingmenn sem notfærðu sér útgjaldaheimildir sínar til að kaupa mat og heimilistæki, jafnvel til að láta gera sundlaug í garðin- um heima hjá sér. Gordon Brown forsætisráðherra segir nú þurfa að grípa til róttækra aðgerða til að endurheimta traust almennings á stjórnmálamönn- um. Gera þurfi miklar breytingar á útgjaldaheimildum þingmanna, þannig að þeir notfæri sér þær ein- ungis í þágu embættisins. „Ég vona að yfirgnæfandi meiri- hluti þingmanna, og reyndar þeir allir, geti sýnt fram á að þeir séu í stjórnmálum í þágu almenn- ings, en ekki í eigin þágu,“ sagði Brown. David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins, hótaði því að reka þing- menn úr flokknum ef þeir endur- greiddu ekki útgjöld af þessu tagi. Breskir þingmenn hafa lengi neitað að gefa upp sundurliðun útgjalda sinna, en neyðast nú til þess samkvæmt nýlegum dómsúr- skurði. Um tvær milljónir útgjalda- kvittana verða birtar í júlí, sam- kvæmt þessum úrskurði, en Daily Telegraph sagðist í síðustu viku hafa komist yfir þær upplýsingar og hefur verið að birta þær smátt og smátt. - gb Almenningur í Bretlandi er stórhneykslaður á stjórnmálamönnum sínum: Þingmenn iðrast útgjalda Jagland til forystu? Thorbjörn Jagland, forseti norska Stór- þingsins, og Wlodzimierz Cimoszewicz, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, eru þeir tveir frambjóðendur sem kosið verður á milli þegar ráðherraráð Evrópuráðsins velur hinn 23. júní nýjan framkvæmdastjóra samtakanna, sem 47 ríki eiga aðild að. EVRÓPURÁÐIÐ MENNTUN „Ég er alveg upprifin eftir þessa frábæru útiveru. Krakkarnir eru svo áhugasamir um þetta og stemningin sem myndast er æðisleg,“ segir Sess- elja Traustadóttir, kennari í Álftamýrarskóla og varaformað- ur Landssamtaka hjólreiðamanna og Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Sesselja, ásamt samkennurum sínum, stendur þessa dagana fyrir námskeiði í hjólafærni fyrir nemendur í 4. og 5. bekk skólans. Námskeiðið miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni. Að sögn Sesselju taka um 75 prósent nemenda í viðkomandi bekkjum þátt í námskeiðinu. - kg Hjólafærni í Álftamýrarskóla: Miðar að því að auka öryggi HJÓLAFÆRNI Nemendur í Álftamýrar- skóla skemmtu sér hið besta á nám- skeiðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GORDON BROWN Forsætisráðherra Bretlands reynir að endurvekja traust almennings til þingmanna. NORDICPHOTOS/AFP STANGVEIÐI Netaveiði á laxi í Hvítá þrefaldaðist frá 2006 til 2008 þrátt fyrir mikil uppkaup stangveiði- manna á netveiðiréttindum í Ölf- usá og Hvítá. Stangveiðimenn eru æfir vegna þessara upplýsinga sem komu fram á ársfundi Veiði- málastofnunar. Stangaveiðifélag Reykjavík- ur hefur verið umsvifamikið í uppkaupum á netalögnum og hefur sett strangar reglur um að sleppa veiddum löxum í Sogi og Stóru-Laxá. „Því voru það miður skemmtilegar tölur sem birtust í skýrslum Veiðimálastofnunar, því netaveiðimenn sem enn stunda lax- veiði í Hvítá sáu sér leik á borði og juku við veiði sína svo um munar. Virðist þetta vera gert á kostnað verndunaraðgerða og fiskræktar á svæðinu,“ segir á vef stangaveiði- félagsins. Samkvæmt tölum Veiðimála- stofnunar veiddust 987 laxar í Hvítárnetin sumarið 2006. Það ár hófu stangveiðimenn uppkaup net- lagnanna. Sumarið 2007 veiddust 1.983 laxar í netin og í fyrrasumar veiddust 3.120 laxar. „Þetta gerist þrátt fyrir að færri net séu niðri og stórir aðilar hættir að leggja eftir samninga við SVFR,“ segir á svfr.is. „Þeir sem ekki gengu til samninga við SVFR virðast því hafa bætt í sínar veiðar svo vægt sé til orða tekið.“ Stangveiðimenn vilja að settur verði kvóti á þá bændur sem enn leggja netin. „Ljóst er að viðkom- andi aðilar munu ekki minnka við sínar veiðar að sjálfsdáðum, og virðast bera litla virðingu fyrir þeim kostnaði og fyrirhöfn sem aðrir eru að leggja af mörkum í þeirri baráttu að viðhalda laxa- stofnum Árnessýslu – ekki síst stofnum stórlaxa sem svæðið er þekkt fyrir,“ segir á svfr.is. Á vefnum votnogveidi.is er farið afar harkalegum orðum um neta- veiðimenn í vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Það sé þó einnig hneisa að leigjendur veiðiréttar standi ekki saman og njóti ekki stuðn- ings sveitarfélaganna á svæðinu. „Vitleysan sem viðgengst á þess- um slóðum leiðir hugann að því hvort að Stangaveiðifélag Reykja- víkur eigi ekki að hætta þessum þreifingum alfarið og koma sér út úr héraðinu og leyfa þessum neta- kóngum að eyðileggja svæðið. Það er flestum slétt sama um það hvort eð er,“ segir á votnogveidi.is. gar@frettabladid.is Stangveiðimenn æfir yfir netaveiði í Hvítá Laxveiði í net þrefaldaðist í Ölfusá og Hvítá frá því að stangveiðimenn hófu þar uppkaup netlagna árið 2006 og til ársins í fyrra. Stangaveiðifélag Reykjavíkur segir veitt á kostnað fiskræktar. Félagið er hvatt til að yfirgefa hreinlega svæðið. STJÓRNMÁL Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var í gær kjör- in formaður þingflokks Vinstri grænna. Álf- heiður Ingadótt- ir verður áfram varaformað- ur þingflokks- ins en Björn Valur Gísla- son tekur við af Atla Gíslasyni sem ritari þing- flokksins. Jón Bjarna- son sem nú er sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra var áður formaður þing- flokks Vinstri grænna. Guðfríður Lilja náði í síð- ustu kosningum kjöri sem fyrsti þingmaður VG í Suðvesturkjör- dæmi og Björn Valur Gíslason sem þriðji þingmaður flokksins á Norðausturlandi. - gar Vinstri græn á Alþingi: Guðfríður Lilja valin formaður þingflokksins GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhalds- úrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa nauðgað stúlku í bíl við Tryggva- götu fyrr í mánuðinum. Stúlkan sakar manninn og bróður hans um að hafa nauðgað sér en hér- aðsdómur hafði úrskurðað mann- inn í gæsluvarðhald til 5.júní næstkomandi. Hæstiréttur var ekki sam- mála úrskurði héraðsdóms og taldi ekki tilefni til þess að halda manninum á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Báðir mennirn- ir hafa því verið látnir lausir. Hæstiréttur úrskurðar: Meintur nauð- gari laus úr gæsluvarðhaldiBindisskyldan afnumin Þingmenn þurfa framvegis ekki að vera með bindi eða slifsi í ræðustól á Alþingi. Þetta var kynnt á þingi í gær en þar sátu nýir alþingismenn og kynntu sér starfsemi, siði og reglur. ALÞINGI LAXVEIÐI Stangveiðimenn vilja frekar að lax sé veiddur á stöng en í net. Netaveiði á laxi hefur þrefaldast frá árinu 2006 til 2008 þrátt fyrir uppkaup á netaveiðiréttindum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR „Þeir eru að fara frá borði og fara út í sátt. Ég borgaði það sem um var rætt,“ segir Sæmundur Árelíusson, útgerðar- maður á Óskari RE-157. Sæmundur hefur síðustu vikur deilt við sjö pólska sjómenn, sem hafa starfað og búið á skipi hans í allt að þrjú ár. Þeir neituðu að sigla fyrir hann nema þeir fengju launin sín fyrst, fyrr færu þeir ekki af bátnum. Þeir sögðu hann skulda þeim töluvert fé. Sæmundur vill ekki svara því hvort hann hafi gert upp að fullu við mennina. „Ég ætla ekki að svara því hvernig það er og þetta mál er ekki á þinni könnu lengur. Þeir eru allir ánægðir.“ Í kjölfar fréttaflutnings af verkfalli sjó- mannanna hafa nokkrir lesendur haft sam- band við blaðið til að kvarta undan útgerð Sæmundar. Hann hafi í gegnum árin svikið fjölmarga um laun. „Mér þætti gaman að tala við þá ef þú gæfir mér það upp hverjir það eru. [...] Ég er ekki neinn kennitöluflakkari. Ég hef ekki svikið nokkurn mann, mér vitanlega,“ segir Sæmundur. Ekki náðist í enskumælandi skipverja á Óskari í gær, en Jónas Þór Jónasson, lög- maður þeirra, staðfestir að Sæmundur hafi heitið því að borga tveggja vikna laun og flug fyrir þrjá mannanna til Póllands. Einnig hafi hann lofað að bjarga þeim um húsnæði fram á föstudag. Spurður um feril Sæmundar segist hann vita til að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann lendi í vandræðum með að standa í skilum með útistandandi skuldir. - kóþ Sæmundur Árelíusson mun hafa samið við áhöfnina á Óskari RE-157 í gær: Sjómennirnir fái greidd tveggja vikna laun ÁHÖFNIN Þrír mannanna fá greitt flug heim til sín, en fjórir þeirra ætla að vera á Íslandi. MYND/VÍKURFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.