Fréttablaðið - 14.05.2009, Page 4
4 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR
www.ob.is26 stöðvar um land allt.
-5kr.
VIÐ FYRST
U NOTKUN
Á ÓB-LYKL
INUM
OG SÍÐAN
ALLTAF -2K
R.
TB
W
A
\R
EY
K
JA
VÍ
K
\
SÍ
A
Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141.
ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
24°
19°
23°
18°
16°
20°
18°
24°
14°
15°
23°
18°
20°
31°
12°
22°
26°
11°
14
18 18
12
14
10
12
8
14
16
10
16
20
5
5
6
8
5
6
9
16
7
7
8
16
16
17
Á MORGUN
3-10 m/s, stífastur syðst.
LAUGARDAGUR
Hæg breytileg átt.
14
16
12
1214
18
14
12
1214
EKKERT LÁT Á
HLÝINDUM
Dag eftir dag eru
tveggja stafa hitatölur
víðast hvar á landinu
og fyrir norðan hefur
hámarkshitinn verið
á bilinu 16-19 stig
þessa vikuna. Nú er
að lægja vestanlands
og hlýja loftið heldur
að mjakast til vesturs.
Það þýðir að búast
megi við 15-20 stiga
hita víða til landsins í
dag og jafnvel næstu
daga en svalast verður
reyndar suðaustan og
austan til.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
STJÓRNMÁL „Meirihluti umhverfis-
og samgönguráðs harmar tilefnis-
lausar ásakanir og fullyrðingar
áheyrnarfull-
trúa ráðsins í
garð meirihlut-
ans og einstaka
kjörins borgar-
fulltrúa,“ segir
í bókun sem
lögð var fram
á fundi ráðs-
ins á þriðjudag
í tilefni bók-
unar Ólafs F.
Magnússonar borgarfulltrúa um
vinnubrögð vegna fyrirhugaðrar
hesthúsabyggðar í Víðidal. Ólafur
kvartaði undan því að fá ekki að
hitta fagaðila og fræðast af þeim
um þá hættu, sem gæti stafað af
hesthúsabyggðinni. „Þetta graf-
alvarlega mál ber vott um pólit-
íska fyrirgreiðslustarfsemi og
fullkomið skeytingarleysi gagn-
vart almannahagsmunum og
náttúruvernd,“ bókaði Ólafur. - gar
Enn deilt um hesthúsabyggð:
Ásakanir Ólafs
harmaðar
ÓLAFUR F.
MAGNSSON
UTANRÍKISMÁL Hverju búast má
við af aðild að Evrópusamband-
inu, hrun írska „efnahagsundurs-
ins“ og áhrif fasteignalánakerf-
is Bandaríkjanna á smáríki er
meðal þess sem frummælendur
fjalla um á málþingi í Hátíðasal
HÍ milli kl. 13 og 16 í dag.
Málþingið er níundi og jafn-
framt lokafundur fundaraðar
Alþjóðamálastofnunar og Rann-
sóknaseturs um smáríki um fram-
tíð Íslands í samfélagi þjóðanna.
Meðal frummælenda eru Her-
man Schwartz, prófessor í stjórn-
málafræði við Virginíuháskóla,
Graham Avery, heiðursfélagi St.
Antony‘s College í Oxford, og
Peadar Kirby, prófessor við Lim-
erick-háskóla á Írlandi. - aa
Málþing um alþjóðamál:
Framtíð Íslands í
samfélagi þjóða
VÍSINDI Krabbameinsleit í brjóst-
um er hagkvæm fyrir íslenskt
samfélag. Þetta er niðurstaða
nýrrar rannsóknar Helgu
Garðars dóttur.
Í rannsókninni var kostnaður
við skipulagða krabbameinsskim-
un í brjóstum borinn saman við
fjárhagslegan ávinning af henni.
Raunin er sú að hagkvæmt er að
bjóða upp á reglulega skoðun eins
og hér er gert á meðal kvenna
á aldrinum 40 til 69 ára, þar eð
krabbamein uppgötvast fyrr hjá
konum sem nýta sér skoðunina og
meðferð þess verður ódýrari. Þar
fyrir utan er dánartíðni kvenna
sem fara reglulega í skoðun 35
prósentum lægri en þeirra sem
ekki fara reglulega í skoðun.
Rannsóknin verður kynnt á
fyrirlestri kl. 12 í dag í stofu 101 í
Háskólatorgi Háskóla Íslands. - sbt
Krabbameinsskimun brjósta:
Þjóðhagslega
hagkvæm leit
LÖGREGLUMÁL Kreppan bitnar
harkalega á föngum. Vinna hefur
nánast lagst niður á Litla-Hrauni
eftir að kreppan skall á og mögu-
leikar fanga til að vinna sér inn
peninga hafa dregist verulega
saman. Fangarnir eru síður í
stakk búnir til að framfleyta
sjálfum sér.
Margrét Frímannsdóttir, fang-
elsisstjóri á Litla-Hrauni, segir að
stöðugt sé erfiðara að fá verkefni
fyrir fangana. Verkefni tengd
byggingarvinnu hafi lagst niður
og í númeraframleiðslunni sé
nánast ekkert að gera.
„Í trésmiðjunni höfum við sár-
afá eða engin verkefni nema þau
sem við reynum að búa okkur til
sjálf. Við vorum með vörubretta-
smíði. Ekkert hefur verið að gera
í því í vetur. Þetta hefur reynst
okkur mjög erfitt og þá um leið
strákunum því að stór hluti af
endurhæfingu þeirra er að hafa
vinnu,“ segir Margrét.
Fangar hafa getað keypt nauð-
synjar fyrir þá þóknun sem þeir
fengu fyrir vinnu sína og því ekki
þurft að leita á náðir fjölskyld-
unnar. Þeir hafa nú sáralitla pen-
inga milli handanna því að dag-
peningar nægja ekki fyrir einum
sígarettupakka.
„Margir þeirra eiga fjölskyldur,
eiginkonu og börn utan veggja og
þar hefur líka kreppt að. Sumar
eiginkonur hafa misst vinnuna.
Þetta hefur mikil áhrif á fang-
ana, bæði andlega og líkamlega,“
segir Margrét.
Fjölbrautaskóli Suðurlands sér
um nám í fangelsunum en fjár-
veitingar hafa verið skornar niður
til skólans. Þá hefur áformum um
að hefja byggingaframkvæmdir á
Litla-Hrauni verið frestað. Starfs-
menn á Litla-Hrauni hafa lækkað
í launum og dregið úr aukavinnu.
Mjög þröngt er í búi.
Biðlisti eftir afplánun hefur
lengst verulega. Fyrir fjór-
um árum voru fimmtíu menn á
biðlista en í dag eru þeir um 200.
Dómar hafa þyngst og afplánun-
artíminn er mjög langur. Þeir
sem taldir eru hættulegir eru
teknir strax í afplánun og sömu-
leiðis þeir sem óska eftir að fá að
afplána með stuttum fyrirvara.
ghs@frettabladid.is
Fangar peningalausir
vegna verkefnaskorts
Kreppan bitnar harkalega á föngum. Lítil sem engin vinna í boði á Litla-Hrauni
og fangarnir eiga varla fyrir sígarettum. Eiginkonur sumra hafa misst vinnuna.
Hefur bæði andleg og líkamleg áhrif á fangana, segir fangelsisstjórinn.
HAFA SÁRALÍTIÐ MILLI HANDANNA Verulega hefur dregið úr atvinnu fanga á Litla-
Hrauni og hafa fangarnir nú sáralitla peninga milli handanna en dagpeningarnir duga
ekki einu sinni fyrir sígarettum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
BRETLAND, AP Meira en helmingur
allra sem handteknir hafa verið
í Bretlandi grunaðir um hryðju-
verk síðan 2001 hefur verið látinn
laus án ákæru.
Eftir að hryðjuverkamenn
gerðu árás á Bandaríkin í sept-
ember árið 2001 hertu Bretar
mjög bæði löggjöf og lögreglu-
aðgerðir til að koma í veg fyrir
hryðjuverk í Bretlandi.
Síðan þá hefur 1.471 maður
verið handtekinn, grunaður um
tengsl við hryðjuverkastarfsemi,
en 819 þeirra hafa verið látnir
lausir án þess að ákæra hafi verið
lögð fram. 102 þeirra hafa hlotið
dóm. - gb
Grunaðir um hryðjuverk:
Meirihlutinn
látinn laus
ATVINNUMÁL Yfir 3.200 manns sóttu
um 49 sumarstörf hjá Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum í Laugardal
í ár. Það er ríflega þreföldun frá
því í fyrra, þegar umsóknirnar
voru 1.007.
„Það er rosaleg vinna að fara
í gegnum þessum umsóknir,“
segir Sigrún Thorlacius, aðstoð-
arforstöðumaður garðsins. Það sé
hálfsorglegt að þurfa að vísa svo
mörgum frá.
Sigrún segir að það einfaldi ferl-
ið nokkuð að ákveðið hafi verið að
ráða fyrst gamla sumarstarfs-
menn sem hafi staðið sig vel. „Og
þeir fara nú langt með að fylla
stöðurnar,“ segir Sigrún.
Um er að ræða störf aðstoð-
ardýrahirða, tækjavarða í Fjöl-
skyldugarðinum, störf í veit-
inga- og miðasölu og vísinda- og
fiskasöfnum auk nokkurra verk-
stjórastaða. Starfshlutfallið er
áttatíu til níutíu prósent. Sig-
rún segir að langflestir umsækj-
endur séu á menntaskóla- og
háskólaaldri, sautján til 25 ára.
Elsti umsækjandinn sé rúmlega
fertugur.
Þá verða tuttugu ungir umsækj-
endur til viðbótar ráðnir hálft
sumarið fyrir aukafjárveitingar
frá Reykjavíkurborg til að sporna
við atvinnuleysi ungmenna.
- sh
Ásókn í sumarvinnu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum ríflega þrefaldast milli ára:
Yfir 3.200 sóttu um sumarstarf
HÚSDÝRAGARÐURINN Yfir 3.200 sóttu
um þau 49 störf sem voru í boði hjá
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
STJÓRNMÁL Björn Valur Gíslason,
þingmaður VG, segist ætla að
meta væntanlega þingsályktunar-
tillögu, um aðild
að ESB, þegar
hún verður lögð
fyrir Alþingi.
Hann setur
þann fyrirvara
við hugsanlegan
stuðning að hún
uppfylli ákveðin
samningsmark-
mið, og sérstak-
lega um yfirráð
yfir auðlindum til lands og sjávar.
„En tillagan verður lögð fram og
með samþykki okkar allra,“ segir
Björn Valur Gíslason, þingmaður
VG í Norðausturkjördæmi.
Björn Valur segist þó enn vera
fullkomlega sannfærður um
að Íslandi sé betur komið utan
Evrópusambandsins. - kóþ
Þingmaður Vinstri grænna:
Setur fyrirvara
við auðlindir
BJÖRN VALUR
GÍSLASON
GENGIÐ 13.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
209,9582
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,75 126,35
190,6 191,52
171,48 172,44
23,023 23,157
19,418 19,532
16,116 16,21
1,3084 1,316
190,99 192,13
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR