Fréttablaðið - 14.05.2009, Page 8

Fréttablaðið - 14.05.2009, Page 8
8 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa gengið berserksgang í Grímsey í júní í fyrra. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa hótað lögreglumönnum líf- láti og ógnað þeim með glerflösku, gengið um með háreysti og hótan- ir á vörum sveiflandi ýmist hníf, sleggju eða grjóti og loks að hafa stofnað lífi manns í hættu með því að sveifla hníf í átt að honum og kasta síðan sleggju á eftir honum. Segir í dómi að brot mannsins hafi verið alvarleg og til þess fall- in að valda mikilli hræðslu og truflun. - sh Handtekinn óður í Grímsey: Fangelsi fyrir berserksgang HÆLISLEITENDUR Mansri Hichem frá Alsír, sem hefur verið meira en tuttugu daga í hungurverkfalli í Reykjanesbæ, verður ekki neyddur til að nærast eða á annan hátt brot- ið á sjálfsákvörðunarrétti hans, meðan hann hefur meðvitund til að hafna aðstoðinni, segir Hera Ósk Einarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjanesbæ. Hælisleitandinn hefur hins vegar ekki skrifað undir að hann hafni læknisaðstoð, fari svo að hann missi meðvitund. En hver er ábyrgð þeirra sem annast hann, fari illa og maðurinn svelti sig í hel? „Ef maður fremur sjálfsmorð er hann sjálfur ábyrgur fyrir því. Sjálfsákvörðunarréttur- inn er meðal þeirra mannréttinda sem við höfum,“ segir Hera Ósk. Læknisyfirvöld hafi gert henni ljóst að ekki sé hægt að bregðast við fyrr en sjúklingurinn getur ekki tekið ákvörðun sjálfur. Hún, og aðrir sem annast manninn, fylg- ist grannt með líðan hans. Mansri Hichem beið í tvö ár eftir svari um hvort hann fengi hæli á Íslandi. Því var nýverið hafnað. Hælisleitendur á Íslandi mega hvorki vinna né stunda nám. Hann sveltir sig til að knýja á um úrlausn sinna mála. Dómsmálaráð- herra hefur sagt að ekki sé hægt að veita honum aðstoð öðrum frem- ur, það gæti brotið gegn jafnræðis- reglu. - kóþ Hælisleitandinn frá Alsír hefur ekki hafnað læknisaðstoð, missi hann meðvitund: Verður ekki nærður vakandi MANSRI HICHEM Hefur verið í hungur- verkfalli í 20 daga. MYND/VÍKURFRÉTTIR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HEILBRIGÐISMÁL. „Ég mun efna til fundar með fulltrúum Lýðheilsu- stöðvar, fulltrúum tannlækna og tannlæknadeildar Háskóla Íslands,“ segir Ögmundur Jón- asson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra spurður um við- brögð vegna umræðu um slæma tannheilsu barna. Ráðherra segir nauðsynlegt að skoða allar hlið- ar málsins, meðal annars gjald- skrána sem endurgreiðsla til foreldra frá Sjúkratryggingum ríkisins miðast við. „Staðreyndin er sú að tannheilsa er á heildina litið góð en hluti barna er afskipt- ur í þessum málum.“ Ögmund- ur segir engin áform uppi um að endurvekja skólatannlækning- ar til að ná til þessara barna en skoða þurfi hvernig það verður best gert. Heilbrigðisráðherra segir vel hugsanlegt að beita skattahækk- unum á sykur og aðra óhollustu til að bæta tannheilsu þjóðarinn- ar. Hann segir ábendingar Lýð- heilsustöðvar um slíka leið hafa verið hunsaða af fyrri ríkisstjórn- um sem hafi þvert á móti lækkað virðisauka á til dæmis gosdrykki, þrátt fyrir sannað samhengi gos- drykkju og tannskemmda. Ingibjörg Sara Benediktsdótt- ir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að koma upp einhvers konar eftirliti með tannheilbrigði skólabarna, rétt eins og fylgst er með heilsu- fari þeirra hjá skólahjúkrunar- fræðingum og sjónin mæld. „Það verður að hugsa málið frá grunni og reyna að nálgast öll börn og foreldra þeirra.“ Ingibjörg bendir á að forsenda þess að hægt sé að vísa öllum börnum með skemmd- ar tennur til tannlæknis sé að end- urgreiðsla til foreldra verði hærri eða að tannlækningar barna verði að fullu endurgreiddar af hinu opinbera. Brýnt sé að endurskoða gjald- skrá heilbrigðisráðherra sem miðað er við í endurgreiðslu tann- lækninga. Hún hafi hækkað lítið síðan 1999 sem þýðir að misræmi milli gjaldskrárinnar og þeirra gjalda sem tannlæknar innheimti sé orðið verulegt. Ingibjörg segir að efla megi for- varnir í skólum, en forvarnir dugi ekki á skemmdir. Hún segir full- yrðingar um að tannheilsa barna sé með ágætum ekki standast. Tölur Sjúkratryggingarstofnun- ar sem sýna færri tannviðgerðir á hvert barn sem kemur til tann- læknis segi bara hluta sögunnar, stundum sé til dæmis gert við eina tönn í barni með fjórar skemmdar og það skili sér ekki aftur til tann- læknis. sigridur@frettabladid.is Íhugar sykur- skatt í for- varnaskyni Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða allar hliðar í málefnum tannheilsu barna. Hann segir skattahækkun á óhollustu mögulega forvarnaleið. EFTIRLIT Ingibjörg Sara Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, að störf- um. Hún segir gagnrýnivert að framlag til tannlækninga frá hinu opinbera hafi staðið í stað svo árum skiptir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Algengt verð á skoðun hjá tannlækni eru á bilinu 3.000 til 4.000 krónur, segir Ingibjörg Sara Benediktsdóttir formaður Tann- læknafélags Íslands. Við endur- greiðslu vegna skoðunar á börnum er hins vegar miðað við að skoðun kosti 1.780 krónur. Endurgreiddar eru 75 prósent af því eða 1.335 krónur. Ef skoðunin kostar 3.500 krónur greiða foreldrar því 2.165 eða 60 prósent heimsóknarinnar. Hluturinn er minni eða stærri eftir því hvort læknirinn rukkar nær 3000 krónum eða 4000 krónum. Sama á við um tannsteinshreinsun, þar er verð svipað og mismunurinn svipaður. RÍKIÐ GREIÐIR MINNIHLUTANN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.