Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 10
10 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR
LOFTBRÚARAFMÆLI Traute Gier frá
Waco í Texas, sem segist vera barn
Loftbrúarinnar, fagnar 60 ára afmæli
hennar við athöfn í Berlín á þriðjudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
15% verðlækkun
NICOTINELL Mintutyggjó
– Lifið heil Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
Gildir út maí 2009
15%
verðlækkun
LAMISIL ONCE
INDLAND, AP Tugir milljóna manna
gengu að kjörborði á Indlandi í
gær, þegar síðasta lotan af fimm
var haldin. Búist er við að úrslit-
in verði kunngerð á laugardaginn
kemur.
Alls voru 714 milljónir manna
á kjörskrá, en kosningunum var
dreift á nokkrar vikur til að auð-
velda framkvæmdina og tryggja
öryggið betur.
Skoðanakannanir benda til
þess að erfitt verði að mynda
stjórn að loknum kosningunum,
þar sem hvorki stjórnarflokk-
unum né stjórnarandstöðunni er
spáð afgerandi sigri. - gb
Þingkosningarnar á Indlandi:
Síðustu lotu
kosninga lokið
ÞÆR GREIDDU ATKVÆÐI Indverskar
konur sýna merki á fingri til staðfestingar
því að þær hafi greitt atkvæði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PAKISTAN, AP Hörð átök halda áfram
í Swat-dalnum í Pakistan, þar sem
stjórnarherinn leggur allt kapp á
að vinna bug á talibönum, sem
höfðu lagt dalinn undir sig.
Flóttamenn frá átakasvæðinu
hafa sumir hverjir gefið ófagr-
ar lýsingar á framferði talibana
og öfgafullum stjórnarháttum
þeirra, sem greinilega hafa ekk-
ert breyst frá ógnarstjórninni í
Afganistan.
Sextán ára stúlka frá Mingora,
stærstu borginni í Swat-dalnum,
segist hafa komið að ættingja
sínum hálshöggnum. Þetta hafi
talibanar talið hæfilega refsingu
fyrir njósnir, sem þeir sögðu hann
hafa stundað. „Það eina sem ég
gat hugsað um er að ég saknaði
þeirra daga þegar við vorum ham-
ingjusöm,“ sagði stúlkan. Hún
segir þær takmarkanir, sem tali-
banar leggja á ferðafrelsi kvenna,
hafa orðið til þess að hún þurfti að
hætta í vinnu, sem hún stundaði
til að hjálpa til við að framfleyta
fjölskyldunni.
Einhverju sinni var hún stöðv-
uð úti á götu fyrir að vera aðeins
með hefðbundinn höfuðklút, því
talibanarnir vilja að konur gangi
í búrkum sem hylja líkamann
allan.
Ein helstu gatnamótin í Ming-
ora eru nú jafnan nefnd „blóðugu
gatnamótin“, því dag eftir dag
skildu talibanar þar eftir háls-
höggvin lík, oft tvö eða þrjú í einu.
- gb
Flóttamenn frá átakasvæðunum í Pakistan lýsa framferði talibana:
Ógnarstjórn í Swat-dalnum
Á FLÓTTA UNDAN TALIBÖNUM Pakist-
anskur hermaður kannar skilríki flótta-
manns frá Swat-dalnum. NORDICPHOTOS/AFP
PALESTÍNA, AP Benedikt XVI.
páfi ítrekaði í gær stuðning
sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna, sagðist hafa
skilning á örvæntingu þeirra
en hvetur þá jafnframt til að
standast þá freistingu að grípa til
ofbeldis og hryðjuverka.
Á ferðalagi sínu um Miðaustur -
lönd kom páfi í gær til Betle hem
og hitti þar Mahmoud Abbas,
forseta Palestínustjórnar.
Í messu, sem hann hélt í
Fæðingarkirkjunni í Betlehem
lýsti hann sérstaklega samúð með
hlutskipti íbúa á Gazasvæðinu,
sem hafa búið við einangrun og
máttu þola harðar árásir af hálfu
ísraelska hersins í byrjun ársins.
- gb
Páfinn í Miðausturlöndum:
Ítrekar samúð
með Palestínu
GEORGÍA, AP Eduard Shevard-
nadze, fyrrverandi forseti
Georgíu, hefur skorað á Mikheil
Saakashvili, núverandi forseta,
að segja af sér þar sem ástandið
í landinu sé hörmulegt.
Shevardnadze varaði við
því að atburðir gætu farið
úr böndunum. „Mikil spenna
einkennir stöðuna í Georgíu
þessa stundina,“ segir þessi
fyrsti forseti Georgíu eftir
fall Sovét ríkjanna. Hann var
neyddur til að víkja af valdastóli
í Rósabyltingunni svonefndu árið
2003, Hann segist hafa sagt af
sér af eigin hvötum til að komast
hjá blóðbaði í landinu.
Vinsældir Saakashvilis hafa
dvínað mjög eftir stríðið við
Rússa í ágúst. - ghs
Stjórnmál í Georgíu:
Þrýst á forseta
að segja af sér
STJÓRNSÝSLA Íslendingum
býðst nú að ættleiða börn frá
Nepal. Dómsmálaráðherra,
Ragna Árnadóttir, gaf í gær
út löggildingu fyrir Íslenska
ættleiðingu til að annast
milligöngu þar um.
Íslensk ættleiðing sér nú um
milligöngu ættleiðingar frá sjö
löndum: Nepal, Kína, Kólumbíu,
Indlandi, Tékklandi, Makedóníu
og Taílandi. Þar að auki hefur
Alþjóðleg ættleiðing fengið
leyfi til að annast milligöngu
um ættleiðingar frá Póllandi.
Samkvæmt lögum verður löggilt
ættleiðingarfélag að sjá um milli-
göngu ættleiðinga milli landa. - kóp
Samstarf um ættleiðingar:
Hægt að ætt-
leiða frá Nepal
UMHVERFISMÁL Verði losun
gróðurhúsalofttegunda út í
andrúmsloftið ekki minnkuð um
25 til 40 prósent fyrir árið 2020 er
hætta á því að aukinn sjávarhiti
og súrnun hafanna leiði til þess
að heilu sjávarvistkerfin þurrkist
út, þar með talinn um helmingur
fiskistofna í þeim. Með þessu sé
afkomu um 100 milljóna strandbúa
jarðar ógnað.
Þessa dómsdagsspá birtu
alþjóðlegu náttúruverndar samtökin
World Wildlife Fund á alþjóðlegri
ráðstefnu um heimshöfin, sem
fram fer þessa dagana í Manado í
Indónesíu.
Ráðstefnan, sem ber enska
heitið World Ocean Conference,
er liður í undirbúningi fyrir
loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Kaupmannahöfn í
desember næstkomandi.
Í 220 síðna skýrslu WWF er
vísað í niðurstöður um 300 nýlegra
rannsóknaverkefna og tuttugu
sérfræðinga í loftslagsmálum.
„Það verður að grípa til
afgerandi ráðstafana strax, ef
afstýra á tröllauknum vanda,“
segir í niðurstöðum skýrslunnar.
„Hundruð þúsunda einstæðra
lífvera og heilu samfélögin verða
í hættu,“ segir þar.
Vísindamenn hafa lengi varað
við því að hlýnandi loftslag muni
valda hraðari bráðnun heimskauta-
og jökulíss og valda hækkandi
sjávarborði, sem muni þurrka út ófá
eyjasamfélög og strandvistkerfi.
Aukin binding koltvísýrings í
höfunum er einnig að valda súrnun
þeirra, sem spillir kóralrifjum,
skelfiski og öðru sjávarlífi.
Mörgum spurningum varðandi
samspil sjávar og loftslags er
þó enn ósvarað. „Við erum að
vinna að því að byggja upp betri
skilning á hlutverki hafsins í
loftslagskerfinu,“ hefur AP-
fréttastofan eftir Mary M.
Glackin, aðstoðarráðherra haf- og
loftslagsmála í Bandaríkjastjórn.
„Þetta er heill lífsvefur,“ segir
hún, „svo að það þarf að taka tillit
til alls frá smæstu örverum upp í
rándýrin efst í fæðukeðjunni.“ Hún
lýsir áhyggjum af því að súrnun
sjávar kunni að hafa skelfilegar
afleiðingar fyrir margar þessara
tegunda.
F isktegundir sem l ifa í
kóralrifjum, fenjum og grunnsævis-
þangskógum Asíu kváðu standa
undir sjávarútvegi sem skapar
milljónum íbúa strandhéraða
á þessum slóðum alls um þrjá
milljarða Bandaríkjadala í tekjur
á ári. audunn@frettabladid.is-
Dómsdagsspá um
framtíð lífs í sjónum
Heilu sjávarvistkerfin og strandsamfélög eru í hættu verði ekki gripið til ráðstaf-
ana til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er niðurstaða skýrslu sem
kynnt var á alþjóðlegri ráðstefnu um heimshöfin og loftslagsmál í gær.
STRANDBYGGÐIR Í HÆTTU Indónesískur fiskimaður á hefðbundnum bát við fiskiþorp Bajau-ættbálksins á Kapota-ey undan suð-
austanverðri Sulawesi í Indónesíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP