Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 11
FIMMTUDAGUR 14. maí 2009 11
KANNABISRÆKT Plönturnar voru á
mismunandi stigum ræktunar. Myndin
tengist málunum ekki beint.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÖGREGLUMÁL Lögregla fann sam-
tals um 400 kannabisplöntur á
tveimur stöðum í iðnaðarhverfi
í Hafnarfirði í fyrradag. Fjórir
karlmenn voru handteknir.
Eftir hádegi fundust um 230
plöntur á ýmsum stigum ræktun-
ar á fyrri staðnum. Tveir karlar
á þrítugsaldri voru handteknir og
fannst nokkurt magn af marijú-
ana á heimilum þeirra.
Um kvöldmatarleytið fundust
síðan um 170 plöntur á öðrum
stað. Tver menn, annar á þrítugs-
aldri og hinn á fertugsaldri, voru
handteknir í tengslum við rann-
sókn málsins. - sh
Fjórir menn handteknir:
400 kannabis-
plöntur fundust
DÓMSMÁL Tvítugur maður hefur
verið dæmdur til að greiða dyra-
verði 177 þúsund krónur í bætur,
með vöxtum, fyrir að hafa bitið
hann í bringuna í átökum þeirra á
milli í júlí í fyrra.
Maðurinn neitaði því að hafa
bitið dyravörðinn en hann var
hins vegar með greinilegt bitfar
á brjóstinu og þótti það nægilegt
til sakfellingar. Dómurinn tók
hins vegar tillit til þess að atvikið
varð í ryskingum sem ekki þótti
ljóst hvernig hefðu hafist. Það,
auk þeirra staðreynda að maður-
inn er ungur og ekki refsibrot á
sakaskrá, leiddi til þess að refs-
ingu mannsins var frestað. - sh
Dæmdur til sektargreiðslu:
Beit dyravörð í
brjóstkassann
LÖGREGLUMÁL Catalina Mikue
Ncogo, sem grunuð er um man-
sal og aðild að fíkniefnasmygli til
landsins, er laus úr gæsluvarð-
haldi. Hún hefur hins vegar verið
úrskurðuð í farbann til 10. júní.
Catalina er grunuð um að
tengjast tveimur belgískum
konum og belgískum karlmanni
sem öll hafa verið handtekin við
komuna til landsins með fíkniefni
innvortis. Þá er Catalina talin
tengjast smygltilraun til Íslands,
en kærasti hennar var handtek-
inn með kókaín í Amsterdam.
Hún er jafnframt grunuð um að
hafa flutt konur til landsins til að
láta þær stunda hér vændi.
Í farbanni grunuð um smygl:
Catalina laus úr
gæsluvarðhaldi
ATVINNUMÁL „Ég get alveg viðurkennt að það
er kergja í okkur vegna þessa máls. Við
sendum tölvupóst út í tómið og fáum engin
svör,“ segir Valdimar Grétar Ólafsson, sér-
fræðingur hjá Vinnumálastofnun. Enn hafa
engar atvinnuumsóknir Íslendinga verið
sendar til Kanada, en félagsmálaráðherra
Íslands og atvinnumálaráðherra Manitoba-
fylkis í Kanada undirrituðu í byrjun mars
samkomulag sem ætlað er að skapa tíma-
bundna atvinnumöguleika fyrir Íslendinga
í Kanada. Valdimar segir ástæðuna vera
hægagang í skriffinnskunni vestanhafs.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála-
stofnunar, sagði í Fréttablaðinu á laugar-
dag að tíu umsóknir Íslendinga hefðu þegar
verið sendar til Kanada. Að sögn Valdimars
var það á misskilningi byggt. „Við höfum
tekið við umsóknum, flokkað þær eftir
starfsgreinum og erum reiðubúin að senda
þær í einum pakka, sem ætti að hraða
afgreiðslu atvinnuleyfa þar vestra. Kanada-
mennirnir vildu gefa okkur ákveðna dag-
setningu til að senda umsóknirnar út, en við
höfum enn ekki náð sambandi við þá til að
fá þessa dagsetningu. Það gengur illa að fá
svör, meðal annars vegna þess að ákveðn-
ir aðilar úti eru í sumarleyfi, og því skrif-
ast þetta algjörlega á Kanada. Skiljanlega
vilja umsækjendur fá einhver svör um tíma-
setningar og annað, en við getum ekki gefið
þeim nein svör.“
Að sögn Valdimars er Vinnumálastofnun í
sambandi við ræðismann Íslands í Manitoba.
Vonir standi til að umsóknirnar, tuttugu
talsins, verði sendar út sem fyrst. - kg
Enn engar atvinnuumsóknir Íslendinga sendar vegna hægagangs aðila í Kanada:
Segist senda tölvupósta út í tómið
ÁHUGI Mörg hundruð manns sóttu kynningarfund um
atvinnumöguleika í Kanada um miðjan mars.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
íslensk hönnun
og handverk
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
Nýttu þér persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf í sparisjóðnum
Anna, Dagrún, Gréta, Hjördís, Jónína og Ýlfa taka vel á móti þér. Þær eru hluti af öflugri 230
starfsmanna liðsheild sem kappkostar að veita þér persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Fyrrverandi starfsmenn SPRON
boðnir velkomnir til starfa hjá Byr sparisjóði
Anna Ásta Khan Hjartardóttir,
nýr ráðgjafi í Byr Borgartúni
Jónína Pálsdóttir,
nýr gjaldkeri í Byr Hraunbæ Gréta Kjartansdóttir,
nýr ráðgjafi í Byr Borgartúni
Dagrún Deirdre Georgsdóttir,
nýr gjaldkeri í Byr Garðabæ
Hjördís Þorsteinsdóttir,
nýr ráðgjafi í Byr Kópavogi
Ýlfa Proppé Einarsdóttir,
nýr þjónustustjóri í Byr Hraunbæ
Fáðu persónulega þjónustu
Lausnir með fjárhagslegri heilsu
Fjármálanámskeið á mannamáli Stöðumatið mitt og Heimilisbókhald Fjármálapróf
Heilsupróf og ráðgjöf Lenging lána Greiðslujöfnun húsnæðislána Fyrirframgreiðsla Lífsvals
Frysting erlendra lána Niðurgreiðsla lána
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK