Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 16

Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 16
16 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst að vissu leyti í lagi að stjórnin sé klofin í afstöðu sinni til ESB. Ef ríkisstjórnin væri alfarið fylgj- andi ESB-aðild gegn vilja þjóðarinnar þá þætti mér það ekki sterkt. Eins öfugt, ef þjóðin væri fylgjandi ESB en ríkisstjórnin á móti. Ég held að það verði frekar til að skoða málin ef stjórnarflokk- arnir hafa hvor sína afstöðuna, þetta verði betur rætt því að Samfylkingin þarf að sannfæra VG og öfugt. Mig grunar helst að það verði þjóðaratkvæða- greiðsla þegar upp er staðið,“ segir Jósef Gíslason sem er atvinnulaus. Jósef segir að ríkisstjórnin þurfi nú að horfa inn á við, atvinnuleysið sé gríðarlegt og gjaldmiðillinn ónýtur. Fjármálamarkaður landsins standi mjög veikum fótum og hrikti í honum áfram. Umræða um aðild að ESB sé hluti af því að horfa inn á við. „Mér þykir vænt um krónuna en það ræður enginn við krónuna eins og sést best á bensínverðinu. Nafnið flotkróna er réttnefni. Þótt maður vilji gjarnan halda í krónuna er spurning hvort evran gæti verið sniðug.“ SJÓNARHÓLL AFSTAÐA STJÓRNARLIÐA Í ESB-MÁLI Samfylking sannfæri VG og öfugt JÓSEF GÍSLASON ATVINNULAUS. TAPAS-RÉTTIR FORN SKORDÝRAFÆLA ■ Tapas-réttir eru upprunnir á Spáni. Nokkrar mismunandi skýringar eru til á uppruna tapas-rétt- anna. Sú vinsælasta er á þá leið að til að koma í veg fyrir að flugur sæktu í drykkjarföng hefði flatbrauð eða diskur verið lagt ofan á glasið, en spænska orðið tapa merkir lok. Í tímans rás hafi síðan sá siður myndast að raða smáréttum á „lokið“ – þar með hafi tapas- rétturinn sem við þekkjum í dag orðið til. „Við erum fyrst og fremst að vinna að því að lágmarka þann skaða sem, félagsmenn okkar og fjölskyldur þeirra verða fyrir í þessu kjara- og efnahagsástandi sem er fram undan,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, starfandi formaður FOSS, Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, og annar varaformaður BSRB. „Starf félaganna gengur út á það þessa dagana að gera það sem við getum til að varðveita störf og félagslega þjónustu, Við reynum að tryggja að félagsleg þjónusta sveitarfélaga og ríkisins verði sem mest á næstu misserum. Það skiptir miklu máli.“ Elín Björg telur að staðan í efnahags- og kjaramálum þjóðarinnar sé sá málaflokkur „sem allt okkar líf snýst um þessa dagana. Sem annar varaformaður BSRB tek ég þátt í umræðum við viðsemjendur okkar í stærra samhengi. Við erum að bíða eftir ríkisstjórninni núna. Við höfum haldið okkur til hlés og verið í nefndastörfum um einstaka málaflokka til að vinna í haginn fyrir okkur en við gerum ráð fyrir því að vera aðili að þríhliða stöðugleikasáttmála og förum í þær viðræður um leið og það skapast svigrúm til þess. Við erum að bíða núna eftir að geta farið í þær og látið reyna á þær. Það er ekkert í hendi hvað verður með framhaldið en það er áhugi innan BSRB að láta reyna á hvort það takist að ná samkomulagi,“ segir hún. Á vorin finnst Elínu Björgu skemmtilegast þegar farfuglarnir tínast til landsins. „Ég fer gjarnan í langan göngutúr klukkan sex á morgnana áður en ég fer af stað í vinnuna. Þá hlusta ég á farfuglana koma til landsins og syngja fyrir mig.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR, ANNAR VARAFORMAÐUR BSRB: Hlustar á farfuglana syngja Í sumar munu fjölmörg fyrir tæki láta reyna á styrk, þol og útsjónarsemi starfsmanna sinna í fjölþrauta keppni á Laugar - vatni. Þar verður róið, hlaupið, synt í Laugarvatni og sitthvað fleira sem ekki fæst upp gefið. Starfsmenn verða að vera fráir á fæti og úrræðagóðir vilji þeir færa fyrirtæki sínu sigurinn frá Laugarvatni dagana 15. til 16. ágúst í sumar. Hjördís Ýr Johnson, frá fyrirtækinu Practical sem stendur fyrir keppninni, segist viss um að ekki vanti neitt upp á gjörvileikann, h v a ð þ á keppnisskapið. „Það eru ófáir búnir að horfa blákalt í augun á mér og segjast ætla að taka þetta,“ segir hún og brosir við. En það er þó hægara sagt en gert því synda þarf 300 metra í Laugarvatninu og róa þar síðan líka, púla í herbúðastíl, hlaupa upp á Laugarvatnsfjall, hjóla upp á Lyngdalsheiði og rata í skóglendi. Inn á milli allra þessara þrauta á að reyna á þær gráu með einhverjum hætti en Hjördís Ýr er fámál um þær þrautir. „Já, þessar hugarþrautir eru algjört hernaðarleyndarmál. Ég get hins vegar sagt að þær felast ekki í því að svara spurningum eða að reikna en þær eiga eftir að reyna á toppstykkið.“ Hún segir kennara við Íþróttaháskólann á Laugarvatni hafa hannað fjölþrautakeppnina og hún sé þannig saman sett að þær reyni á alla þá eiginleika sem góðan fjölþrautarmann eigi að prýða; sama hvors kyns er. Fjórir eru í hverju liði og á Hjördís von á 15 til 20 slíkum en hún leggur mikla áherslu á að þetta sé fjölskylduskemmtun þannig að ekki verður lögð minni áhersla á fimmta liðsmanninn sem er áhorfendur; hvort sem það eru samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir. En varðandi liðsmennina fjóra, þá langaði blaðamann að vita hvort margir væru til í að púla frá þrjú til tæplega átta á laugardegi og vakna svo fyrir klukkan fimm að sunnudagsmorgni til að halda púlinu áfram og fram yfir hádegi. „Já, það er enginn skortur á slíku fólki,“ svarar Hjördís Ýr. „Það eru svo margir í dag sem leggja stund á einhvers konar íþróttir og við eyjarskeggjar erum líka þannig að það skortir ekkert á keppnisskapið. Sumir hafa sagt að þrautirnar líti út fyrir að vera ekki nógu erfiðar. Svo eru þeir náttúrlega til sem ekki vilja nálægt íþróttum koma; okkar markmið er að báðir þessir hópar skemmti sér vel að Laugarvatni.“ jse@frettabladid.is Reynt á táp og toppstykkið RÓIÐ Á LAUGARVATNI Það verður synt í og róið á Laugarvatni auk þess sem hlaupið verður í kringum það. Asinn verður líklega mun meiri en hjá þessum ræðurum því ekkert skortir á kappið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HJÖRDÍS ÝR JOHNSON „Það myndast ótrúlega skemmti- legt andrúmsloft í svona húsi, þar sem viðskiptafræðingum og kerf- isfræðingum er blandað saman við listamenn. Þar sem annars myndu myndast ferhyrningar og kassar myndast nú hin ýmsu form,“ segir Gunnar Karl Níels- son, annar verkefnisstjóra hjá Hugmyndahúsi háskólanna sem opnað var í gær. Hugmyndahús háskólanna er samstarfsverkefni Háskól- ans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, og voru það rektorar skólanna tveggja sem opnuðu húsið með formlegum hætti í gær. Hugmyndin á bak við verk- efnið er að leiða saman ólíka ein- staklinga úr öllum atvinnugrein- um, til dæmis verslun, þjónustu, framleiðslu, listum og fjármál- um, og veita þeim tækifæri til að skapa sér ný tækifæri. Hu g my nd a hú s ið h ef u r aðsetur úti á Granda, og hefur undirbúningur þess staðið yfir í þó nokkurn tíma. „Við opnuðum óformlega fyrir tæpum mánuði og síðan þá hefur orðið á götunni séð um kynninguna fyrir okkur. Við erum vel tengd í grasrótina og því hafa viðbrögðin verið gríðarleg,“ segir Gunnar Karl. Að sögn Gunnars borga ein- staklingar og nýstofnuð fyrir- tæki sem fá aðstöðu í húsinu málamyndaleigu, en ætlast er til þess að þau gefi af sér til annarra aðila í húsinu í staðinn. Heildar- markmiðið er að skapa störf fyrir framtíðina.“ Kaffihús er einnig starfrækt í húsinu. „Við höfum því þá grunnþætti sem eru nauðsynlegir í fyrirtækjarekstri. Rafmagn, internet og kaffi,“ segir Gunnar og hlær. - kg Leiða saman listir og viðskipti HUGMYNDIR Rektorar HR og LHÍ opnuðu Hugmyndahúsið formlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Götuboltamót Lit- háa verður haldið á Ásvöllum í Hafnarfirði um þarnæstu helgi. „Þetta hefur verið draumur hjá mér lengi og nú þegar við erum búnir að stofna þetta félag er komið tækifæri til að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Algirdas Slapikas, sem er í stjórn Félags Litháa og Íslendinga sem stendur fyrir keppninni. Algirdas á von á átta liðum í keppnina. „Hugmyndin er sú að gera með þessu síðan heilsteypt lið Litháa í körfubolta, sem er eiginlega okkar þjóðaríþrótt, og þá getum við tekið þátt í öðrum keppnum.“ Rúmlega 1.600 Litháar eru skráðir með lögheimili hér á landi. - jse Íþróttaviðburður á Ásvöllum: Litháar halda götuboltamót ALGIRDAS SLAPIKAS Litháar halda mót í götubolta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Inngrips-ismi? „Var það mál manna að hugmyndafræðin um snemm- bær inngrip í veikindaferli einstaklingsins væri úrræði sem hefði vantað.“ BÆJARINS BESTA bb.is 13. maí Hættu nú alveg „Við endurreisnina þarf að tryggja að annarleg sjónar- mið ráði ekki þegar ríkið ræður fólk til starfa.“ REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI DV 13. maí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.