Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 16
16 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst að vissu leyti í lagi að stjórnin sé klofin í afstöðu sinni til ESB. Ef ríkisstjórnin væri alfarið fylgj- andi ESB-aðild gegn vilja þjóðarinnar þá þætti mér það ekki sterkt. Eins öfugt, ef þjóðin væri fylgjandi ESB en ríkisstjórnin á móti. Ég held að það verði frekar til að skoða málin ef stjórnarflokk- arnir hafa hvor sína afstöðuna, þetta verði betur rætt því að Samfylkingin þarf að sannfæra VG og öfugt. Mig grunar helst að það verði þjóðaratkvæða- greiðsla þegar upp er staðið,“ segir Jósef Gíslason sem er atvinnulaus. Jósef segir að ríkisstjórnin þurfi nú að horfa inn á við, atvinnuleysið sé gríðarlegt og gjaldmiðillinn ónýtur. Fjármálamarkaður landsins standi mjög veikum fótum og hrikti í honum áfram. Umræða um aðild að ESB sé hluti af því að horfa inn á við. „Mér þykir vænt um krónuna en það ræður enginn við krónuna eins og sést best á bensínverðinu. Nafnið flotkróna er réttnefni. Þótt maður vilji gjarnan halda í krónuna er spurning hvort evran gæti verið sniðug.“ SJÓNARHÓLL AFSTAÐA STJÓRNARLIÐA Í ESB-MÁLI Samfylking sannfæri VG og öfugt JÓSEF GÍSLASON ATVINNULAUS. TAPAS-RÉTTIR FORN SKORDÝRAFÆLA ■ Tapas-réttir eru upprunnir á Spáni. Nokkrar mismunandi skýringar eru til á uppruna tapas-rétt- anna. Sú vinsælasta er á þá leið að til að koma í veg fyrir að flugur sæktu í drykkjarföng hefði flatbrauð eða diskur verið lagt ofan á glasið, en spænska orðið tapa merkir lok. Í tímans rás hafi síðan sá siður myndast að raða smáréttum á „lokið“ – þar með hafi tapas- rétturinn sem við þekkjum í dag orðið til. „Við erum fyrst og fremst að vinna að því að lágmarka þann skaða sem, félagsmenn okkar og fjölskyldur þeirra verða fyrir í þessu kjara- og efnahagsástandi sem er fram undan,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, starfandi formaður FOSS, Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, og annar varaformaður BSRB. „Starf félaganna gengur út á það þessa dagana að gera það sem við getum til að varðveita störf og félagslega þjónustu, Við reynum að tryggja að félagsleg þjónusta sveitarfélaga og ríkisins verði sem mest á næstu misserum. Það skiptir miklu máli.“ Elín Björg telur að staðan í efnahags- og kjaramálum þjóðarinnar sé sá málaflokkur „sem allt okkar líf snýst um þessa dagana. Sem annar varaformaður BSRB tek ég þátt í umræðum við viðsemjendur okkar í stærra samhengi. Við erum að bíða eftir ríkisstjórninni núna. Við höfum haldið okkur til hlés og verið í nefndastörfum um einstaka málaflokka til að vinna í haginn fyrir okkur en við gerum ráð fyrir því að vera aðili að þríhliða stöðugleikasáttmála og förum í þær viðræður um leið og það skapast svigrúm til þess. Við erum að bíða núna eftir að geta farið í þær og látið reyna á þær. Það er ekkert í hendi hvað verður með framhaldið en það er áhugi innan BSRB að láta reyna á hvort það takist að ná samkomulagi,“ segir hún. Á vorin finnst Elínu Björgu skemmtilegast þegar farfuglarnir tínast til landsins. „Ég fer gjarnan í langan göngutúr klukkan sex á morgnana áður en ég fer af stað í vinnuna. Þá hlusta ég á farfuglana koma til landsins og syngja fyrir mig.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR, ANNAR VARAFORMAÐUR BSRB: Hlustar á farfuglana syngja Í sumar munu fjölmörg fyrir tæki láta reyna á styrk, þol og útsjónarsemi starfsmanna sinna í fjölþrauta keppni á Laugar - vatni. Þar verður róið, hlaupið, synt í Laugarvatni og sitthvað fleira sem ekki fæst upp gefið. Starfsmenn verða að vera fráir á fæti og úrræðagóðir vilji þeir færa fyrirtæki sínu sigurinn frá Laugarvatni dagana 15. til 16. ágúst í sumar. Hjördís Ýr Johnson, frá fyrirtækinu Practical sem stendur fyrir keppninni, segist viss um að ekki vanti neitt upp á gjörvileikann, h v a ð þ á keppnisskapið. „Það eru ófáir búnir að horfa blákalt í augun á mér og segjast ætla að taka þetta,“ segir hún og brosir við. En það er þó hægara sagt en gert því synda þarf 300 metra í Laugarvatninu og róa þar síðan líka, púla í herbúðastíl, hlaupa upp á Laugarvatnsfjall, hjóla upp á Lyngdalsheiði og rata í skóglendi. Inn á milli allra þessara þrauta á að reyna á þær gráu með einhverjum hætti en Hjördís Ýr er fámál um þær þrautir. „Já, þessar hugarþrautir eru algjört hernaðarleyndarmál. Ég get hins vegar sagt að þær felast ekki í því að svara spurningum eða að reikna en þær eiga eftir að reyna á toppstykkið.“ Hún segir kennara við Íþróttaháskólann á Laugarvatni hafa hannað fjölþrautakeppnina og hún sé þannig saman sett að þær reyni á alla þá eiginleika sem góðan fjölþrautarmann eigi að prýða; sama hvors kyns er. Fjórir eru í hverju liði og á Hjördís von á 15 til 20 slíkum en hún leggur mikla áherslu á að þetta sé fjölskylduskemmtun þannig að ekki verður lögð minni áhersla á fimmta liðsmanninn sem er áhorfendur; hvort sem það eru samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir. En varðandi liðsmennina fjóra, þá langaði blaðamann að vita hvort margir væru til í að púla frá þrjú til tæplega átta á laugardegi og vakna svo fyrir klukkan fimm að sunnudagsmorgni til að halda púlinu áfram og fram yfir hádegi. „Já, það er enginn skortur á slíku fólki,“ svarar Hjördís Ýr. „Það eru svo margir í dag sem leggja stund á einhvers konar íþróttir og við eyjarskeggjar erum líka þannig að það skortir ekkert á keppnisskapið. Sumir hafa sagt að þrautirnar líti út fyrir að vera ekki nógu erfiðar. Svo eru þeir náttúrlega til sem ekki vilja nálægt íþróttum koma; okkar markmið er að báðir þessir hópar skemmti sér vel að Laugarvatni.“ jse@frettabladid.is Reynt á táp og toppstykkið RÓIÐ Á LAUGARVATNI Það verður synt í og róið á Laugarvatni auk þess sem hlaupið verður í kringum það. Asinn verður líklega mun meiri en hjá þessum ræðurum því ekkert skortir á kappið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HJÖRDÍS ÝR JOHNSON „Það myndast ótrúlega skemmti- legt andrúmsloft í svona húsi, þar sem viðskiptafræðingum og kerf- isfræðingum er blandað saman við listamenn. Þar sem annars myndu myndast ferhyrningar og kassar myndast nú hin ýmsu form,“ segir Gunnar Karl Níels- son, annar verkefnisstjóra hjá Hugmyndahúsi háskólanna sem opnað var í gær. Hugmyndahús háskólanna er samstarfsverkefni Háskól- ans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, og voru það rektorar skólanna tveggja sem opnuðu húsið með formlegum hætti í gær. Hugmyndin á bak við verk- efnið er að leiða saman ólíka ein- staklinga úr öllum atvinnugrein- um, til dæmis verslun, þjónustu, framleiðslu, listum og fjármál- um, og veita þeim tækifæri til að skapa sér ný tækifæri. Hu g my nd a hú s ið h ef u r aðsetur úti á Granda, og hefur undirbúningur þess staðið yfir í þó nokkurn tíma. „Við opnuðum óformlega fyrir tæpum mánuði og síðan þá hefur orðið á götunni séð um kynninguna fyrir okkur. Við erum vel tengd í grasrótina og því hafa viðbrögðin verið gríðarleg,“ segir Gunnar Karl. Að sögn Gunnars borga ein- staklingar og nýstofnuð fyrir- tæki sem fá aðstöðu í húsinu málamyndaleigu, en ætlast er til þess að þau gefi af sér til annarra aðila í húsinu í staðinn. Heildar- markmiðið er að skapa störf fyrir framtíðina.“ Kaffihús er einnig starfrækt í húsinu. „Við höfum því þá grunnþætti sem eru nauðsynlegir í fyrirtækjarekstri. Rafmagn, internet og kaffi,“ segir Gunnar og hlær. - kg Leiða saman listir og viðskipti HUGMYNDIR Rektorar HR og LHÍ opnuðu Hugmyndahúsið formlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Götuboltamót Lit- háa verður haldið á Ásvöllum í Hafnarfirði um þarnæstu helgi. „Þetta hefur verið draumur hjá mér lengi og nú þegar við erum búnir að stofna þetta félag er komið tækifæri til að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Algirdas Slapikas, sem er í stjórn Félags Litháa og Íslendinga sem stendur fyrir keppninni. Algirdas á von á átta liðum í keppnina. „Hugmyndin er sú að gera með þessu síðan heilsteypt lið Litháa í körfubolta, sem er eiginlega okkar þjóðaríþrótt, og þá getum við tekið þátt í öðrum keppnum.“ Rúmlega 1.600 Litháar eru skráðir með lögheimili hér á landi. - jse Íþróttaviðburður á Ásvöllum: Litháar halda götuboltamót ALGIRDAS SLAPIKAS Litháar halda mót í götubolta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Inngrips-ismi? „Var það mál manna að hugmyndafræðin um snemm- bær inngrip í veikindaferli einstaklingsins væri úrræði sem hefði vantað.“ BÆJARINS BESTA bb.is 13. maí Hættu nú alveg „Við endurreisnina þarf að tryggja að annarleg sjónar- mið ráði ekki þegar ríkið ræður fólk til starfa.“ REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI DV 13. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.