Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 18
18 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna „Bestu kaupin sem ég hef gert eru klárlega bíllinn minn, hann Litli-London eins og ég kalla hann,“ segir Eva Hrönn Guðnadóttir, grafískur hönn- uður, þegar hún er spurð um bestu og verstu kaupin sem hún hefur gert á ævinni. „Ég keypti bílinn minn á hundrað þúsund kall fyrir þremur árum og hafði hugsað mér að hann myndi kannski endast í mesta lagi eitt ár. Annað kom heldur betur í ljós, því Litli-London er enn þá skröltandi um borg og bý og kemur mér og mínum hvert á land sem er. Svo hef ég auðvitað gert mörg kaup í gegnum tíðina sem ég tel nánast fullkom- in, eins og kaupin á fartölvunni minni og þvottavélinni. Ég veit ekki hvar ég væri án þessara þarfaþinga.“ Verstu kaup Evu fóru fram á suðræn- um slóðum. „Einu sinni keypti ég mér pitsu á Spáni og pantaði þistilhjörtu á hana sem er artichoke á ensku. Í stað- inn fékk ég fiskapitsu með ansjósum, sem er anchovies á ensku, og gat ómögulega borðað pitsuna. Ég var öfga svekkt með þetta, eins og gefur að skilja! Svo hef ég líka fjárfest grimmt í fötum og skóm sem ég hef aldrei notað. Ég virðist ekki læra af reynslunni í þeirri deildinni,“ segir Eva Hrönn Guðnadóttir. NEYTANDINN EVA HRÖNN GUÐNADÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Læri seint af reynslunni í fatakaupum Fólk leitar almennt fleiri leiða til að minnka orku- notkun sína en áður, segir deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Fjölmörg holl- ráð varðandi orkunotkun heimila er að finna á heima- síðu fyrirtækisins. „Við höfum tekið eftir því að fólk er orðið meðvitaðra um orkureikn- inginn sinn en áður var. Oft var þetta þannig að fólk leit á þenn- an reikning sem sjálfsagðan hlut og borgaði án þess að hugsa mikið út í það, en núna leitar fólk leiða til að halda orkueyðslu í lágmarki. Þetta gildir jafnt um einstaklinga sem fyrirtæki,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri í Markaðsdeild Orkuveitu Reykja- víkur (OR). Á heimasíðu OR er að finna fjölda hollráða varðandi það hvernig nýta megi orkuna betur á heimilinu. Að sögn Ingibjargar hefur OR lengi boðið upp á slík hollráð í einhverri mynd, meðal annars á vefsíðu sinni og í útgefnum bæklingum, en efnahagshrunið hafi gert það að verkum að aukin áhersla hafi verið lögð á þessi mál. „Við viljum gera það sem við getum til að koma til móts við fólk með því að leiðbeina því um hvernig megi nýta orkuna betur. Viðbrögðin við þessum hollráðum okkar hafa verið mjög góð. Það eru svo margar sparnaðarleiðir sem almenningur er kannski ekki meðvitaður um.“ Hér á síðunni gefur að líta nokk- ur sparnaðarráð sem OR mælir með. Ítarlegri fróðleik um þessi mál er að finna á heimasíðu OR, á slóðinni or.is/hollrad . Eins mælir starfsfólk OR með því að fólk skoði hvaða orku heimilistækin eru að nota á www.or.is/reiknivel- ar. Einnig er mögulegt að fylgjast með orkunotkun sinni á síðunni Orkan mín, orkanmin.or.is, fyrir viðskiptavini Orkuveitunnar. kjartan@frettabladid.is Leiðir til orkusparnaðar Orkusparnaður í húshitun Íslensk heimili nota að meðaltali 4-5 tonn á fermetra af heitu vatni á ári. Um níutíu prósent af notkuninni fara í að hita upp húsakynni okkar. Til að minnka notkun á heitu vatni og lækka orkureikninginn liggur því beinast við að skoða hvernig við nýtum heita vatnið sem best til húshitunar. ■ Látið jafnvægisstilla hitakerfi hússins þannig að hámarksrennsli til hvers ofns sé stillt og þægilegur innihiti skapist. ■ Hitanemi ofna má ekki vera lokaður af með húsgögnum, of stórum sólbekkjum eða glugga- tjöldum. ■ Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikið er af ókeypis varma í herberginu, svo sem sólarljós og raflýsing. ■ Fylgist með hitastiginu með innihitamæli. ■ Farið yfir þéttleika og einangrun glugga og hurða. ■ Lokið gluggum þegar kalt er úti. ■ Loftræsið aðeins í stutt- an tíma í senn þar sem mikill varmi tapast ef gluggar eru hafðir opnir lengi. Þvottahúsið Í langflestum þvottahúsum á heim- ilum eru þvottavél og þurrkari. Þessi tæki eru almennt mjög orkufrek og beita má ýmsum ráðum til að minnka orkunotkunina: ■ Þvoum ekki eða þurrkum hálf- tómar vélar. ■ Þvoum ekki við hærri hita en nauðsynlegt er. Við það að lækka hitann um helming minnkar orkunotkun um um það bil sextíu prósent. ■ Hengjum þvottinn út á snúru þegar tækifæri gefst. Tölvur og tæki Á dæmigerðu íslensku heimili er fjöldi rafmagnstækja. Góð regla er að slökkva á þeim á kvöldin. ■ Skjáhvílur spara ekki rafmagn, slökkvum á skjánum. ■ Fartölvur nota minni orku en borðtölvur. ■ Tökum öll hleðslutæki úr sambandi eftir notkun. SÓKNARFÆRI TIL AÐ BÆTA ORKUNÝTINGU Alls 500 börn hafa nú þegar skráð sig í Skólagarða Reykjavíkur og að sögn Auðar Jónsdóttur verkstjóra er áhuginn og eftirspurnin mun meiri en síðustu ár. „Það er óvenjulegt ástand núna og stefnir í að færri fái pláss en vilja,“ segir Auður en í fyrra voru ekki öll pláss fullnýtt. Nú þegar eru garðarnir í Skerjafirði uppbókaðir en eitthvað er laust í hinum görðum Reykjavíkurborgar sem alls eru um 600. Fyrir 3.000 krónur fá börn á aldrinum sex til tólf ára 18 fermetra garð, plöntur og fræ sem er eftirsótt í kreppunni. Eldri borgarar hafa einnig mátt sækja um pláss en skólabörn eru í forgangi er kemur að úthlutun. Að sögn Auðar eru þó nokkrir eldri borgarar, sem greiða 4.000 krónur fyrir garðinn og þurfa sjálfir að kaupa útsæði og fræ, komnir á biðlista. Starfsemi garðanna hefst í byrjun júní. Nánari upplýsingar og innritun er í netfangi skolagardar@rvk.is og símum 693 2323 og 411 8500. ■ Biðlistar eftir skólagörðum Skólabörn ólm í að rækta garðinn sinn ORKUREIKNINGUR Ingibjörg segir að margar sparnaðarleiðir í orkunotkun, sem almenningur viti oft ekki um, séu mögulegar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is KJARTAN GUÐMUNDSSON neytendur@ frettabladid.is Staðgengill umboðsmanns neytenda fékk tölvupóst frá kátum neytanda: „Það gladdi mig ósegjanlega þegar ég sá að nú er loksins hægt að fá aftur Egils Mix eins og það var á gullaldarárum þess. Fyrir nokkrum árum tók Ölgerðin nefnilega það óheillaskref að spilla uppskriftinni með einhverjum skuggalegum sætuefnum svo þetta ástsæla gos var ekki nema svipur hjá sjón á eftir. Nú þarf bara að endurheimta gamla Egils Greipfrúttið, en ekki eru mörg ár síðan það hlaut sömu grimmilegu örlög og Mixið.“ Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri fyrir Egils- vörur hjá Ölgerðinni, segist hafa orðið vör við mikla ánægju fólks með þessa umbreytingu á Mixinu sem kom á markað fyrir um tveimur vikum. „Við breyttum Mixinu árið 2006, þegar markaðurinn kallaði á sykurskerta drykki. Alveg síðan þá höfum við fengið margar fyrirspurnir um hvort von væri á gamla Mixinu aftur. Það er því ljóst að margir geta tekið gleði sína á ný núna. Mixið er auðvitað séríslenskt fyrirbæri, rammíslensk uppskrift og blanda, og það er skemmtilegt. Bragðið er svo hressilegt, og það var þessi hressleiki sem fólk saknaði eftir að við breyttum uppskriftinni.“ Fyrirspurn neytandans um Greipið svarar Halldóra á þennan hátt: „Greipinu var breytt á sama tíma og Mixinu, þannig að það er spurning hvort við förum ekki að endurskoða það líka.“ Neytendur: Mix með upprunalegu bragði vekur lukku Afturhvarf til einfaldari tíma ■ Með því að skrifa niður áhyggjuefni og ákveða hvenær eigi að takast á við það getur komið í veg fyrir svefnleysi, segir Magnús Árni Magnússon, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar. „Svefnleysi stafar stundum af áhyggjum. Í raun er það líkaminn að minna á eitthvað sem annars gæti gleymst. Þá borgar sig að vera með dagbók eða skrifblokk við rúm- stokkinn og skrifa niður áhyggjuefnið. Þá segir maður við sjálfan sig; „ég ætla ekki að hafa áhyggjur af þessu núna, heldur á morgun í hádeginu.“ Þegar búið er að tímasetja hvenær takast á við áhyggjuefnið er í flestum tilfellum hægt að sofna vært.“ GÓÐ HÚSRÁÐ TÍMASETJA ÁHYGGJUR Útgjöldin >Rútufargjald milli Selfoss og Reykjavíkur HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. 590 620 650 720 780 850 850 950 950 1.000 1.200 1.200 1998 2000 2002 2004 2006 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.