Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 20
20 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 31 Velta: 83 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 254 -1,12% 689 -0,82% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 12,00% CENTURY ALUM. 11,87% MAREL 1,02% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,90 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 575,00 +0,00% ... Bakkavör 1,98 -12,00% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 58,40 -1,02% ... Össur 101,50 -0,98% Gengi hlutabréfa bandaríska bíl- arisans General Motors (GM) féll um tuttugu prósent í fyrradag í kjölfar þess að sex framkvæmda- stjórar fyrirtækisins losuðu sig við alla eignarhluti sína í því. Bandaríski dagblaðið Los Ang- eles Times segir söluna vísbend- ingu um að stjórnendum fyrir- tækisins sé fullljóst hvert það stefni og vilji koma eignum í skjól á meðan hægt er. Fallið hélt áfram í gær, fór við upphaf viðskiptadagsins í einn dal á hlut og hafði þá ekki verið lægra í 76 ár, eða síðan 1933. Það náði hæstu hæðum, 41 dal á hlut, í október árið 2007. GM var umsvifamesti bíla- framleiðandi heims þar til Toyota tók fram úr fyrirtækinu í fyrra. Frestur stjórnenda GM til að skila inn rekstraráætlun til að fá björgunarfé bandarískra stjórnvalda rennur út um mán- aðamótin. Takist það ekki þykir líklegt að fyrirtækið fari sömu leið og Chrysler, sem fór í þrot í apríllok. Markaðsverðmæti GM nam um miðjan dag í gær einungis 690 milljónum dala, jafnvirði 87,8 milljarða íslenskra króna, og er það nú minnsta fyrirtæk- ið af þeim þrjátíu sem reiknuð eru inn í Dow Jones-hlutabréfa- vísitöluna. Til samanburðar var mark- aðsverðmæti stoðtækjafyrir- tækisins Össurar tæpir 43 millj- arðar króna í gær. - jab Annar bílarisi ekur að gjaldþrotagilinu Orlofshús RSÍ um land allt Rafiðnaðarsamband Íslands á og rekur 42 orlofshús á 13 stöðum á landinu og 13 tjaldvagna. Erlendis býðst félögum íbúð í Kaupmannahöfn og 2 hús á Spáni. Alls 58 orlofseiningar. Skógarnes glæsilegt orlofssvæði RSÍ við Apavatn Skógarnes er 25 hektara orlofssvæði sem rafiðnaðarmenn hafa byggt markvisst upp á undanförnum árum. Þar eru 15 orlofshús, þar af 10 ný og glæsileg 100m hús og eitt 270m , tjaldsvæði með grillhúsi, 2 rúmgóðum snyrti- húsum með sturtum og uppþvottaaðstöðu. Félagsmönnum býðst veiði í Apavatni og bátar, golfvöllur, 9 holur með 50m-250m par3 brautum og 9 holu púttvelli, göngu- og hlaupa- stígar, knattspyrnuvöllur, strandblaksvöllur, körfuboltavöllur, risastórt trampólín og 3 vel útbúnir leikvellir. Ath. Svæðið er einungis ætlað félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og gestum. Fjölskylduhátíðin verður um Jónsmessuna 19.-21. júní í Skógarnesi. Spennugolfið verður 26. júní á Öndverðarnesvelli. Veiði- og útilegukortin verða á 25% afslætti í sumar. Gleðilegt RSÍ sumar! Nánari upplýsingar á orlofsvef RSÍ á rafis.is 2 2 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska örgjörva- framleiðandann Intel um einn millj- arð evra, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna á gengi gærdagsins, fyrir að brjóta alvar- lega gegn samkeppn- islögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrir- tæki til þessa. Rannsókn á málinu hófst árið 2001 þegar AMD, helsti keppn- autur Intel, kvartaði til framkvæmda- stjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðar- legum aðferðum til að hefta samkeppni á örgjörvamarkaðnum. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðn- um þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Sektin er sú hæsta sem ESB hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot og helmingi hærri en sektin sem lögð var á bandaríska tölvuris- ann Microsoft fyrir fimm árum fyrir að misnota markaðsráð- andi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. - jab Risasekt lögð á Intel MERKI INTEL Bandaríski örgjörvaframleiðandinn Intel hefur fengið í bakið metsekt vegna alvarlegra samkeppnisbrota í Evrópu. Samningar við erlenda kröfu- hafa gömlu bankanna; Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, tefjast fram á fyrri hluta næsta mánaðar þar sem efnahagsreikningur nýju bankanna liggur ekki fyrir. Af þeim sökum er ekki búið að gera upp á milli nýju og gömlu bank- anna. Áður var stefnt að því að ljúka málinu eftir miðjan maí. Þetta kemur fram í viðtali Ind- riða Þorlákssonar, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, við Reuters. Indriði segir óformlegar viðræður við kröfuhafa hafnar og sé stefnt að því að ljúka þeim þegar búið verði að gefa út skuldabréf í tengslum við eignaflutninginn. - jab Samningar við kröfuhafa tefjast Tækifærin eru innan í fólki. Þetta segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann lýsir eftir framtíðar- sýn hér á landi. „Jafnvel bankabólan var byggð á framtíðarsýn,“ segir rithöfundur- inn Andri Snær Magnason. Hann segir framsæknustu einstaklinga landsins hafa keyrt á slíku, jafnvel þótt það hafi keyrt um þverbak á endanum. Hann segir framtíðar- sýn hafa almennt skort hér á landi lengi og fólk verði að setja heilann í bleyti til að átta sig á möguleikun- um. Sjálfur sjái hann tækifærin í náttúrunni og inni í fólkinu sjálfu. Andri Snær hélt erindi um málið á vegum Félags viðskipta- og hag- fræðinga í gær undir yfirskriftinni: Er íslensk hagfræði viðundur? Hann lýsti því hvernig Íslend- ingar hafi keyrt á uppblásinni framtíðarsýn allt frá þar síðustu aldamótum þegar Einar Bene- diktsson og fleiri framsýnir létu teikna upp virkjanakosti landsins langt umfram raforkuþörfina. Það sama hafi verið uppi á teningnum þegar stjórnvöld sögðu framtíð- ina felast í loðskinnaframleiðslu og fiskeldi á níunda áratug síðustu aldar. Andri Snær sagði að víða mætti byggja upp góð tækifæri með stóra drauma á lofti. Það gæti tengst ýmsu, svo sem Konungs- bók Eddukvæða, fisknum í sjón- um og hvalarannsóknum á Húsa- vík. „Við erum ginnkeypt fyrir skyndilausnum en við megum ekki setja allt okkar á eina stoð,“ sagði Andri Snær. jonab@markadurinn.is Framtíðarsýn skortir hér „Frjóasta fólkið sem ég hef hitt eftir þrjátíu ára dvöl erlendis er í Hugmyndaráðuneytinu. Þar eru frumkvöðlar sem hafa flosnað úr námi en eru að skapa framtíðarsýn,“ sagði Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísinda- sviðs Háskóla Íslands, á fundinum í gær. Hún velti því upp hvort frjóan hugsanahátt skorti innan háskóla- samfélagsins. Egill Helgason, sjónvarpsþátta- maður og fundarstjórnandi, gekk fram fyrir skjöldu háskólasamfé- lagsins og sagði frumkvöðlana leita þangað eftir „köntuðu“ fólki, viðskiptaþenkjandi einstaklingum sem horfi ekki út fyrir kassann, til að ýta hugmyndum úr vör og skapa úr þeim verðmæti. FRJÓTT FÓLK Í HUGMYNDARÁÐUNEYTINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.