Fréttablaðið - 14.05.2009, Page 21

Fréttablaðið - 14.05.2009, Page 21
FIMMTUDAGUR 14. maí 2009 21 Efnahags- og framfarastofnun- in (OECD) greinir enn merki um djúpan efnahagssamdrátt í mæl- ingum á hagvísum aðildarríkjanna (e. Composite Leading Indicators) í mars. Þó bendi margt til að draga sér úr niðursveiflunni í Frakk- landi, Ítalíu, í Bretlandi og Kína. OECD segir í nýjustu mælingu sinni að ekki megi vænta snarps viðsnúnings í bráð enda merkin dauf. Hvorki er slíku að skipta um önnur aðildarríki OECD né þau sem standa utan við stofnunina. Þar eru hagvísar enn neikvæðir. Mæling OECD á helstu hagvís- um er ætlað að gefa upplýsingar um stefnubreytingar í hagsveifl- um til skemmri tíma og veita inn- sæi hvort hagkerfi séu að vaxa eða dragast saman. Mælingar helstu hagvísa á meðal OECD-ríkjanna sýna 0,1 prósents samdrátt í mars og er það 9,5 pró- sentum lægra en fyrir ári. - jab BRESKA ÞINGHÚSIÐ Vísbendingar eru um að hægja sé á niðursveiflunni í Bretlandi, samkvæmt nýjustu mælingu OECD á hagvísum. Enn samdráttur innan OECD Fáir auglýsendur nota herferðar- mælingar, til að mæla áhrif vef auglýsinga, samkvæmt könnun Soffíu Kristínar Þórðardóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra hjá TM Software. „Það er óábyrgt og kærulaust að kaupa þessar vefauglýsingar og fylgjast svo ekki með því hvort fjárfestingin er að skila sér,“ segir hún. Soffía kannaði auglýsingar á stóru vefmiðlunum fyrir einu ári, og endur- tók könnunina í mánuðinum. Um tólf prósent voru með herferðarmælingar til að fylgjast með hverju smellir á auglýsingar skiluðu, hvort sem var í sölu eða skráningum. Í ár voru einungis um sex prósent auglýsinga með slíkar mælingar. „Auglýsendur eru greinilega ekki að vakna til vitundar um möguleikana sem eru í boði,“ segir Soffía. Hún telur að auglýsendur treysti frekar á tölur frá auglýsinga miðlunum, en að greina þær sjálfir. „Það er erfitt að sjá hvort auglýsingar skili tilætluðum árangri ef mælingar eru ófullnægjandi,“ segir hún. Ýmis tól eru í boði til að fylgjast með vefumferð og greina hana. Sum þeirra, líkt og Google Analytics sem er í mikilli sókn, eru ókeypis og ættu því ekki að vera hindrun í vegi greiningar. Soffía segir að margir hins vegar mikli fyrir sér fyrirhöfnina við slík tól. „Það er treyst á að auglýsingastofur og veffyrirtækin veiti þessa ráðgjöf og mættu fleiri veita þessa þjónustu, líkt og TM Software gerir.“ - ss Virði hvers smells „Nú er einu púsli af mörgum lokið,“ segir Gylfi Sigfússon, for- stjóri Eimskips. Félagið hefur gert samning um sölu á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Kaupandi er Container Finance, sem verið hefur minnihlutaeig- andi finnska félagsins. Salan er gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins og að takist að létta af veðum. Gangi salan í gegn munu skuld- ir Eimskips lækka um ellefu millj- arða króna en Eimskip tapar 3,9 milljörðum króna á henni. Salan á Containerships er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu Eimskips, sem unnið hefur verið að frá í fyrravor og stefnt er á að ljúki fyrir júnílok. Þar á meðal er sala á eignum sem ekki tengjast kjarnastarfsemi, svo sem frysti- vörugeymslum Versacold. Gylfi sagðist í gær sannfærður um að það takist. Eimskip keypti hlutinn í Cont- ainerships í október árið 2006 og hefur rekið félagið sem sjálfstæða einingu innan samstæðu Eimskips síðan þá. Tíu skip sigla undir fána félagsins á Eystrasalti. Aðstæður þar hafa hins vegar reynst drag- bítur á rekstri Eimskips, líkt og kom fram á síðasta uppgjörsfundi félagsins. Þrátt fyrir söluna er stefnt að því að félögin starfi áfram saman. Eimskip verður áfram umboðsaðili Containerships í Danmörku og Containerships verður umboðsaðili Eimskips í Finnlandi. - jab Eimskip losar sig við vandræðafélag GYLFI SIGFÚSSON Forstjóri Eimskips segir einu púsli lokið í endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. „Það eru góðar líkur á að nýtt veltumet verði slegið á skulda- bréfamarkaði í vikunni,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Heildarvelta með skuldabréf nam rúmum 24,6 milljörðum króna í Kauphöllinni í gær og var þetta veltumesti dagur ársins. Til sam- anburðar nam heildarvelta allrar síðustu viku, þeirrar bestu á árinu, 58,3 milljörðum króna. Þórður segir veltuna í gær framhald af þeirri þróun sem sést hafi upp á síðkastið að viðbættu útboði Seðlabankans á ríkisbréfum, sem fram fór í gær. „Við teljum að skuldabréfamarkaðurinn nái sér á strik á þessu ári,“ segir hann. - jab Veltumesti dag- ur ársins í gær SKÓGARNES – orlofssvæði Rafiðnaðarsambands Íslands P & Ó / po.is Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.