Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 24
24 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Hjólað út í sumarið SKYLDUBÚNAÐUR HJÓLA:■ Bremsur í lagi á fram- og aftur- hjóli ■ Bjalla – ekki má nota annan hljóðmerkjabúnað ■ Ljós að framan – hvítt eða gult (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni) ■ Rautt ljós að aftan (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni) ■ Þrístrennd glitaugu – rautt að aftan og hvítt að framan ■ Keðjuhlíf – til varnar því að fatn- aður festist í keðjunni ■ Teinaglit í teinum ■ Glitaugu á fótstigum ■ Lás UMRÆÐAN Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar um umferðaröryggi Nú á vordögum fjárfesta marg-ir í nýjum hjólum eða yfir- fara hjólin sem biðu inni í geymslu í vetur. Þegar kaupa á hjól er mikilvægt að kaupa rétta stærð, þau mega ekki vera of stór. Fyrir yngstu börnin er gott að miða við að barn nái með báðum fótum samtím- is niður á jörð. Mögulegt er að ekki fylgi ljós að framan og aftan, bjalla, bretti, lás eða keðjuhlíf. Þá þarf að kaupa það sérstaklega. Fyrsta tví- hjólið þarf að vera einfalt, án auka- hluta eins og gíra eða annars sem dregur athygli barnsins frá því að hjóla. Það er mikilvægt þegar börn byrja að hjóla að þau búi yfir færni til að halda jafnvægi en það er yfirleitt ekki fyrr en um fimm ára aldur. Áríðandi er að þau kunni umferðar reglurnar. Almenna regl- an ætti að vera sú að börn undir tólf ára aldri hjóli aðeins á gangstéttum og göngu- og hjólreiðastígum. Fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem til þarf að hjóla samhliða bif- reiðum. En þótt börn hjóli ekki í umferðinni ættu reiðhjól þeirra að vera búin sama öryggis- búnaði og hjól hinna eldri. Að auki er mælt með því að settar séu appelsínugular veifur á hjól yngstu barnanna. Það auðveldar ökumönnum og öðrum farþegum að koma auga á þau. Höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiða- slysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slys en dreg- ur úr skaðanum og minnkar líkurn- ar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heila- hristings og höfuðkúpubrots, jafn- vel lífs og dauða. Skylt er að nota hjálm á reiðhjóli upp að fimmtán ára aldri en hjólreiðamenn eldri en fimmtán ára eru ekki síður í hættu að slasast ef þeir detta. Því hvet- ur Umferðarstofa alla hjólreiða- menn, unga sem aldna, til að nota hjálma. Allir hjálmar á markaði eiga að vera CE-merktir, sem þýðir að hjálmurinn uppfyllir lágmarks- kröfur um öryggi. Líftími hjálma er fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi, svo framarlega sem hjálmurinn verður ekki fyrir hnjaski. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð. Hann þarf að passa vel, sitja þétt á höfðinu og má ekki renna aftur á hnakka. Mikilvægt er að fá góðar leiðbeiningar í upp- hafi um hvernig á að stilla hjálminn þannig að hann sitji rétt á höfðinu. Ef hlífa þarf höfði við kulda er best að nota þunna lambhúshettu, „buff“ eða eyrnahlífar sem eru sérstak- lega hannaðar fyrir hjálma. Aldrei má líma eða mála á hjálminn því við það getur höggþol hans minnk- að. Þegar hjálmurinn er kominn á sinn stað og öll önnur öryggisatriði eru í lagi er ekkert annað eftir en að hjóla út í sumarið. Munum að við eigum alltaf að hjóla hægra megin ef við hjólum úti í umferðinni. Verum örugg í umferðinni – alltaf. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. UMRÆÐAN Kolbrún Baldursdóttir skrifar um hag barna Hlutverk umboðsmanns barna er víðtækt og því gerð góð skil á heimasíðu hans sem er að öllu leyti til fyrirmyndar. Í embætti umboðsmanns barna hefur ávallt verið ráðinn lögfræð- ingur. Embættið hefur verið að þróast og vafalaust tekið hvað mestum breytingum þegar skipti hafa orðið á umboðsmanni. Nýir siðir og venjur koma með nýjum embættismönnum enda þótt laga- ramminn hafi e.t.v. haldist nokk- uð óbreyttur frá upphafi. Lagaum- hverfið sem lýtur að börnum er grundvallaratriði sérhvers sam- félags sem vill gæta þess að hags- munir þeirra séu ávallt hafðir í fyrirrúmi. Þess vegna er það for- gangsatriði að fylgst sé gaumgæfi- lega með að þjóðréttarsamning- ar sem snerta réttindi og velferð barna og Ísland er aðili að séu virt- ir og að íslensk lög og reglugerð- ir sem lúta að börnum og velferð þeirra séu aðlöguð jafnóðum og aðstæður eða samfélagsumhverfið gera um það kröfur. En það eru önnur verkefni sem ekki er síður mikilvægt að embæt t i umboðsmanns barna sinni af alúð. Hér er átt við að umboðs- maður barna geri sér sér- staklega far um að vera í bein- um tengslum við börnin í samfélaginu. Leiðin að börnunum er aðeins ein og hún er sú að umboðsmaðurinn byggi sér brú yfir til þeirra með því að heim- sækja leikskóla og skóla landsins. Tilgangur heimsókna er í raun tvíþættur: að umboðsmaðurinn kynni sig og embættið og að hann kynnist raunheimi barnanna. Að sækja börnin heim í skóla þeirra er ein áhrifaríkasta leiðin ef umboðs- maðurinn hefur áhuga á að skynja, upplifa og kynnast samfélagi barna og unglinga. Það er trú mín að börnin sjálf munu hafa bæði gagn og gaman af slíkri heimsókn. Á Íslandi hefur lengst af verið borin ákveðin virð- ing fyrir mikilvægum embætt- um og ef heimsóknar er að vænta frá embættismönnum finna börn- in til sín og hlakka til. Þetta hefur margsinnis sýnt sig þegar t.d. for- seti Íslands vísiterar eða borgar- stjóri. Umboðsmaður barna hefur með þessum hætti gullið tækifæri til að ræða við börnin um fjöl- marga hluti sem lúta að þeim og umhverfi þeirra t.d. um jákvæð samskipti og hversu áríðandi það er að þau beri virðingu fyrir hvert öðru. Góð vísa sem þessi er aldrei of oft kveðin. Ávinninginn af slíkum heim- sóknum umboðsmanns barna er e.t.v. ekki hægt að mæla með bein- um hætti. En gera má ráð fyrir að því fleiri aðilar frá ólíkum stofn- unum samfélagsins sem bætast í hóp þeirra sem miðla nauðsynleg- um skilaboðum til barna auki líkur þess að þau meðtaki boðskapinn. Ég vil í þessari grein hvetja umboðsmann barna að gera sér far um að komast í beina teng- ingu við börnin í landinu, hlusta með eigin eyrum á hvað þau hafa að segja og á sama tíma ræða sér- staklega við þau um mikilvægi þess að koma vel fram hvert við annað hvort heldur þau eru í skól- anum, í hverfinu þar sem þau búa eða á veraldarvefnum. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Umboðsmaður barna heimsæki skóla reglulega KOLBRÚN VALDURSDÓTTIR UMRÆÐAN Trygggvi Axelsson skrifar um Neytenda- stofu Í Fréttablaðinu föstudag-inn 1. maí sl. birtist grein eftir Sighvat Björgvinsson, fyrrum ráðherra neytenda- mála, undir fyrirsögninni „Nú er lið að Neytendastofu“. Þar gerir Sig- hvatur að umræðuefni nýlegar hug- myndir Gísla Tryggvasonar, tals- manns neytenda, um lagasetningu þar sem kröfur eða lán til neytenda með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu tekin eignarnámi. Í greininni gætir misskilnings, sem Sighvatur hefur reyndar leiðrétt hér í blaðinu um störf og starfsemi Neytendastofu en að gefnu þessu tilefni þykir þó rétt að gera nánari grein fyrir hlutverki og starfsemi hennar. Embætti talsmanns neytenda er samkvæmt lögum sjálfstætt emb- ætti einstaklings sem skipaður er af viðskiptaráðherra og því ekki undir umsjón Neytendastofu. Hún er hins vegar sjálfstæð ríkisstofnun sem hefur það meginhlutverk sam- kvæmt lögum að starfa hlutlægt að því að tryggja öryggi og lögvarin réttindi neytenda. Neytendastofa gegnir mikilvægu stjórnsýsluhlut- verki við eftirlit og „löggæslu“ með starfsemi markaðarins hér á landi sem fara verður eftir margvísleg- um lögum sem vernda neytend- ur. Stofnunin tekur við kærum frá neytendum og fyrirtækjum eða rannsakar mál að eigin frumkvæði um ætluð brot. Neytendastofa getur með ákvörðunum bannað óréttmæta skilmála, lagt sölubann við hættu- legum vörum eða beitt sektum ef þess gerist þörf í tilefni af brotum. Auk þess vinnur Neytenda- stofa að stefnumótun á sviði neytendamála og beitir sér fyrir að gerðar verði rann- sóknir á starfssviðum henn- ar, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga fyrir neytendur og fagaðila. Reynsla af starfsemi Neytendastofu undanfarin ár sýnir að neytendur vilja að lögvarin réttindi þeirra séu virt og leita í auknum mæli aðstoðar í því sambandi eins og vaxandi mála- fjöldi hjá stofnuninni sýnir. Vanti lög eða úrræði á sviði neytenda- mála leggur Neytendastofa fram tillögur sem byggjast á þekkingu og reynslu stofnunarinnar á mark- aðsaðstæðum hverju sinni eins og lög um stofnunina kveða á um. Á grundvelli laga sem Neytendastofu er falið eftirlit með hefur hún á und- anförnum árum tekið margvíslegar ákvarðanir er varða lögmæti skil- mála og viðskiptahátta, svo sem fjármálafyrirtækja, fjarskiptafyr- irtækja, byggingarvöruverslana og ferðaskrifstofa, svo aðeins nokk- ur dæmi séu nefnd. Neytendur og aðrir viðskiptamenn sem þannig hafa fengið úrlausn mála hjá Neyt- endastofu hafa kunnað að meta að í stjórnsýslunni sé til traustur bak- hjarl sem getur framfylgt lögum um neytendavernd. Neytendur og aðilar í atvinnu- lífinu eru hvattir til að kynna sér álit og ákvarðanir Neytendastofu á heimasíðu hennar, www.neytenda- stofa.is. Þar er einnig að finna grein- argóðar upplýsingar um stofnunina sem kemur í veg fyrir misskilning um starfsemi og hlutverk Neytenda- stofu. Höfundur er forstjóri Neytendastofu. Hlutverk Neytendastofu TRYGGVI AXELSSON ÞÓRA MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.