Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 30
14. MAÍ 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● frístundir og námskeið
Tæknilegonámskeið verða í boði í sumar fyrir krakka á aldrin-
um sex til tólf ára. „Ég er með gamlan lager af tæknilegói sem
ég fékk sendan frá Lego-fyrirtækinu á sínum tíma og hef bætt
í hann eitthvað af mótorum og fleiru,“ segir Jóhann Breiðfjörð,
leiðbeinandi námskeiðanna, en hann starfaði í fimm ár sem
hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi
hjá tæknideild danska leikfangafyrirtæk-
isins Lego. Hann hefur haldið yfir
300 nýsköpunarnámskeið fyrir
grunnskólanemendur undanfar-
in ár og fjölda fyrirlestra um
skapandi hugsun bæði innan
fyrirtækja og á eigin vegum.
„Þegar ég starfaði hjá Lego
fór mig að gruna að krakkar væru ekki að
byggja mikið sjálf úr tæknilegoinu heldur færu
frekar eftir teikningum. Síðan væru hlutirnir geymdir uppi í
hillu,“ segir Jóhann sem telur hönnuði oft gera of flókna hluti
þannig að karkkar veigri sér við að rífa hlutina í sundur til að
búa til eitthvað sjálf. „Hjá mér hafa krakkarnir frjálsar hendur
með verkefni en ég kenni þeim að nota tannhjól og mótora,“ út-
skýrir Jóhann en námskeiðin eru ætluð að hvetja krakkana til að
gera tilraunir og byggja meira upp á eigin spýtur.
Jóhann hefur hins vegar einfaldar grunnteikningar fyrir
krakkana til að styðjast við en síðan er hægt að bæta við þær.
Hann segir hvern sem er geta haft gaman að tæknilegoinu enda
snúist þetta fremur um að gera tilraunir frekar en að vera klár á
vélar eða tækni.
En er þetta bara fyrir stráka? „Nei, strákar eru kannski
í meirihluta en stelpurnar eru að sækja í sig veðrið,“ svarar
Jóhann og telur stelpurnar alveg jafn góðar í tæknilegoi og
strákana.
Námskeiðin verða haldin í allt sumar í nokkrum skólum en um
tólf krakkar eru saman í hóp og
reynt verður að skipta hópunum
niður eftir aldri.
Á vefsíðu Jóhanns,
www.nyskopun.com, er
hægt að nálgast allar
frekari upplýsingar
um tímasetningar og
skráningar. - sg
Læra að búa til þyrlur
og bíla með mótorum
Jóhann Breiðfjörð kennir krökkum á aldrinum sex til tólf ára að byggja úr
tæknilegoi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hafna- og mjúkboltafélag
Reykjavíkur stendur fyrir fyrsta
Íslandsmótinu í hafnabolta.
„Þegar ég flutti hingað til að kenna
tennis var enginn hafnabolti spilað-
ur. Í gegnum starf mitt sem lands-
liðsþjálfari í tennis komst ég svo
að því að kastgetu íslenskra ung-
menna var ábótavant, en hún er ein
af undirstöðuatriðunum í tennis-
kennslu. Ég fór þess vegna að mæta
með hafnaboltahanska á æfingar
til að bæta úr því. Smám saman
vatt þetta upp á sig, fólk fór að æfa
íþróttina og fyrr en varði var ég
kominn á kaf í hafnabolta.“
Þannig lýsir Raj Bonifacius,
landsliðsþjálfari í tennis og for-
maður Hafna- og mjúkboltafé-
lags Reykjavíkur, aðdragand-
anum að stofnun félagsins á síð-
asta ári en það er fyrsta sinnar
tegundar á Íslandi. „Þetta hefur
verið reynt áður, en þá var ekk-
ert félag, engin skipulögð starf-
semi í kringum þetta,“ útskýrir
hann og bætir við að strax í fyrra
hafi þjálfarar úr röðum Evrópska
hafnaboltasambandsins (Confed-
eration of European Baseball) því
verið fengnir til að veita ráðgjöf
við stefnumótun og uppbyggingu
íslenska félagsins.
Uppátækið mæltist vel fyrir
meðal íslenskra ungmenna þar
sem fjörutíu börn voru skráð á
námskeiðin, auk þess sem full-
orðnir létu ekki sitt eftir liggja.
„Þetta voru mest drengir, því
miður, þar sem stelpur eru alveg
jafn góðar í hafnabolta. Krakkarn-
ir voru áhugasamir, sem er gott, og
mættu margir með hanska og kylf-
ur á svæðin hjá Húsdýra- og fjöl-
skyldugarðinum og í Fossvoginum
enda þarf ekki mikið meira til að
spila íþróttina. Á síðasta ári var
takmarkað við börn á aldursbil-
inu níu til fjórtán ára en nú verð-
ur tekið á móti krökkum frá sex til
fimmtán ára.“
Raj segir að gæðastaðlinum
verði haldið í ár, sem sjáist meðal
annars af því að bandaríski þjálf-
arinn Patrick Pace hafi verið feng-
inn til að kynna og kenna börnum
og fullorðnum hafnabolta, fyrst í
grunnskólum frá 25. maí og svo
almenningi frá 8. júní. „Þá verð-
ur hann með námskeið fyrir börn
í hádeginu.“
Hápunktinn telur hann án efa
fyrsta Íslandsmótið í hafnabolta
hinn 14. júní. „Ég er akkúrat núna
að hvetja íþróttafélög á höfuðborg-
arsvæðinu til að stofna lið og vera
með. Þau eru velkomin að mæta á
ókeypis kvöldæfingar hjá Pace þar
sem við erum að undirbúa menn
fyrir mótið. Þarna eiga þeir mögu-
leika á að verða fyrstu Íslands-
meistararnir í hafnabolta,“ segir
hann.
Næsta námskeið verður haldið
8. júní, en félagið er með aðstöðu
fyrir ofan Húsdýra- og fjölskyldu-
garðinn og í Fossvoginum. Nán-
ari upplýsingar á www.hafnabolti.
com. - rve
Keppt í hafnabolta í
fyrsta sinn á Íslandi
Raj segir þátttöku í hafnabolta hafa farið fram úr björtustu vonum á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þetta er hin hliðin á þessu fyrir-
brigði Facebook, sú sem snýr að
markaðssetningu og viðskiptum,“
segir leikstjórinn og framleiðand-
inn Maríanna Friðjónsdóttir, sem
kennir námskeiðið Facebook sem
markaðstæki hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands dagana 27. og 28.
maí.
Facebook hefur að hennar sögn
fremur verið nýtt til persónulegra
samskipta hingað til. Á námskeið-
inu verður hins vegar lögð áhersla
á markaðssetningu fyrirtækja og
stofnana með hjálp Facebook en
sú aðferð hefur verið að ryðja
sér til rúms vestanhafs. „Fyrir-
tæki ytra hafa smám saman áttað
sig á því að nýta má samskiptin á
fleiri vegu en til persónulegra tjá-
skipta,“ bendir hún á og bætir við
að aðferðin eigi fullt erindi við
Íslendinga. „Við þurfum að gera
okkur grein fyrir þeim möguleik-
um sem þetta býður upp á enda eru
notendur yfir tvö hundruð milljón-
ir um allan heim.“
En er ekki hætt við því að
Facebook glati aðdráttarafli sínu
nái markaðssetning þar yfirhönd-
inni? „Alls ekki. Sú persónulega
nálgun sem Facebook býður upp á
smitar viðskiptaleiðina, markaðs-
setningin verður því sjálfkrafa
persónulegri,“ segir Maríanna,
sem kveðst vera mikill internet-
nörd. „Mér finnst bara öll hug-
myndavinna áhugaverð og hvern-
ig hugmyndum er komið á fram-
færi, hvort sem það er á netinu eða
í öðrum miðlum.“
Facebook-námskeiðið er nú
kennt í þriðja sinn vegna mikilla
vinsælda og ætlar Maríanna að
auki að vera með sérstakt fram-
haldsnámskeið 3. og 4. júní. Nánar
á www.endurmenntun.hi.is. - rve
Facebook metið til fjár
„Facebook byrjaði árið 2004 og var svo
opnað almenningi 2006. Við það varð
gríðarleg sprenging,“ segir Maríanna.
Auglýsingasími
– Mest lesið