Fréttablaðið - 14.05.2009, Page 35
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 frístundir og námskeið ● fréttablaðið ●
„Bestu brögðin eru dregin fram
á einu kvöldi,“ segir Friðgeir Ingi
Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari
veitingahússins Gallery á Hótel
Holti, um matreiðslunámskeið þar
á bæ.
„Við förum yfir hvernig eigi að
að útbúa þriggja rétta veislumáltíð
á aðeins tveimur tímum,“ útskýr-
ir hann og bætir við að þátttakend-
ur verði margs vísari um hvernig
eigi að bera sig að við veisluhöldin
heima án þess að stressast. „Gest-
gjafinn á að geta fengið sér for-
drykk með gestunum í rólegheit-
unum,“ bendir hann á og segir að
með góðu skipulagi megi láta allt
ganga vel fyrir sig. Þegar þátttak-
endur hafa lokið við eldamennsk-
una fá þeir að gæða sér á réttunum
ásamt völdum vínum, um leið og
helstu atriði námskeiðsins verða
rifjuð upp.
Friðgeir bendir á að einnig sé
tekið á móti lokuðum hópum, eins
og sauma- og veiðiklúbbum. „Það
hefur komið skemmtilega út þegar
strákahópar koma til að elda og
bjóða svo konunum sínum í mat og
heilla þær þannig upp úr skónum
með glæsilegri framkomu.“
Næstu námskeið verða haldin
19. og 26. maí en þá er farið yfir
hvernig eigi að elda hina fullkomnu
grillsteik fyrir sumarið. - vg
Rúmlega fjörutíu nemendur
við Háskóla Íslands munu sitja
nýstárlegt námskeið í útvarps-
þáttagerð í sumar. Margt
reyndasta útvarpsfólk landsins
kennir og verða þættirnir flutt-
ir á RÚV í vetur.
„Það hefur verið draumur minn
í nokkur ár að það verði hálf-
tíma háskólaútvarp í viku hverri í
Ríkisútvarpinu. Og nú sýnist mér
sá draumur ætla að verða að veru-
leika,“ segir Kristín Einarsdótt-
ir, aðjúnkt í þjóðfræði, dagskrár-
gerðarmaður og umsjónarmaður
nýs námskeiðs sem Háskóli Ís-
lands býður í sumar í samstarfi
við RÚV.
Nemendur munu vinna út-
varpshandrit og gera útvarps-
þætti, byggða á þekkingu sinni og
hugmyndum sem sprottið hafa úr
námi þeirra.
Kennslan fer fram í höfuðstöðv-
um Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í
þrjár vikur í sumar. Þaulvant fjöl-
miðlafólk, sem er hlustendum Rík-
isútvarpsins að góðu kunnt, kemur
að kennslunni. Þeirra á meðal eru
Hjálmar Sveinsson, Ævar Kjart-
ansson, Elísabet Indra Ragnars-
dóttir, Lísa Pálsdóttir, Lana Kol-
brún Eddudóttir, KK og margir
fleiri.
Hugmyndina að námskeiðinu
fékk Sigrún Stefánsdóttir, dag-
skrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2,
þegar Háskólinn var að leita leiða
til að bæta námsframboð á sumar-
önn fyrir nemendur sína. Hún seg-
ist stolt og ánægð með framtakið.
„Þátttökulistinn og mikill áhugi
starfsmanna RÚV á að taka þátt
sýnir að það var þörf fyrir þetta
nám,“ segir hún. „Við erum spennt
að fá ungt fólk hérna inn og ég held
að það eigi eftir að verða vítam-
ínsprauta fyrir okkur. Hver veit
nema við finnum líka þarna dag-
skrárgerðarfólk framtíðarinnar.“
Námskeiðið byggir á grunni
námskeiðs í þjóðfræði sem Krist-
ín hefur kennt í mörg ár, þar sem
nemendum bauðst að gera tíu
mínútna útvarpsþátt í stað þess
að skila ritgerð. Út úr því munu
margir góðir útvarpsþættir hafa
sprottið.
Háskólanemar hafa tekið nám-
skeiðinu vel og hafa 47 nú þegar
skráð sig. Áhugasamir utan Há-
skólans verða að bíða og vona að
haldið verði áfram, því námskeið-
ið býðst eingöngu þeim sem skráð-
ir voru í Háskólann í vetur.
Rúsínan í pylsuendanum er svo
sú að nemendur uppskera ríkulega
afrakstur erfiðis síns, þar sem
þættirnir verða á dagskrá Ríkis-
útvarpsins á komandi vetri. Há-
skólaútvarpið hefst þó strax í júní,
en þá hefst flutningur þátta þjóð-
fræðinema sem teknir voru upp í
vetur. - hhs
Rjóminn af RÚV
Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og dagskrárgerðarkona, er umsjónarmaður nám-
skeiðs í þáttagerð sem haldið verður í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kennir bestu brögðin
Friðgeir Ingi stjórnaði eldhúsi Michelin-
staðarins Clairfontaine í Lyon í Frakk-
landi í fimm ár og lumar því á leyndar-
málunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
62%
40%
Fréttablaðið stendur upp úr
Allt sem þú þarft... ...
44%
73%
12–80 ára
34%
74%
18–49 ára
Lestur á höfuðborgarsvæðinu
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á
samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir.
Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum
á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Meðallestur á tölublað m.v. allt landið, 12–80 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 - apríl 2009.