Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 46
30 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 21. Hljómsveitin Mingus Ah Um kemur fram í Múlanum, Jasskjallaranum á Café Cultura á Hverfisgötu 18. Til- efnið er 50 ára afmæli samnefndrar plötu Charles Mingus. Hún er ein af merkustu plötum djasssögunnar og efni hennar flutt þar í heild sinni af einvalaliði spilara. > Ekki missa af Sinfóníutónleikum í kvöld sem verða vafalaust stórvið- burður, því þá leikur rússneski píanistinn Olga Kern einn vinsælasta einleikskonsert allra tíma, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rakmaninoff. Auk þess leikur hljómsveitin sinfóníu nr. 4, Ítölsku sinfóníuna, eftir Felix Mendelssohn en hún er með eindæmum fjörug og eitt þekktasta verk hans. Mikið er auglýst ný kvikmynd sem frumsýnd var í gær sem byggir á Englum og djöflum eftir Dan Brown. Minna fer fyrir frétt- um af nýrri skáldsögu hans sem kemur út vestanhafs 15. septemb- er, The Lost Symbol, bæði á bók og í hljóðbókarútgáfu. Da Vinci-lyk- illinn seldist í 81 milljón eintaka um heim allan. Fyrsta prentun vestanhafs verður 5 milljónir ein- taka. Í nýju bókinni er enn fylgst með Robert Langdon og gerist sagan á tólf klukkustundum. Útgefandi Brown á Íslandi, Bjartur, fær ekki handrit til vinnslu fyrr en 15. september og er stefnt að útgáfu verksins í síðari hluta október hér á landi. Er hætt við að nýja sagan verði fyrirferðarmikil í sölu skáld- sagna hér á landi síðari hluta ársins og fram á næsta ár. Hr. Ferdinant, bókaútgáfa Snæ- björns Arngrímssonar í Dan- mörku, gefur bókina út þar og er henni lofað á náttborð danskra fyrir jól á vefsíðu fyrirtækisins. Þar eru kynntir margir erlendir höfundar afþreyingarskáldsagna og vandaðri bókmennta en allur sá listi ber þess merki að þar ræður húsum fyrrum útgefandi Bjarts. - pbb Táknið týnda kemur í haust DAN BROWN Þegar Evrópa var að lokast snemma á stríðsárunum opnaðist íslenskum náms- mönnum ný veröld til menntunar: Banda- ríkin. Víst höfðu margir leitað þangað áður en hópur- inn sem sótti vestur í og upp úr stríði átti eftir að verða áhrifamikill í íslensku þjóðlífi: tónlistarmenn, leikarar, rithöfundar og myndlistarmenn. Sumar- sýningar Listasafns Reykjavíkur verða opnaðar á föstudag um leið og Listahátíð hefst: önnur þeirra er Frá Unuhúsi til Áttunda strætis og hefur verið í undirbúningi í þrjú ár. Þar má sjá olíumálverk eftir tvær vinsælar myndlistarkonur sem sóttu vestur og ílentust þar, Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur: Fæst verkanna hafa verið sýnd áður hér á landi auk verka eftir lærimeistara þeirra beggja, Hans Hofmann og aðra nemendur hans sem getið hafa sér gott orðspor vestanhafs; Robert De Niro eldri, Nell Blaine og Jane Freilicher. Stór hluti sýningarinnar er helgaður verkum sem Louisa og Nína máluðu af samferðamönnum sínum í Unuhúsi en sú syrpa stendur ein og sér og er vel þekkt þótt ekki hafi Unuhúss-verkunum áður verið safnað saman. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Sýningin stendur til 30. ágúst. Samtímis verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á íslenskri hönnun sem er unnin í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Er henni ætlað að kynna brot af því besta sem er að gerast í íslenskri hönnun í dag með áherslu á húsgagna-, vöruhönnun og arki- tektúr í víðum skilningi. Sýndir verða hlutir sem eru í framleiðslu og valdar perlur íslensks samtíma arkitektúrs frá um 20 hönnuðum. Markmið sýn- ingarinnar er að kynna á skýran og upplýsandi hátt íslenska hönnun eins og hún gerist best hvað varðar fagurfræði, formskilning, framleiðslu og heildarhönnun. Hönnunarmiðstöð Íslands hyggst nota sýninguna áfram til að kynna íslenska hönnun á erlendri grund. Samhliða hönnunarsýningunni verður kynning á „vaxtarbroddum“, þ.e. efnilegum hönnuðum sem eru að taka sín fyrstu skref. Það verkefni er unnið fyrir tilstuðlan Hönnunarsjóðs Auroru. Sýningarstjóri er Elísabet V. Ingvarsdóttir og stendur sýningin til 9. ágúst. pbb@frettabladid.is ÁHRIFIN FRÁ NEW YORK MYNDLIST Sjálfsmynd eftir Nínu Tryggvadóttur. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR Verandi friðelskandi þjóð, er við hæfi að Universal Peace Federation haldi áhugaverðan fund í Fríkirkjunni í Reykjavík undir þemanu “Ein fjölskylda undir Guði” á föstudaginn 15. maí kl. 17.30 í samvinnu við Fjölskyldudag Sameinuðu þjóðanna. Dagskráin mun innihalda japanska tónlist, Ewa Tosik spilar á fi ðlu, kirkjukór fríkirkjunnar syngur og Gunnar Kvaran spilar á selló. Ræðumenn eru frá mismunandi trúarbrögðum og munu framkvæma “vatnsathöfn” þar sem mismunandi trúarhópar koma saman fjölskylda sem er upptök friðarins og ljúka fundinum. Fundurinn verður að mestu á ensku. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Creature - gestasýning Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Kardemommubærinn DEADHEAD´S LAMENT NEMENDALEIKHÚSIÐ 14. - 23. maí 2009 eftir Tony Vezich HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ MIÐASALA í s: 555 2222 og á midi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.