Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 14.05.2009, Síða 52
36 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > TONY TIL VARNAR Carlos Bernard, sem leikur Tony Al- meida í 24, hefur komið meðleik- ara sínum, Kiefer Sutherland, til varnar. Kiefer er sakaður um líkamsárás en Bernard trúir ekki sökunum upp á sinn mann. „Kiefer er einn af mínum bestu vinum og hann er frábær. Ég hef verið í sam- kvæmum og á börum með honum um allan heim og hann er alltaf kurteis við fólk,“ segir Bernard. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 14. maí 2009 ➜ Myndlist Maria Edit Antal hefur opnað málverkasýninguna „Hinar vaxandi hjartans rætur“ á Laugavegi 51. Opið mán. - sun. kl. 12-18. ➜ Tónleikar 20.00 Þráinn Hjálmarsson og Ásgeir Aðalsteinsson frumflytja eigin verk á Kjarvalsstöðum við Flókagötu á úskrift- artónleikum tónlistardeildar LHÍ. 20.00 Á Kimakvöldi í Sódóma Reykja- vík við Tryggvagötu koma fram: Reykja- vík!, Ben Frost, DLX ATX og Skelkur í bringu. 20.00 Þrjár Raddir og Beatur verða á B5 við Bankastræti 5. Beatur þeytir skífum milli atriða. Aðgangur ókeypis. 21.00 Mingus Ah Um spila á tónleik- um jazzklúbbsins Múlans, í kjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. 22.00 Vísna- og Blústríóið Gæðablóð leikur fyrir gesti Næsta bars við Ingólfs- stræti. Aðgangur ókeypis. „Ég var alveg pollrólegur yfir þessu, þetta var auðvitað hörku- spennandi en ég var alveg handviss um að við værum í síðasta umslag- inu,“ segir Ólafur Ólafsson, kær- asti Jóhönnu Guðrúnar Jónsdótt- ur. Hann er kominn til Moskvu til að styðja við bakið á unnustunni í Eurovision-orrustunni ásamt föður sínum, athafnamanninum Ólafi Björnssyni. Ólafur bætir því við að spennan hafi tekið mest á móður Jóhönnu sem hafi setið við hlið hans en sjálfur hafi hann haldið ró sinni. „Ég var bara alveg hæfilega spenntur.“ Aðspurður hvernig föður hans hafi litist á keppnina segir Ólafur að hann hafi, líkt og aðrir Íslendingar, verið nokkuð spenntur. Honum hafi hins vegar verið meinilla við belg- íska lagið CopyCat. Í gær var svo komið að frídegi hjá Eurovision-hópnum og þá var kærkomið tækifæri fyrir parið unga að eyða smá t í m a s a m a n . Enda hefur Eur- ovision-þátttak- an átt allan hug Jóhönnu undanfarnar vikur og mánuði. Ólafur kvaðst þó ekki vera búinn að kaupa blóm handa spúsu sinni því hann ætlaði að geyma bestu rósirnar þangað til á laugardag- inn. „Þegar hún vinnur þessa keppni,“ segir Ólafur, alveg sann- færður um íslenskan sigur í Moskvu. Ekki að ósekju. Eins og heyra mátti í útsendingunni í gær var alveg gríðarlegur stuðningur við íslenska lagið og blaðamenn í Moskvu eru ákaflega bjartsýn- ir fyrir Íslands hönd. „Þetta var bara hálfur sigur, nú förum við bara alla leið.“ Þau Ólafur og Jóhanna ætluðu þó að leyfa sér þann munað að fara út að borða saman og fagna þess- um áfanga en svo taka við þrot- lausar æfingar og undirbúning- ur fyrir úrslitakvöldið sjálft en Jóhanna verður sjöunda á sviðið á laugardaginn. - fgg Kærasti Jóhönnu hélt ró sinni í Moskvu ÁFRAM SUNGIÐ Jóhanna syngur sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa með laginu Is it True? FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leikkonan Megan Fox hefur formlega lýst því yfir sem allir vissu og allir hugsa; að Hollywood sé yfirborðs- kenndur vinnustaður. Fox segir að fjölmargir fram- leiðendur hafi hafnað henni í alvarlegri hlutverk af því hún þyki of sæt. Megan Fox var næstum óþekkt með öllu þegar hún sló í gegn í kvikmyndinni Transfor- mers. Hún hefur síðan þá verið í kastljósi fjölmiðla og sú athygli á ekki eftir að minnka þegar fram- haldsmyndin verður frum- sýnd. Fox viðurkennir hins vegar að hana langi til að takast á við erfiðari og meira krefjandi hlutverk. Framleiðendur hafi hana hins vegar ekki í huga þegar valið sé í slíkar kvikmyndir. Hún sakar því kvikmynda- framleiðendur um að búa til falsheim þar sem allt er falt fyrir fegurð en þegar á hólminn er hún síðan notuð sem afsökun til að hafna. „Ég er ótrúlega fúl yfir því að menn skuli sífellt hafna mér á grundvelli þess að ég sé of falleg, þetta er svo mikil hræsni. Ef ég væri ekki eins og ég er hefði ég ekkert að gera í Hollywood. Þessi borg er það yfirborðs- kenndasta sem ég veit um.“ Yfirborðskennd Hollywood ÓSÁTT Megan Fox er ósátt við Hollywood, segir hana vera yfirborðskennda. STUND MILLI STRÍÐA Jóhanna Guðrún og kærastinn, Ólafur Ólafsson, ætluðu að fara út að borða í kvöld í tilefni af góðum árangri, blómvöndurinn kemur þegar sigur er í höfn. VW Passat – 2001 1.8 Með 12% AO afslætti: 63.680 VW Passat – 2001 1.8 Atlantsolía - Lónsbraut 2 220 Hafnarfirði - Sími 591 3100 - atlantsolia@atlantsolia.is VARAHLUTIR 26% sparnaður! Sæktu um ókeypis dælulykil, www.atlantsolia.is Mismunur 26% eða 22.054 kr. Sími: 567 6020 Atlantsolía hefur samið við AB-varahluti Bíldshöfða 18. Þannig njóta dælulyklahafar Atlantsolíu 12% afsláttar af varahlutum. Með 15% N1 afslætti: 85.734 Verðkönnun gerð af Atlantsolíu. P IP A R • S ÍA • 9 0 6 4 5 Kate Winslet lætur aldrei frá sér hring sem hún fékk að gjöf frá mótleikara sínum í Titanic og Revolutionary Road, Leonar- do DiCaprio. Leikkonan neitar að taka hann af sér og fer með hann hvert sem hún fer. DiCaprio lét víst skrifa falleg orð til Kate innan á hringinn en leikkonan hefur víst ekki viljað upplýsa hver þau eru. „Ég mun aldrei upplýsa það,“ sagði Kate við breska blaðamenn nýverið. Elskar hringinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.