Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 2

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 2
74 SIÍINFAXI í Barnaskólahúsinu á Eyrarbakka að kvöldi 5. mai 1920. Voru stofnendur 43. 20 þeirra voru 14 ára ung- lingar, er lokið höfðu fullnaðarprófi í barnaskólan- um fáum dögum áður. Nokkrir hinna voru nemend- ur úr ungmennaskóla, er starfað liafði í þorpinu vet- urinn fyrir. Heita mátti, að allir væru stofnendur kornungt fólk, nema tveir, er komnir voru yfir þrí- tugt, þau Jakobína Jakohsdóttir kennari og Gísli Pétursson héraðslæknir. Aðalforgöngumaður félagsstofnunarinnar var Að- alsteinn Sigmundsson, er flutzt hafði til Eyrarhakka haustið fyrir og tekið við forstöðu barnaskóla þorps- ins. Hann samdi uppkast að lögum félagsins og réði því, að það var sniðið við hæfi ungra félaga, meira en titt er um íslenzk U. M. F. Helztu aðstoðarmenn Aðalsteins við félagsstofnunina voru þeir Iíonráð Gíslason og Ragnar Jónsson, nú verzlunarmenn í Reykjavík, og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, nú blaða- maður í Reykjavík. Deildaskifting. — U. M. F. E. var skift í tvær deild- ir, eldri og yngri, með lagabreytingu á aðalfundi 1921. Var fyrsti fundur yngri deildar lialdinn 2. febr. það ár. Skyldu ófermdir félagar vera i yngri deild, en flytjast í eldri deild án inntöku, er fermdir væru. Síðan liafa deildirnar starfað að nokkru leyti sem tvö félög, með sameiginlegum lögum, yfirstjórn, sjóði o. fl. Deildirnar halda flesta fundi livor út af fyrir sig, en einstöku sameiginlega. Stjórn aðalfélagsins er jafnframt stjórn eldri deildar, og sú deild hefir með höndum framkvæmdir félagsins og fjárreiður. Yngri deild hefir sérstjórn, skipaða hörnum innan 14 ára aldurs. Þrír fulltíða félagar vinna með deildinni og leiðbeina henni, formaður félagsins og tveir aðrir, er liann tilnefnir á aðalfundi. Forysta. — Starfsemi, andi og árangur æskulýðs- félaga veltur á engu jafnmikið og þeim mönnum, er

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.