Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 7

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 7
SKINFAXl 79 an 16 ára aldurs hafa flutt 8 fyrirlestra, og liafa þeir yfirleitt verið mjög prýðilegir. Þeirra mest þrekvirki var fyrirlestur, er Daníel Ágústínusson flutti i árs- byrjun 1928, þá 14 ára gamall, um árið 1927. Talaði liann í 1% klst. og gaf furðulega glöggt og tæmandi yfirlit um atburði ársins. Veturinn 1922—’23 var flutt- ur flokkur fyrirleslra um mannslíkamann. Annars hafa helztu fvrirlestraefni verið þessi: íslenzkir merkismenn, 9 fyrirl.; einstök héruð og staðir, 5 fyr- irl.; ungmennafélagsskapurinn, 5 fyrirl.; ástir, 3 fyr- irl.; prúðmennska; kurteisi; útinautnir; Eyrarbakki fyrir síðustu aldamót; útvarp; skátahreyfingin; lífið i dönskum lýðliáskóla o. s. frv. Blaðaútgáfa. — Félagið gefur út tvö blöð. „Geisli“ er blað félagsheildarinnar og eldri deildar, en „Stjarna" hlað yngri deildar. Þau flytja ritgerðir, kvæði, sögur, skrítlur o. fl., sem félagsmenn hafa frumsamið eða þýtt. í blöðunum liefir hirzt fjöldi Ijósmynda úr lifi félagsins, skemmtiferðúm j)ess, iðn- sýningum o. fl., og af öðru, er blöðin fjalla um. Eru myndirnar límdar inn í lesmálið, þar sem við á. Um skeið fluttu blöðin allmikið af teikningum, á meðan Sigurjón Ólafsson, nú myndhöggvari, starfaði í félaginu, þá innan við og um fermingu. Blöðin eru rituð í vandaðar, bundnar pappírsbækur. Tveir rit- stjórar stýra hvoru blaði. Skipa þeir þriggja manna ritnefnd fyrir livert tölublað, en færa sjálfir efnið í bælcurnar, til þess að tryggja snyrtilegan frágang. — Eitt sinn gaf yngri deild út fjölritað jólablað af „Stjörnu“. Flutti það m. a. frumsamda jólasögu eftir 12 ára dreng. BindincLisstarf. — Um það skrifar Sigurður Ivrist- jáns: „Það hefir nokkuð oft borið við, er eg hefi verið að tala um ungmennafélögin yfirleitt, við menn, er lítið hafa þekkt til þeirra, að þeir hafa gert lítið úr

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.