Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 15.03.1930, Qupperneq 14

Skinfaxi - 15.03.1930, Qupperneq 14
86 SKINFAXI leitaði æskulýður burtu til fjörugra atvinnulífs en var lieima fyrir. Af þessu leiddi, að U. M. F. E. missti mikinn fjölda ungmenna sinna, jafnóðum og þau uxu til verulegra starfa í félaginu. Hefir það því jafan átt tiltölulega fáu vönu starfsliði á að skipa, en lilutfallslega miklu ótaminna krafta. Þetta hefir valdið fél., einkum forystumönnum þess, ýmsum örð- ugleikum, er eigi skal nánar um rætt hér. Við þetta bætist, að af útstreyminu hefir leitt trúleysi almenn- ings á þorpið og framtíðina. Hefir það vitanlega eigi orðið félaginu til brýningar, en á iiinn bóginn gert tilveru þess þýðingarmeiri. Skylt er að geta þess og þakka, að U. M. F. E. hefir jafnan átt vinsældum og viðurkenningu að fagna, meðal eldri kynslóðar þorpsins. Þýðing. — Ungmennafélög eru starfsfélög að vísu, en gildi þeirra lilýtur þó jafnan mest að liggja í skerfi þeim, sem þau leggja til menningar og þroska þjóð- ar vorrar. Þess vegna verður eigi hjá því komizt nú, þegar litið er yfir tiu ára starf U. M. F. E., að reyna að gera sér ljóst, hverja uppeldislega og þjóðernis- lega þýðingu félagið hefir Iiaft fyrir félagsmenn, þorpið, sem í var unnið, og þjóðarheild vora. Verð- ur sú þýðing að vísu hvorki þreifuð né séð, — hvorki vegin né metin. Forgöngumönnum U. M. F. E. var það ljóst, þeg- ar í upphafi, að þá var félagið hezt tryggt sem starfs- félag, ef það rækti vel skyldur sínar sem uppeldis- félag. Að þá var framtíð þess örugg, ef það átti jafn- an unga krafta og þeir kraftar fengu viðnám og við- fangsefni að spreyta sig og temjast á. Þess vegna var félagið sniðið á þá lund, að regluleg æska hefði þang- að nokkuð að sækja. Það var og ljóst, að börn fram að gelgjuskeiði eiga enga samleið með þroskuðum unglingum, um hugðarefni, skilning né starfhæfni. Það er hins vegar mikils vert, að draga hugi harna

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.