Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Síða 15

Skinfaxi - 15.03.1930, Síða 15
SKINFAXI 87 að hugsjónum U. M. F. og temja þeim félagsstörf. Þess vegna hefir U. M. F. E. starfað í tveimur deild- um allt frá fyrsta ári, yngri deild og eldri. Skift var um fermingu milli deilda, en nýfermdir unglingar liafa átt jafnan aðgang að báðum deildum. Auðvitað varð ekki hjá því komizt, að fullorðnir félagar úr e. d. væru i verki og ráðum með y. d. Þessir hjálpendur y. d. áttu um tvær leiðir að velja. Önnur var sú, sem almennt er að „gæzlumenn“ barna- félaga noti: að liugsa sjálfir allt ráð deildarinnar, vinna störf hennar, stjórna börnunum eins og óvit- um eða skólakrökkum og „skemmta“ þeim á fund- um og samkomum, en láta þau sjálf aðgerðalítil. Hin leiðin, sú, sem hér var valin, er að láta börnin hugsa og vinna sjálf öll störf félagsins, utan og innan funda; en fullorðnir félagar væru aðeins ráðunautar, er þau gætu leitað til, er þau vildu, en eigi húshændur né stjórnendur. Þarf eigi orðum að eyða að því, að síð- ari leiðin liefir stórum meira uppeldisgildi. Framan af æfi yngri deildar þurftum við, leiðbein- endur hennar, allmikið að hafa hönd í bagga með um stjórn liennar og starfsemi, meðan allt var í bernsku og föst starfsform að myndasl. En á síðari árum má heita, að hörnin liafi sjálf gersamlega bor- ið liita og þunga deildarinnar. Þau hafa sjálf samið starfskrár sínar, án þess aðrir kæmu þar nærri, og verið furðu nösk að velja öllum félögum liæfileg verkefni. Þau stýra sjálf fundum sínum, kvöldvök- um og skemmtunum og vinna á þeim öll verk. Og er þau hafa farið skemmtiferðir, hafa þau samið sjálf um bifreiðir, jafnað niður gjöldum og heiml þau inn. Eg nefni eina ársskemmtun sem dæmi þess, hve y. d. er látin sjálfri sér nóg. Þar fór þetta fram: Glímuflokkur y. d. sýndi glímu. Nokkur börn léku þátl úr Nýjársnóttinni. Flokkur harna sýndi söng-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.