Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 15.03.1930, Side 17

Skinfaxi - 15.03.1930, Side 17
SKINFAXI 89 ar starfskrár eru samdar, er þess ætíð gætt, að draga yngstu félaga fram til starfa, alveg jafnhliða liinum, sem eldri eru og þroskaðri. Sem dæmi þess skal nefnt, að 5 drengir 14—16 ára gamlir, liafa flutt 8 langa og vel samda fyrirlestra í félaginu, um efni, sem þeim voru valin. í það hafa þeir orðið að leggja mikla vinnu, tvímælalaust þroskandi, — að viða að efni, raða þvi saman og semja. Yfirleitt hefir félagið jafnan lagt ríka álierzlu á það, að vera félagsmönnum skóli, þar sem þeir fengju umhugsunarefni, áhugamál, fræðslu og tamningu. Eg efast ekki um það, að eyrbekksk æska síðustu tíu ára er mun betur á sig lcomin vegna félagsins, en án þess hefði verið. Og eg veit, að fjölmörgum fé- lagsmönnum er þetta ljóst, og þeir hera lilýjan hug til fél. vegna þess. — U. M. F. E. hefir, svo sem vera her um U. M. F., jafnan talið það helgustu skyldu sína, að velcja og glæða ættjarðarást félaga og þjóðrækni, og kenna þcim að meta og virða það, sem íslenzkt er, um ann- að fram. Við þetta hafa umræðumál og fyrirlestra- efni oft verið miðuð. Kvöldvökur fél., þjóðlegar sýn- ingar á skennntunum þess, vikivakanámsskeið, söngvaval á fundum og allur andi fél. yfirleitt, hefir að því miðað, að vekja félögum meðvitund um það, að „íslendingar viljum vér allir vera“, og vilja til þess, að vinna „Islandi allt“ sitt starf. Um þá mót- un, er ungir félagar hafa orðið fyrir í þvi efni, er hægast að vísa til ritgerðar Eiriks J. Eiríkssonar í 2. h. Skinfaxa þ. á. Djarflcgar vonir um glæsilega framtíð og dáðrik störf hvíla á U. M. F. E. Þær rætast allar — ef félags- menn vilja.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.