Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 18

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 18
90 SKINFAXI Minning. Vigdís Ólafsdóttir var einn stofnandi U. M. F. E. og aðalstarfsmaður þess til dauðadags. Þess vegna verður saga félagsins ekki skrifuð, nema hennar sé get- ið um leið. Sökum frábærra hæfileika og ágætrar skap- gerðar, var hún jafnan í fremstu röð, elskuð og virt af öllum samferðamönnum sín- um á lífsleiðinni, bæði á heimili, í skóla- og félagslifi. Hér verður aðeins minnst á starf hennar í þágu U. M. F. E. Hún tók þátt í fram- kvæmdum félagsins með fjöri og áhuga, svo sem henni var lagið, enda var hún oftast í nefndum, sem áttu að sjá um stærstu viðfangsefnin, svo scm iðnaðarnámsskeið, lieimilisiðnaðarsýningar, iiiutaveltur, íþróttanámskeið, skemmtiferðir, skemmti- samkomur o. fl. Stjórnendur félagsins máttu jafnan ganga að því vísu, að því máli var vel borgið, sem liún tók að sér. Og hún var fús til þess að fórna kröftum sinum í þágu félagsins, eftir því sem tími hennar leyfði, því að henni þótti vænt um það, og vildi vinna að framförum þess í öllu. Hún tók jafn- an góðan þátt í fundastarfseminni, bæði í umræðum og útgáfu blaðsins, enda var hún fyrsta konan, sem send var á liéraðsþingið að Þjórsártúni. Hún var tvívegis kjörin til þess starfa. En liún gat aldrei fram- kvæmt það í síðara skiftið, því að þá var lokað lífs- ins bók. Hún andaðist 11. jan. 1926, aðeins 21 árs. Við félagar hennar minnumst hennar jafnan sem Vigdís Ólafsdóttir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.