Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 20

Skinfaxi - 15.03.1930, Page 20
92 SKINFAXI framan búðarborðin, komu nú saman til þess að hlusta á menntandi fyrirlestra, lesa saman fræðandi rit, rabba saman um nauðsynjamál þorpsins í framtíðinni, og loks til þess að njóta nauðsynlegra skemmtana saman. Einn þýðingarmikill þáttur i fræðslustarfi félagsins var útgáfa félagsblaðs, er einn- ig ýtti undir unglingana að koma fram opinberlega í ræðu og riti. Þannig óx félagslyndi, og er til stórverkanna kom, fundu menn fljótt, hve átök æskunnar eru sterk, ef hún er sameinuð. Áhrifa U. M. F. E. gætir víða, bæði beinlínis og óbeinlínis. Góðtemplarahreyfingin, sem siðar varð til þess að útrýma svo að segja öllum drykkjuskap hér, á að mestu að þakka U. M. F. E. sínar ágætu viðtökur almennings. U. M. F. E. hefir starfað hér að ýmsum framfara- og menn- ingarmálum fleirum. Iðnaðarnámskeið félagsins hafa t. d. orðið öðrum til fyrirmyndar. Að lokum vil eg nota tækifærið til þess, fyrir hönd þorps- búa, að þakka þeim Aðalsteini Sigmundssyni og Ingimari Jó- hannessyni, sem nú eru, þvi miður, báðir fluttir héðan, fyrir þeirra mikla og óeigingjarna starf sem æskulýðsleiðtogar hér á Eyrarbakka. Er það mín innileg ósk, að við fáum fyr eða síðar sýnt þeim augljósa ávexti sins dáðrika starfs hér: Vax- andi félagslíf, aukna almenna þekkingu og sameiginleg átök við að skrýða landið og losa andann úr viðjum hégómlegs munaðar. Mundakoti, 26. april 1930. Jón Einarsson. Baðstofukvöld. Löngum hefir verið vitnað í unaðsstundir þær, sem kveð- skapurinn gamli og góði veitti íslenzku sveitaheimilunum um ömuna tið. Þegar gaddliriðar lömdu utan lnisin með ógur- legum hvin, tók raddsterkur kvæðamaður sér bók í liönd, og atti kappi við storm og stórhrið, og því hærra sem hvein i rjáfri, þvi æstari gerðust vikingasöngvar kvæðamannsins, óx honum móður og röddin varð mýkri og hreimmeiri, og eftir skamma stund hafði liann allt á valdi sinu, jafnt stormhljóð og snælduhvin, og samstillta liugi heimilisfólksins, sem brunnu af eldi og áhuga æ þvi meir, sem söngur kvæðamannsins gerð- ist áhrifameiri. Jók söngurinn að mun hraða og áheldi hinna vinnandi handa. Svo segir þjóðskáldið Einar Benediktsson:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.