Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1964, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.04.1964, Qupperneq 13
12. Landsmót UMFI að Laugarvatni næsta sumar Nú er ákveðið að 12. landsmót UMFÍ verði háð að Laugarvatni 3. og 4. júlí 1965. Héraðssambandið Skarphéðinn hef- ur tekið að sér framkvæmd mótsins og fjárhagsábyrgð. Kosin hefur verið 5 manna Landsmótsnefnd. Hana skipa: Stefán Jason- arson, Vorsabæ, formaður; Björn Sigurðsson, Úthlíð, Hermann Guðmundsson, Blesa- stöðum, Hermann Sigurjónsson, Raftholti, og frá stjórn UMFÍ Ármann Pémrsson, Reykjavík. Landsmótsnefndin vinnur að víðtækum undirbúningi mótsins í samráði við stjórn HSK og stjórn UMFÍ. Eins og kunnugt er, þá er aðstaða á Laugarvatni að mörgu leyti ákjósanleg til að halda þar slíkt mót. Þar eru stór húsa- kynni, greiðar samgönguleiðir að og frá staðnum, mikil náttúrufegurð, og þar er staðsettur íþróttakennaraskóli fslands með tilheyrandi íþróttamannvirkjum. í síðasta hefti Skinfaxa voru birtar regl- ur um íþróttakeppnina, nema starfsíþrótt- irnar. Starfsíþróttir. 23. þing UMFÍ lagði til, að á næsta landsmód UMFÍ fari fram keppni í eftir- töldum starfsíþróttum: 1. Lagt á borð og blómaskreyting 2 fl. 2. Ostafat og eggjakaka 2 fl. 3. Jurtagreining 2 fl. 4. Dráttarvélaakstur 1 fl. unglingar. 5. Gróðursetning trjáplantna 1 fl. 6. Búfjárdómar 1 fl. Stjórn og mótsnefnd heimilast þó að láta búfjárdóma fara fram á öðrum stað og tíma, ef hagkvæmara þykir. Hinn gamalkunni Laugarvatnsskóli séöur frá áhorfendasvæði íþróttavallarins. SKINFAXI L3

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.