Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1964, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1964, Side 15
hlotið 2 vinninga, er sex umferðir höfðu verið tefldar, en í síðustu sjö umferðun- um hlaut hann hvorki meira né minna en 5!/2 vinn. Og lagði bæði Friðrik og Inga að velli í þeirri hrotu. Wade hefur komið til íslands áður. Það var árið 1947, er hann tefldi hér ásamt Kanadamanninum Yan- ovsky. Þeir skákunnendur, sem lengra muna, ættu því að kannast við hann. Guðmundur Pálmason, sem varð sötti með 7 vinninga, átti einnig örðugt upp- dráttar í upphafi, en, þegar kom fram í mitt mót, tók hann mjög að sækja í sig veðrið. Þegar hann tefldi við Tal í 7. um- ferð, hafði hann einungis hlotið 2Vi vinn. Með hinu frækilega jafntefli við Tal sneri hann blaðinu við og tefldi af miklu öryggi allt til loka mótsins. Ingi R. Jóhannsson varð í 7. og jafn- framt síðasta verðlaunasæti með 6 vinn- inga. Þetta var hans fyrsta mót eftir að hann hlaut útnefningu sem alþjóðlegur meistari. Frammistaða hans olli mönnum vonbrigðum, en hafa verður það í huga, að allir, jafnvel hinir beztu meistarar, geta verið mistækir. Einnig ber að taka tillit til þess, að hann var mjög óheppinn með liti. Hann hafði svart á móti flestum sterkustu mönnunum (Tal, Gligoric, Friðrik, Jo- hannessen, Wade). í 8. sæti komu þau Magnús Sólmundar- son og Nona Gaprindashvili, heimsmeistari kvenna, með 5 vinn. hvort. Magnúsi hafði verið spáð neðsta sætinu fyrir mótið, en hann lét þau spádómsorð ekki á sér sannast og tefldi af öryggi í flestum skákum sínum. Hlaut hann sízt fleiri vinninga en efni stóðu til. Nona byrjaði allvel, en slakaði á, þegar Iíða tók á mótið. Líklegt er að þreyta hafi Halldór Laxness leikur fyrsta leikinn f.h. Tals í fjöltefli, sem Tal tefldi á vegum M.Í.R. (Ljósm. A.K.). valdið þar mestu um. Hún var nýkomin frá sterku skákmóti í Hastings. Að Tal undanskildum, mun hún hafa vakið mesta athygli allra keppenda, enda ekki hvers- dagslegur viðburður, að kona veiti karl- mönnum svo harða keppni í skákinni. í 10.—12. sæti komu svo þeir Arinbjörn Guðmundsson, Freysteinn Þorbergsson og Trausti Björnsson með 4 vinninga hver. Fyrir mótið var Arinbjörn talinn líkleg- ur, til að geta áunnið sér „hálfan alþjóða- meistaratitil', en frammistaða hans varð nokkru lakari en búizt hafði verið við. Freysteinn, fyrrverandi íslandsmeistari, var nokkuð misjafn, þegar á heildina er litið, en hann getur þó státað af því, að hann hafði næst bezta hlutfall út úr skák- SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.