Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Síða 19

Skinfaxi - 01.04.1964, Síða 19
Afrekaskrár U M F í Eysteinn Hallgrímsson að Grímshúsum í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, hefur samið og sent Skinfaxa þrjá töflur, sem hann hefur samið um árangur einstaklinga í frjálsum íþróttum innan vébanda ung- mennafélaganna. Ein taflan greinir frá árangri 10 beztu einstaklinga innan UMFÍ miðað við ára- mótin síðustu. Önnur taflan bregður- upp samanburði af bezta árangri hverrar greinar öll árin 1957—1963. Þriðja taflan er yfir árangur 10 frækn- ustu karla og kvenna í hverri grein frjálsra íþrótta árið 1963. Bak við samningu þessara taflna liggur mikið verk. Ekki aðeins skriftir, heldur heldur eftirgrenslan í 'skýrslum og blöðum, og svo það sem lengst tefur: Biðin eftir upplýsingum frá einstaklingum, sem oft fást ekki nema með miklum eftirrekstri. Við allt slíkt samanburðarstarf verður að ríkja í huga höfundar virðingin fyrir því að sannprófa allt, svo ávallt sé það tekið sem sannara reynist Ég hef ekki haft tíma til þess að fram- kvæma ítarlegan samanburð á frumgögn- um, sem hjá mér eru, og tölum í þessum töflum. En ég hef t.d. rekizt á betri á- rangur í tveim tilfellum frá síðasta ári hjá ungmennafélögum innan Skarphéðins-sam- bandsins en getið er um hjá Eysteini. Mér finnst verk þetta svo athyglisvert, að ég hef mælt með því við ritstjóra Skin- faxa, að töflurnar verði birtar í ritinu. Þeir, sem finna skekkjur, gjöra svo vel að rita Eysteini athugasemdir sínar, svo að hann geti gert verk sitt fullkomnara. Ekk- ert er honum kærara. Fyrir hönd íþróttafólks ungmennafélag- anna leyfi ég mér að þakka Eysteini fram- takið. Þorsteinn Einarsson. 10 beztu afrek UMFÍ 1. janúar 1964 K A R L A R : 100 m. hlaup: 1. Guðmundur Vilhjálmss,. UÍA 10,8 52 2. Höskuldur Karlsson, UMFK 10,8 57 3. Þóroddur Jóhanness., UMSE 11,0 58 4. Guttormur Þormar, UÍA 11,1 51 5. Tómas Lárusson, UMSK 11,1 52 6. Guðmundur Valdimarss., HSS 11,1 53 7. Ólafur Unnsteinsson, HSK 11,1 61 8. Höskuldur Þráinsson, HSÞ 11,1 63 9. Matthías Guðmundsson, HSK 11,2 50 10. Böðvar Pálsson, UMFK 11,2 50 Þar að auki hafa 11 menn í viðbót hlaupið á 11,2 200 m. hlaup: 1. Höskuldur Karlsson, UMFK 22,0 56 2. Matthías Guðmundsson, HSK 22,9 50 SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.