Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Síða 31

Skinfaxi - 01.04.1964, Síða 31
íþróttakennari kenndi hjá tveimur félög- um sambandsins. Héraðssamband Vestur- ísíirðinga Héraðsþing H.V.Í. var haldið á Þing- eyri dagana 25. og 26. marz 1964. Þingið sátu 12 fulltrúar frá 7 sambandsfélögum, auk stjórnar sambandsins. Staifið heima fyrir á liðnu starfsári hef- ur aukizt, einkum á sviði íþrótta. Barna- keppni var háð 9.—18. júní og náðist betri árangur í henni en áður. 132 börn kepptu og hlutu þau 2055 stig. Unglinganámskeið stóð 20.—30. júní. Nemendur voru 81. Innanhússmót fór fram 1. júní á Núpi. Sveina- og telpnamót var haldið 23. júní, en unglingamót féll niður. Héraðsmódð var háð 9. og 30. júní. Margar tillögur komu fram á héraðs- þinginu og umræður urðu miklar um mál- efni sambandsins. Stjórn sambandsins var öll endurkosin, en hana skipa: Sigurður Guðmundsson formaður. Emil R. Hjartar- son varaformaður, Gunnlaugur Finnsson ritari, Tómas Jónsson gjaldkeri. Emil R. Hjartarson hefur tekið saman afrekaskrá H.V.f. í frjálsum íþróttum karla. Emil kallar skrá sína „drög að afrekaskrá", þar sem vænta má einhverra breytinga á henni, enda erfitt um heimildaöflun í mörgum tilfellum. Samning slíkra afreka- skráa héraðssambandanna er hið þarfasta verk og væri æskilegt að fleiri sambönd ynnu að slíkum málum. Hér er um eril- samt og tímafrekt verk að ræða, í flestum tilfellum, en víða orðin síðustu forvöð að ná saman slíkum skýrslum, þar sem móta- skýrslur hafa oft glatast. „Skarphéðinn" 42. ársþing Héraðssambandsins Skarp- héðins var haldið í Þjórsárveri í Villinga- holtshreppi 25. og 26. janúar 1964. Þing- ið sátu milli 50 og 60 fulltrúar frá 23 félögum, auk gesta. Stjórn HSK var end- urkjörin, en hana skipa: Sigurður Greips- son, Haukadal, formaður Hafsteinn Þor- valdsson, Selfossi, ritari og Eggert Haukdal, Bergþórshvoli, gjaldkeri. í HSK eru nú 26 ungmennafélög, — 13 í Árnessýslu, 12 í Rangárvallasýslu og 1 í Vestur-Skaftafellssýslu. Sambandið efndi til happdrættis, sem lauk á starfsárinu og var árangur góður. Landsmótsnefnd tuf- ur haldið marga fundi og þegar hafið öfl- ugt undirbúningsstarf fyrir Landsmótið á Laugarvatni. Starfsíþróttir Efnt var til veglegs starfsíþróttamóts að Brautarholti á Skeiðum sunnud. 28. júní. Keppendur voru um 40 frá 9 félögum á sambandssvæðinu. Keppt var í sjö grein- um starfsíþrótta karla og kvenna. Umf. Hrunamanna hlaut flest stig, 25 Útbreiðslu- og leiðbeinendastarf. Sunnudaginn 12. janúar var efnt til fé- lagsmálakynningar á vegum Héraðssam- bandsins Skarphéðins í skólunum á Laug- arvatni. Sýndir voru þjóðdansar og glíma, málefni sambandsins kynnt og undirbún- ingur Landsmótsins að Laugarvatni, þá var sýnd kvikmynd frá Landsmótinu á Laugum. 10. júní hófst að Laugarvatni námskeið í frjálsum íþróttum á vegum Íþróttakenn- skólans, þátttakendur voru 17 úr HSK. Helgina 13. til 14. júlí efndi H.S.K. til sameiginlegrar æfingar frj álsíþróttafólks á SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.