Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 10

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 10
Ekki verða allir verðlaunamenn, en landsmótin eiga að gera sem flesta þátttakendur sína að heilbrigðari ein- staklingum og að sem beztum þegnum. Upphafsmaður heimsleikja nútímans í íþróttum hefur sagt, að 5 afreksmenn þurfi fyrir hvern 100 manna hóp lík- amsræktarmanna, þeim til hvatning- ar. Ekki skal það dregið í efa, en af- reksmaðurinn á einnig nokkuð undir fjölda iðkendaxma. Vissulega þarf hann síns hundraðs við ,eins og hæstu fjöll- in hvíla á grundvelli landsins, snævi hulins. Ástundun sem flestra — andans ræktar og líkamans og landsins, er við byggjum, og þess máls og þeirra menn- ingar, sem við eigum, er aðalatriðið. Keppnir einstaklinga og hópa skipta máli og benda til þess markmiðs, að heildin þarfnast þess, að hver og einn leggi sig fram á leikvangi og í sínum verkahring. En mót, sem þetta, hefur einnig hóp- sýningargildi fyrir þjóð okkar, er auk- inn vandi steðjar að. Átak lítillar þjóðar getur orðið stórt sé hún einhuga og keppi að göfugu marki sem flestum til heilla. Keppnin sé byggð á heilbrigðri hugs- un að duga þjóð okkar sameiginlega. Eitt sinn, er til blóðugs ófriðar horfði á Alþingi skáru íþróttamenn úr, er þeir deildu Norðanmenn og Sunnlendingar, og málin stóðu milli Jóns Arasonar og Ögmundar Pálssonar. Bróðurhöndin ein fær bjargað og verður þá keppnin fegurst, er hún ræður. Það er þjóðarnauðsyn, að landsmót okkar fari vel fram, þá eflir það trú okkar á framtíðina, þótt nokkuð syrti í álinn um sinn. Fyrirheit verði það og heilstrenging. Á leið okkar sumra hingað gat að líta margan kalblettiim. Einn völlur var grænn, svo að af bar. Hofmanna- flöt undir Meyjasæti. Hún kom án kals undan vetrinum. Islenzkt kjarngresi vex þar og sagan segir, að æskan hafi til forna háð þar leika. Blessun fylgir leikvangi æsku hvers tíma. Ræki hún leika sína af þreki og drengskap og heillir munu af hljótast landi og lýð um ókomin ár. Ungmennafélagshreyfingin byggist á hugsjón landræktar og persónulegs þroska. Keppnishugur og félagslegur andi verða að haldast í hendur, þrek og þegnskapur verða að fylgjast að. Við slit Laugarvatnsmótsins virtist mér að svanir flygju í norðurátt yfir höfðum okkar. Ég tel, að þeir hafi lagt leið sína austur til Eiða. Gifta landsmótanna fyrri sé með okkur þessa daga hér á Eiðum. Þakkir séu fluttar Eiðamönnum og þeim öll- um, er unnið hafa að undirbúningi þessa móts hér á staðnum og heima í samböndum og félögum. Guð blessi Austurland og megi hvers kyns heillir hlotnast æsku þess og íslenzkum æsku- lýð allra landshluta. Megi keppnin og samhjálpin bæta og græða mein ætt- lands og þjóðar. Vinnum á þessu móti okkar og á- vallt þjóð okkar allt gagn er við meig- um. Munum sæmd feðra, mæðra og fjöl- skyldna okkar, byggðarlaga og lands- heildar. 13. landsmót UMFÍ er sett. íslandi allt. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.