Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1968, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.07.1968, Qupperneq 26
galdur þeirra gat alveg eins verið vigaferli, og kannski var hægt að hressa uppá þjóðern- istilfinninguna með sannheilagri móðgun yfir heimtufrekju íslendinga ? Einn hinna lærðu klerka gerði sér mikið far um, að sækja föng á þannig mið. Hann sagði að heimtufrekja Islendinga væri ekki af skornum skammti, og jafnan á næstu grös- um við hvern nýjan vinning. Enginn þurfti að efast um það, að ef ísland endurheimti handritin, myndu kröfurnar um yfirráð yfir Grænlandi ryðja sér til rúms eins og iða eða röst í fljóti. Það var til lítils að sýna þannig ofstopum umburðarlyndi, sem ekki fylgdu vísindalegri vitund heldur sömdu kröf- ur sínar við eintóma heimtufrekju. Og smám saman höfðu hrókaræður þessa ráðgjafa þau áhrif, að blöðin fóru að nota býsna mikið yfirskriftina: ÍSLAND KREFST! Og auðvitað var þannig fagnaðarerindi ekki neitt sem danska þjóðin gat aðhyllzt. Enginn skal þó leggja það þannig út, að þetta hafi skapað neina verulega spennu milli Danmerkur og Islands, en það var engu líkara, en hin sí- fellda endurtekning á orðunum — „ísland krefst“, — græfi ræturnar undan almennu trausti manna á íslendingum. Það var enginn fjandskapur I þessum efa, en heldur engin ástargjöf en mönnum fannst einhvern veginn að það væri bezt að skipta sér sem minnst af þeim reikningskilum, sem voru íklædd svo litlum drengskap, að allt lenti í ærslagangi og kröfum. Nú ætti ég ekki að þurfa að gera grein fyrir því sem þjóðarrembingur kallast. — Okkur íslendingum hefur aldrei verið van- numin sjálfsdásemdin. Danir hafa líka kynnzt spámönnum hennar. En þeir vissu að hin verulega menning, sem úrslitum hefur ráðið í vandamálum þjóðarinnar, hafði aldrei orð- ið til yfir slíku tafli. Hugsandi mönnum var auðvitað ljóst, að skynsemin yrði ekki haf- reka þótt til væri eitthvert metnaðarmál milli Dana og íslendinga, en þetta hafði á sér talsvert annað snið en drengskaparkröfur metnaðarins. Hér var um eingyðishroka að ræða. Og margir fóru að óttast, að það gæti haft illvænleg áhrif á vináttusamband Nor- urlanda, ef það yrði látið viðgangast, að gnýr upploginna sakagifta yrði notaður til að kasta rýrð á íslenzku þjóðina. Með þetta fyrir augum héldu nokkrir lýð- háskólamenn og aðrir íslandsvinir með sér fund árið 1958. Þeir álitu að hættan af hinum opinberu harðræðum um handritin væri orð- in tvíeðlis. I fyrsta lagi gróf straumur úlf- úðarinnar undan öllum samningstilraunum, og í öðru lagi var það, sjálfskaparvíti að vinna að vanskilningi og meinsæri í stað þess að reyna að gera sig samstígan hugsunar- hætti annarar þjóðar, Það varð á einhvern hátt að bæla þetta niður, og þeir álitu að útiloka yrði hremmiyrðið „ísland krefst“ og eyða þannig áhrifum áróðursins um heimtu- frekju íslendinga. Einn af þeim skarpvitru mönnum, sem þarna voru staddir sagði þá: Við þurfum ekki að skila íslendingum hand- ritunum við gefum þau bara! Og smám saman stækkaði orðið ,,gefa“ og tók á sig form frjáls- hugar og víðsýni. Gegn hinum ósveigjanlega áróðri um heimtufrekju íslendinga var mun- urinn á að skila og gefa miklu stórvægilegri en í fljótu bragði séð. Bak við bæði orðin var sama umhugsunarefnið, norrænn skilningur og heil vinátta i garð íslendinga, en í orðinu gefa fólst sú nýbreytni, að það útilokaði áróð- urinn „Island krefst." Ef danskir menn vildu færa íslandi handritin að gjöf var ekki hægt að beita vopnunum gegn öðrum en þeim og þeim hluta dönsku þjóðarinnar, sem fylgdu þeim að málum. Og þessir menn ákváðu að stofna nefnd, sem ynni að því að gera hand- ritamálið að dönsku málefni og koma á framfæri rökfastri gjafatillögu í danska þjóð- þinginu. Þeir kölluðu sig „Handritanefndin frá september 1958." Ég ætla ekki að ílengja þetta með því að gera grein fyrir, hvernig gert var að reipun- um í sambandi við þessa gjafatillögu. Allur undirbúningur kostaði áhugamenn hennar mikla vinnu, og munu gögn um það koma fram þegar þess verður álitin þörf. En þessi nýbreytni á handritabaráttunni kom smám saman talsverðri óværð á suma gamla kunn- ingja andstöðunnar. Kannski datt þeim ekki strax í hug, að það var ætlun lýðháskóla- manna, og annarra norrænt hugsandi manna, að brjóta á bak aftur ofríki þjóðernishrokans með frumlegri niðurstöðu, sem beindi um- ræðunum frá allri tortryggni í garð Islend- inga. En þegar lýðháskólamenn fóru að ræða um handritagjöf, bæði í blöðum og í sam- komuhúsum, þjóðargjöf, sem ekki átti að skilja sem stórmennskubragð, ekki athöfn 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.