Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 23

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 23
þau nafngiftin „danskir þjóðardýrgripir.“ Ef einhver, sem ekki hafði stundað svokallaða æðri mennt, kvaðst geta séð sprungur í svo altækri skoðun, var gripið til þess að fjalla um tunguna, og þjóðkunnir málfræðingar vöktu athygli á því, að handritin væru í rauninni ekki skrifuð á íslenzku, heldur old- nordisk, og það hlaut að vera öllum skiljan- legt, jafnvel þeim sem ekki voru sérfræð- ingar í málsögu, að þetta orð eða heiti vitn- aði um gamalt hráefni norrænnar vitundar og þá einkum danskan uppruna. Mér er það ljóst, að í ykkar eyrum hljóm- ar allt þetta eins og draugasaga. En drauga- sögur eru um draugagang, og það er ekki hægt að líkja þrasi og hugarástandi sumra manna á þessum tíma við annað en magnaðan draugagang, enda var til þess ætlazt, að þjóð- in og þingið fyndi til svo mikillar minnimátt- arkenndar gagnvart stórvirkjum vísindanna, að málið yrði flutt úr þingsölunum og gefið í hendur sérfræðingunum. Og áróðurinn heppn- aðist að því leyti, að allar tilraunir um lausn komust í sjálfheldu, svo að Hedtoft ráð- herra sá sig neyddan til að taka málið af dagskrá danska þjóðþingsins í marz 1954. íslenzka stjórnin harmaði það mjög, þegar gömlum dönskum stjórnarloforðum um að leysa málið var stungið undir stól, enda var þetta hættulegt atvik. Þögnin, sem færðist yfir sviðið, gaf illan grun um það, að þeir sem höfðu haldið á málstað íslendinga myndu draga sig í hlé. Smávegis nöldur hér og þar frá báðum aðilum minnti á marr frá strönd- uðu skipi. En um þetta leyti hafði ég lokið bók um handritin og var að reyna að koma henni út. Ég hafði skirt hana „íslenzku handritin,“ en breytti nú nafninu og kallaði hana: „Handrit- in eru enn á dagskrá." Mér var það ekkert áhugamál, hvort bókin yrði skoðuð sem fræði- rit eða sem óviðeigandi glefsur íslenzka refs- ins, sem stundum grípur til þessa úrræðis að leggjast á þelmikla hrúta. Aðalatriðið fyrir mig var að halda málinu vakandi, svo þagn- armátinn umlyki það ekki með aðgerðar- leysi. Allar þrætur, stórar eða litlar, fólu í sér óbeina hvatningu til framlags, og ég gat ekki trúað öðru, en að málstaður okkar myndi sigra, ef menn tömdu sér hófsamlega vinnu- aðferð. Það er stytzt um þessa bók að segja, að markmið hennar heppnaðist vonum framar. Eftir útkomu hennar komu nýjar umræður til skjalanna, ekki aðeins í Danmörku, held- ur og víða um Norðurlönd. Mestur hluti henn- ar var gagnrýni á vísindaleg rök nefndarálits- ins, enda eru þau víða skökk og hlutdræg. Og í einum fyrsta ritdóminum sem fram kom um bókina (Politiken, 1. 6., 1954) var það tekið fram, að ef sjónarmið min væru rétt, hefði málið verið tekið af dagskrá þjóðþings- ins á fölskum forsendum, og nauðsynlegt væri að taka það upp aftur. Ég nefni þetta því til glöggvunar, að næsta lotan, og einhver sú harðasta í handritabar- áttunni, var eingöngu háð um það, að fá danska þjóðþingið til að taka málið til nýrrar yfirvegunar. Auðvitað þykir það ekki góð latína, að tala um sjálfan sig, en ég get bætt því við, að eftirtekjur dómanna um bók mína hefðu orðið býsna rýrar, ef henni hefði ekki verið fylgt eftir af dönskum mönnum, sem háðu um hana óteljandi smáskærur bæði í blöðunum og í samkomuhúsunum. Lýðhá- skólamenn notuðu hana sérstaklega til að undirstrika samheldnishugsjónir Norðurlanda og vinarhug, og því verður ekki neitað, að sjónarmið þeirra milduðu loftið og juku svo mikið vinsældir bókarinnar, að ég varð að gefa hana út aftur árið 1955. Samtímis óx þeim hugur til að leggja eitthvað af mörkum í bókaformi sjálfir, og 1957 gaf lýðháskólinn í Askov út nýja bók um handritamálið. Og þó efnið í henni svipi til þess, sem áður hafði runnið frá urðarbrunni handritabaráttunn- ar, var útgáfa ritsins í sjálfu sér vottur þess, að málstaður íslands væri rammlega tengdur lýðháskólunum, því Askov hefur alltaf verið skoðaður sem háborg þeirra. Andstæðingarnir höfðu ekki legið á liði sinu á þessu tímabili, en samt sem áður varð þeim það nú ljóst, að gengi þeirra fór minnkandi bæði hjá þjóðinni og í þinginu. — Þeim þótti það auðvitað hart, að fólk, sem eftir þeirra dómi aðeins hafði nasað eitthvað af fornum fræðum, skildi geta snúið vörn í sókn, og skýring þsssarar óskiljanlegu þró- unar álitu þeir að hlyti að felast í því, að lýðháskólamenn notuðu ekki rök en miðluðu málum með því að spila á tilfinningar manna. Þeir ákváðu þessvegna, að dýrka sama skurð- goðið, en þó með nokkuð öðrum hætti. Til- finningamál þýddi ekki alltaf tilslakanir, SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.