Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 27

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 27
unna af göfugmennsku og sjálfsafneitun, heldur sem sjálfsagt réttlœtisverk, var engu líkara en drottinvald sérfræðinganna óttað- ist, að þessi stefna yrði notuð í efnivið nýs frumvarps í þjóðþinginu. Þeir sendu frá sér stöðugt fleiri áskoranir um það, að forðast alla gjafa- eða afhendingariðju, sem gæti haft í för með sér hættuleg fordæmi í sambandi við önnur söfn, og þeir vonuðu að allar slík- ar hugmyndir yrðu dæmdar óhæfar af stjórn- málaflokkunum. Þess ber að gæta í sambandi við þetta, að andstæðingarnir gerðu sér mikið far um, að safna undirskriftum fólks með stórum titlum, einkum þeim sem eitthvað höfðu fengist við vísindi. Danskur lýðháskólamaður sagði um hentugleik þannig umboðs: ,,Við erum hættir að trúa á náðina fyrir sakir embættisvígðra olíu, okkur Iætur betur að skírast úr algengu vatni!“ Og þeir lögðu leið sina til fjöldans, þjóðarinnar, sem átti að færa íslandi gjöf- ina. Skilmerkileg fræðsla þeirra vann mikið á og benti eindregið til þróunar, sem hægt var að kalla danskan þjóðarvilja, enda létu jafnvel gamlir andstæðingar undan síga fyrir þessu dómþingi, þó mannvalið væri mikið á báðar hliðar. Nú er fátt annað hægt að segja, en að í byrjun ársins 1961 kom sá orðrómur á, að danskir stjórnmálamenn væru orðnir við- kvæmir fyrir ræktarsemi dönsku þjóðarinn- ar í garð íslendinga, og að þjóðþingið hefði ákveðið að láta til skarar skríða í samræmi við þjóðarviljann. Þetta hafði auðvitað í för með sér að báðir aðilar reyndu að hafa áhrif á stjórnmálamennina, áður en málið væri á enda kljáð í þinginu. Ég hafði með þessa lokasennu fyrir augum skrifað nýja bók um handritamálið, og henni var nú dreift meðal þjóðþingmanna af dönsku handritanefndinni, sem vildi færa íslendingum handritin sem gjöf. Hinsvegar boðuðu andstæðingarnir til mikils fundar í stúdentafélaginu í Kaup- mannahöfn. Þangað var boðið stjórn lands- ins og þjóðþingmönnum auk áhrifamanna víðsvegar að á landinu og auðvitað var það gert út frá þeim forsendum ,að sérfæðingarn- ir álitu sig hafa svo mikla yfirburði, að rök þeirra yrðu skoðuð vænlegust til lærdóms og eftirbreytni. Þessum fundi var bæði sjónvarpað og út- varpað, og á vissann hátt var hann nokkurs- Bjarni M. Gíslason í hópi ungs fólks á Lands- mótinu á Eiðum. konar Flóabardagi milli háskólamanna og lýðháskólamanna, sem voru mættir þarna til að andæfa gegn allri tortryggni á gjafar- hugmyndinni. Mér er skylt að nefna, að ég var gerður að framsögumanni fundarins gegn prófessor Bröndum-Nielsen í Kaupmanna- höfn, sem nokkurskonar oddherji lýðháskóla- manna, en það þýðir ekki, að ég hafi haft neina formennsku í þeirra hóp, heldur aðeins það, að þeir trúðu mér fyrir því að styrkja hina skilningsríku rödd þeirra, sem alltaf hljómaði á sama veg: Giv Island sina skatter tilbage! Ég sé enga ástæðu til að fjölyrða um það sem gerðist á þessum fundi. Hann hafði að líkindum ekki meiri áhrif en aðrir svipaðir fundir víðsvegar í Danmörku. En hann var síðasta herhvöt beggja aðila áður en gjafa- tillagan var borin fram á þjóðþingi Dana, og hefur þessvegna verið skoðaður sem nokk- urskonar forspjall þess stjórnmálaatviks, sem gerðist nokkrum dögum seinna, þegar gjafa- tillagan var samþykkt með 110 atkvæðum SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.