Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 22
áður sýnt sig óhlutdrægar og íslenzka fram- lagið alltaf orðið að láta í minni hlutann. Ég bið afsökunar á því, að ég verð að rifja upp kunningskapinn við sjálfan mig í þessu sambandi, því einmitt hugsunin um þetta olli mér talsverðu hugarstríði þessi ár. Mér fannst það hlyti að vera öllu óréttlæti öfugsnúnara, ef íslenzkir fræðimenn ennþá einu sinni yrðu að standa ráðþrota með kunnáttu sína í dönskum nefndum. Og í leit minni að einhverju úrræði ræddi ég þetta við nokkra danska lýðháskólamenn og alþýðu leiðtoga fyrri hluta ársins 1946. Það skal sagt þeim til heiðurs, að í þeirra eyrum var efi minn og óvissa ekki neitt ókennilegt mál. Þeim kom strax saman um það, að allt myndi enda í gömlu blindgötunni, ef dönsku sérfræðingarnir fengju að ráða öllu og þjóðin sjálf kæmist ekki að. Þeir ákváðu þessvegna að gera það sem í þeirra valdi stóð til að hindra endurtekningu gamla fyrirkomu lagsins, og árið 1947 sendu þeir áskorun til danska þjóðþingsins um að handritunum yrði skilað aftur til íslands. Allir leiðtogar lýðhá- skólanna undirskrifuðu þessa áskorun og birtu hana strax opinberlega. Hún vakti mikla athygli og er óhætt að skoða hana sem einn merkasta þáttinn í allri handritabaráttunni. Við þessi afskipti lýðháskólanna risu upp talsverðar deilur um málið, sem margir tóku þátt í. Lýðháskólarnir í Danmörku eru al- mennt skoðaðir sem háborg danskrar al- þýðumenningar, og leiðtogar þeirra hafa allt- af haft mikil bein eða óbein áhrif á þjóðþing Dana. Það leyndi sér heldur ekki, að and- stæðingum afhendingarinnar varð fremur ó- rótt innanbrjósts og fyrsta fangaráð þeirra var að bera stórmennskulegar brigður á sög- kunnáttu lýðháskólanna. En þegar það reynd- ist ókleyft að þröngva nægilegri undirgefni upp á áhorfendur þeirra með yfirborðslegu glamri, tóku andmælin á sig form hátíðlegrar hneykslunar yfir því, að lýðháskólamenn hefðu látið skoðanir sínar í ljós, áður en handritanefndin hafði skilað áliti sínu. Fram- lag þeirra var skoðað sem ókurteisi og jafn- vel ofsókn gegn þeim mönnum, sem falið hafði verið að rýna í sagnfræðilegar og laga- legar heimildir og leita þar sannleika og rétt- lætis. Einnig íslenzkir menn tóku þátt i þess- um aga-lestri og skoðuðu þagnarmátann sem einstakt meðal málinu til þrifa. Ég hef nefnt þetta til að benda á það, hve mikla þýðingu það fékk fyrir málið og allan framgang þess, að danskir lýðháskólamenn höfðu rofið vanabundna linku og atfylgisleysi almennra skoðana á sérfræðilegu mati, löngu áður en danska handritanefndin skilaði áliti sínu árið 1951. Ef þagnarmátinn hefði verið ríkjandi, er ekki ólíklegt að bæði almenning- ur og hið opinbera hefði samið sig við gamla útgáfu lærdómsdekursins og skoðað nefndar- álitið sem endanlega afstöðu Dana til málsins. Við verðum að athuga það, að spurulsemi um íslenzk málefni hafði ekki tíðkast mikið í Danmörku. — Danir höfðu alltaf látið sér nægja það sem nefndirnar höfðu ráðstafað í sambandi við ísland. En nú höfðu danskir lýðháskólamenn vakið danskan almenning til umhugsunar, og þegar nefndarálitið kom út, var það lesið niður í kjölinn með allt öðrum hætti en tíðkast hafði um slík rit. Danska stjórnin hafði skipað nefndina og danskir stjórnmálamenn tóku þátt í henni, en nú gátu þeir tæplega lesið sitt eigið verk sér til vitneskju, en urðu að hlusta á raddir þjóð- arinnar sem komu hvaðanæfa. Þessi framvinda var auðvitað þyrnir í aug- um andstæðinganna, og sérstaklega fór það í taugarnar á sumum fræðimönnum, að al- menningur virtist ekki bera áætlaða virðingu fyrir sparifötum sérfræðinganna. Stuttir pistl- ar danskra alþýðumanna í blöðunum hölluð- ust alltaf meira að fylkingararmi lýðháskóla- manna. En þetta var ekki skoðað hættu- legt meðan stjórn og þing gerði sínar ályktan- ir samkvæmt hinu lærða verki. í öllum þeim harðræðum, sem fram fóru, var þessvegna stefnt að því, að hafa áhrif á stjórnmálamenn- ina svo þeir yrðu ekki afhuga nefndarálitinu. Þess ber að geta, að sjónarmið ritsins útilok- uðu ekki samningstilraunir, en þegar fór að bera á því að danskur þjóðarmetnaður, und- ir vísindalegu yfirvarpi, hafði náð tökum á allmörgum stjórnmálamönnum, færðu and- stæðingar afhendingarinnar sig upp á skaftið og notuðu eingöngu neikvæðu atriðin í her- ferð sína gegn íslandi. Þeim kom meira að segja til hugar, að tala um handritin sem arfleifð og undirstöðu danskrar menningar. Sjónleikurinn fór fram í mörgum mynd- um, bæði í blöðunum og við opinberar sýn- ingar á handritunum, og við þau tækifæri voru handritin ekki kölluð íslenzk en heft á 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.