Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 21
gat ekki tekið neinn þátt í. En það stafaði minni hætta af íslenzkri sérfræðingadýrkun í sambandi við handritin á Islandi, en af dönsku sérfræðingaeinræði um íslenzk mál- cíni í Danmörku. Það er hægt að segja margt um stjórnmál bæði gott og illt, en meðal lýð- ræðisþjóða eru þau í öllum sínum breyskleika einasta verulega tilraunin til að þjóna þjóðar- heildinni og einasta þjóðfélagshljóðfærið, er allur almenningur getur spilað á með at- kvæðaseðlinum. Og kjarni þeirrar baráttu, sem staðið hefur í Danmörku um handritin í 25 ár, var ekki fyrst og fremst deiluatriði milli Danmerkur og íslands, heldur spurning- in um það, hvort nokkrir danskir sérfræðing- ar eöa danska þjóðin sjálf ætti að leysa þetta vandamál, sem varðaði vináttu og samkomu- lag tveggja norrænna þjóða. Og þegar litið er á sögu handritabaráttunnar, kemur í ljós, að sérfræðingamatið hefur reynt að ógilda allar slíkar hræringar meðal dönsku þjóðar- innar í sambandi við handritin, og það rík- mannlegasta sem slík sérfræðingasamkunda hefur látið frá sér fara eftir langvarandi rök- ræður við íslendinga, eru 4 smá handrit árið 1928. Þegar ég kom til Danmerkur árið 1934, gerðist ég nemandi við danskann lýðháskóla. Eg var þá ungur að árum, og þó það sé dásam- legt að vera ungur, er það á margann hátt erfiður hluti í æfi hvers manns. Maður hefur ekki eignast nein ákveðin viðfangsefni, en er hinsvegar næmur fyrir meðlæti og mótlæti, óánægju og gleði, sem allt skiptist á eins og dagur og nótt. Á þeim tíma er það mikils virði að hitta menn. Eg tók eftir því, að yfir dyrum fyrirlestrarsalarins, þar sem ég gerð- ist nemandi, stóðu þessi orð: Það er þarft að vita mikið, en meira virði er að skilja margt. Eg nefni þetta af því ég uppgötvaði, þegar tímar liðu, að á hinum svokölluðu lýðhá- skólum gerðu menn sér ekki aðeins far um að skilja nemendur sína, heldur einnig þjóð- leg vandamál og kryfja þau til mergjar. Þessi viðleitni var ekki takmörkuð heimalendinu, en miðaði oft að því að koma á sterkum hrær- ingum fyrir undirokaðar þjóðir og víkka sjón- hinginn í sambandi við þær. Eg tók snemma eftir því, að ísland var þeim hjartfólgið, og að meðal lýðháskólamanna var vakandi á- hugi fyrir því að bæta gamlar yfirsjónir sög- unnar ef hægt var. Þessi tilfinning átti drjúg- Bjarni M Gíslason flytur ræðu sína á landsmótinu ann þátt í því, að hinar kuldalegu móttökur, sem stofnun íslenzka lýðveldisins fékk í Dan- mörku, náðu aldrei til allrar dönsku þjóð- arinnar. Kannski voru ekki allir lýðháskólamenn sammála um það, hvort ísland hefði átt að bíða með lýðveldisstofnunina þar til stríðinu lyki, eða stofna það strax, þegar sambands- lögin féllu úr gildi. En þeir voru allir sam- mála um einn hlut og hann var sá, að áfellis- dómar kæmu af því, að einhverju væri stolið undan, og þess vegna lögðu þeir mikla á- herzlu á það, að öðlast meiri þekkingu á ís- landi, sögu þjóðarinnar og öllum tengslum við Danmörku fyrr og síðar. Þessi áhugi á að kynnast Islandi betur, spann sig eins og æðarkerfi til allra skólanna, og hann varð þess valdandi, að lýðháskólarn- ir stóðu, að ég held öllum dönskum menn- ingarstofnunum á sporði um þekkingu á ís- lenzkum málum, þegar handritamálið nokkru seinna kom á dagskrá. Nú er ekki ætlun mín að rekja þá sögu, hvernig við íslendingar áður fyrr höfum barið að dyrum Dana, þegar okkur flaug í hug að fá skjöl eða handrit afhent úr Árnasafni. En eftir síðustu heimsstyrjöld árið 1945 fóru íslenzk stjórnarvöld fram á að skilun yrði tekin til athugunar, og eins og svo oft áður voru settar á stofn nefndir til að róa á mið hinnar vísindalegu hæfni málinu til þrifa. Þessi aðferð var ekki ný, og flestir voru að líkindum á þeirri skoðun, að dómsniður- staða sérfræðinga hlyti að fela í sér meina- bót. En þeir voru til sem efuðust um þetta, því engar slíkar nefndir frá Dana hálfu höfðu SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.