Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 8
aldrinum 11-16 ára. Munu um 100 unglingar hafa tekið þátt í sýningunni sem var á frjálsíþróttavellinum. — 1- þróttakennararnir Þorvaldur Jóhanns- son á Seyðisfirði og Þórir Sigurbjörns- son í Neskaupstað höfðu æft bömin og stjórnuðu sýningunni. Var þetta hin glæsilegasta sýning og mjög ánægju- legt að sjá þetta unga fólk í slíkum f j öldasýningum. Ekki verður annað sagt en að fram- kvæmd mótsins í heild hafi tekizt mjög vel. Landsmótsnefndin vann skipulag sitt og undirbúningsstörf við erfiðar aðstæður og það tókst að halda þeim myndarbrag og menningarblæ á mót- inu, sem er einkenni þessara stóru há- tíða Ungmennafélags Islands. Mikið hefur verið um mótið ritað og rætt í blöðum og útvarpi. Landsmót UMFf vekja jafnan þjóðarathygli og allir ljúka upp einum munni þeim til lofs. Hvað er það þá, sem vekur slíka hrifningu þeirra, sem heimsækja lands- mótin? Svarið liggur í augum uppi, þótt ástæðurnar séu margar og sam- ofnar. Þama sameinast fjölbreytar í- þróttir og mörg önnur menningaratriði með slíkri fjöldaþátttöku og reisn, og að öllu er staðið með slíkri óeigingimi og krafti, að allir hljóta að hrífast með. Fólk skemmtir sér ekki aðeins prýði- lega, heldur fær það nýjan þrótt og trú á landið og þjóðina, þegar það sér, hvernig æskan starfar og skemmtir sér á heilbrigðan hátt. Merki íþróttanna er aldrei haldið jafn hátt á lofti hér á landi og á lands- mótum UMFÍ. Hinn sanni íþróttaandi kemur hvergi eins áþreifanlega í ljós. Þetta eru ekki mót fyrir fáeina útvalda heldur keppir fólk fyrst og fremst til að vera með í góðri keppni og glöðum leik. Hin mikla þátttaka í keppni og sýningum dregur að sér mikinn áhorf- endafjölda. Landsmótsnefndina skipuðu þessir UÍA-félagar: Bjöm Magnússon formað ur, Magnús Stefánsson, Elma Guð- mundsdóttir, Sigurður Blöndal, Sveinn Guðmundsson, Jón Ólafsson og auk þess Hafsteinn Þorvaldsson, tilnefndur af UMFÍ. Austfirðingar fengu fleiri stig í sinn hlut en á undanfömum mótum og náðu 5. sæti í stigakeppni. Mótið hefur orðið lyftistöng íþróttalifinu þar eystra, og vonandi býr UÍA að því á- fram. Það er ástæða til að óska Aust- firðingum og UÍA sérstaklega til ham- ingju. KRISTJÁN INGÓLFSSON: „Það tókst” — Þetta tókst betur en ég þorði að láta mig dreyma um eftir vorharðind- in og erfiðleikana, sem við blöstu, sagði Kristján Ingólfsson formaður UlA, er við spurðum hann um álit hans á Eið- armótinu. — Ég tel, að við höfum náð því markmiði, sem við settum okkur með mótinu, þ. e. að veita mótsgestum ánægju og skemmtun og að efla sam- tök okkar heima fyrir. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þátttak- endum í mótinu fyrir þeirra góða hlut, og ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem störfuðu við undirbúning og fram- kvæmd mótsins, bæði heimamönnum og öðrum. Sérstaklega vil ég þakka Þorsteini Einarssyni íþróttafulltrúa fyrir góða samvinnu og gott starf. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.