Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1968, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.07.1968, Qupperneq 28
gogn 36. Þar með var unninn stærsti sig- urinn í sögu handritabaráttunnar, en þess ber að gæta, að hann var ekki unninn af ís- lendingum gegn Dönum, heldur af dönsku þjóðinni sjálfri og fulltrúum hennar á þingi, og það ælti að vera oss næg sönnun þess, í hverju auðna og ágæti danskrar menningar cr fólgið. Yfir hverju var sá sigur unninn? Eigum við okki að láta okkur nægja að kalla það afturhaldssöm öíl, án þess að halda því á lofti, sem til hnjóðs mátti vera. Það er hægt að koma auga á stórbrotin andlit hjá báðum aöilum. En stórbrotnir menn eiga oft erfitt með að sjá kappsmál sín tapa fylgi. Og sú varð nú reyndin meðal þeirra, sem ekki að- eins álitu sig goð, heldur voru goðmagnaðir andstæðingar gjafarinnar. Með hinu mikla fylgi, sem gjafartillagan fékk á þinginu, álitu þeir sig hlunndregna af þeim, sem vildu færa íslendingum handritin sem gjöf. Það varð að taka eitthvað til bragðs svo þetta áfall yrði ekki gert að lagaákvæði. Og eftir stutta um- hugsun hljóp þeim kapp í kinn. Samkvæmt dönsku stjórnarskránni gat tillagan ekki hlotið staðfestingu sem lög, ef þriðji hluti þingmanna var andvígur henni, og var nú hafin áköf smölun meðal þingfulltrúa, sérstak lega þeirra, sem ekki höfðu verið viðstaddir umræðurnar, og þessi skyndismölun bar þann árangur, að fresta varð framkvæmd laganna í þrjú ár, þar til nýjar kosningar höfðu farið fram. Þessi þrjú ár voru á margann hátt erfið- asta tímabil handritabaráttunnar. Áróður andstæðinganna var nú aðgangsfrekari en nokkru sinni áður og allan ársins hring voru kvaddar saman ráðstefnur og fundir ýmissa stétta til að hlusta á rök og skoðanir beggja aðila. Ákefðin minnti á harða kosningarbar- áttu, sem verið var að endurtaka aftur og aftur. Á slíkan leik gátu íslendingar heima ekki haft nein áhrif, enda var hér um að ræða danskan þjóðarmetnað, glímuna við það hvernig halda eigi höfðinglegu og rétt- látu lífsmiði til streitu og íklæða það þjóðlegri sæmd. Dugnaður andstæðinganna var mikill og margvíslegur. Þeir gáfu út athyglisverðar bækur og fóru í fyrirlestrarferðir til bæja, kauptúna og þorpa. Einnig lýðháskólunum buðu þeir þjónustu sína og lögðu þar fram all- drjúgan skerf umhyggju sinnar fyrir að varövoita handritin í Danmörku. Og öll þessi úrræöasemi bæði í hugsunum og framkvæmd miöaði að þvi að hafa áhrif á almenning, kjósandann, í þeirri von, að næstu kosningar myndu greiða götu þeirra svo mikið, að gjafatillagan yrði felld úr gildi á komandi þingi. En svo fór ekki. Gjafatillagan var sam- þykkt á ný með miklum meirihluta í danska þjcðþinginu, og nokkru seinna var dómur þjóðþingsins staðfestur fyrir hæstarétti Dana. Eg ætla ekki að fara meira út i þá sálma. En það er einkar eftirtektarvert, hve lítinn ár- angur dugnaður og atfylgi andstæðinganna bar á þessu tímabili, og það væri alrangt að halda því fram, að þar hefðu íslenzk fyrir- mæli eða íslenzk hæfni riðið baggamuninn. Danir skilja ekki stakt orð í íslenzku, og þeir örfáu, sem hafa dubbað sig upp til að læra hana, hafa ekki samið leikreglur sínar í samræmi við skrif í íslenzkum blöðum eða bókum, heldur verið harðvítugustu tjáning- araðilar anstöðunnar. Nei, ástæðurnar fyrirfinnast eingöngu í ágætum þjóðareinkennum Dana sjálfra. — Danskir sérfræðingar í handritunum höfðu hingað til verið sjaldgæfir gestir í almenn- um samkomuhúsum, og háskólamönnum hafði oft hætt við að skoða það sem tilgangs- laust raus sem fram fór í lýðháskólunum. En þegar þeir nú lögðu leið sína út um allar sveitir, komu þeir allt í einu inn á jarðveg, sem hafði verið ræktaður af lýðháskólunum. Það yrði of langt mál að stokka upp öll ein- kenni þairrar ræktunar, en hitt verð ég að nefna, að það skipti talsvert miklu máli á vcttvangi alþýðunnar, hvernig menn töluðu eða hvernig orðunum var skilað úr munnin- um. Og þegar árangurinn af upplýsingarher- ferð andsíæðinga okkar var ekki í samræmi við dugnaðinn, kom það meðal annars af því að allur áróður þeirra var háður áberandi fylgikvilla sjálfsdásemdarinnar, Ég ætla ekki að rekja þessa sögu lengra. En ég hef rætt nokkuð mikið um það, hvernig handritamálið smám saman varð umræðuefni í allri Danmörku, í þingsölum, á þjóðbrautum, á heimilum, skólum og í hvers- dagsönn til að gera ykkur skiljan- legt, að um verulega þjóðargjöf er að ræða — þegar handritin fara að flytjast heim. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.