Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 4
Björn Magnússon dregur Hvítbláinn að húni. Stefán Jasonarson horfir á. vellinum, bauð Kristján Ingólfsson, for maður UÍA, keppendur velkomna til leiks og áhorfendur velkomna á stað- inn. Að því búnu setti Eirikur J. Ei- ríksson, formaður UMFl, mótið með ávarpi, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Þá fór fram sérstæð og ánægjuleg at- höfn, sem vonandi á eftir að verða að erfðavenju á landsmótum UMFÍ. Stef- án Jasonarson, formaður landsmóts- nefndar 12. landsmótsins á Laugar- vatni, afhenti Bimi Magnússyni, for- manni landsmótsnefndar 13. lands- mótsins, Hvítbláinn, tákn ungmenna- félaganna, til varðveizlu. Fáninn er vandaður og stór í sniðum, og er það ætlun HSK, sem gefur landmótum UMFl fánann, að hann verði afhentur framkvæmdaaðila hvers landsmóts í framtíðinni um leið og mótið hefst. — Hvítbláinn var dreginn að húni á stórri fánastöng á íþróttavellinum, og blakti þar meðan mótið var háð. Vorið, sem brást I síðasta hefti Skinfaxa skýrði Björn Magnússon, formaður landsmótsnefnd- ar, frá því, hve miklir erfiðleikar hefðu mætt UÍA-mönnum við undirbúning mótsins, vegna hins fádæma kalda tíð- arfars þar eystra í vor og í sumar allt til móts. Gróðurlendi var meira og minna kalið, hafísinn hafði lokað öllum fjörðum Austanlands mánuðum sam- an, allt atvinnulíf var lamað og þegar slíkt ástand ríkir, er erfitt um allar framkvæmdir. Iþróttavellimir á Eið- um höfðu ekki farið varhluta af kal- skemmdunum og hefði veður ekki hald- izt þurrt allan mótstímann, hefði orðið þungt undir fæti á íþróttavöllunum. Það var mikið starfað á Eiðum fyrir mótið, Austlendingar settu metnað sinn í að ljúka öllum undirbúningi í tæka tíð og lagði þá margur nótt við dag til þess að allt mætti fara sem bezt fram. Þeir, sem svartsýnastir voru vegna þess hve tíðarfarið hafði hamlað öllum undirbúningi, voru léttbrýnir eins og aðrir þennan sólglaða júlímorgun, þeg- ar mótið hófst. Sundlaugin plastklædda, sem fyrst var notuð á Laugarvatnsmótinu, var nú komin upp á Eiðum, en allt vatn í hana varð að hita með kynditækjum. Tókst ekki að ná þeim hita, sem venju- lega er í sundlaugum, en sundfólkið lét það ekki á sig fá. Allt íþróttafólk sýndi 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.