Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 11
náttúruvemdar í umhverfi starfsstöðva sinna eða styrki slíka starfsemi á öðmm svæðum. Lýsir fundurinn ánægju sinni yfir þeim landgræðsluframkvæmdum, sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir í Þjórsárdal og þar með gefið öðrum gott fordæmi. Ályktun um landgræðslumál. Fulltrúaráðsfundur Landgræðslu- og náttúruverndarsamtaka Islands haldinn í Norræna húsinu 4. apríl 1970 telur, að eitt alvarlegasta vandamál lands og þjóð- ar sé hin hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs, sem hér á sér stað. Landgræðslu- og náttúruvedndarsam- tök fslands eru stofnuð í þeim tilgangi að sameina alþjóð til baráttu gegn þess- um vanda. Markmið samtakanna á sviði Iand- græðslu er fyrst og fremst hefting gróð- ur- og jarðvegseyðingar og græðsla ör- foka og lítt gróins lands. Samtökin vinna að því að skipuleggja og sjá um þátttöku almennings í land- græðslu, við sáningu, gróðursetningu, áburðardreifingu og önnur skyld störf. Samtökin leggja áherzlu á, að skilyrði þess að landgræðslustarfið beri árangur, er, að gróður sé vemdaður og ekki nýtt- ur umfram það, sem hann þolir, eins og nú á sér víða stað. Þetta vandamál verður ekki leyst nema landsmenn leggist á eitt til varnar og sóknar. Mótaskrá Eins og skýrt var frá í 4. hefti síðasta árs hefur verið gerð fjölrituð skrá um hér- aðsmót og millihéraðakeppni í frjálsum íþróttum og sundi. Leitað var til aðildar- sambandanna um úrslit slíkra móta og sum- ir aðilar sendu skrárnar áður en beðið var um þær. Er það góð regla að sambands- aðilar sendi skrifstofu UMFÍ úrslit í slík- um mótum í öllum íþróttagreinum. Þótt ýmislegt kunni að vanta í þá skrá, sem gerð hefur verið, er hún góð heimild og gefui' gott yfirlit um stöðu hinna ýmsu sambanda í þessum tveim íþróttagreinum. Skráin hefur verið send sambandsaðilum og fleirum, sem óskað hafa eftir henni. Kaup- endum Skinfaxa skal bent á, að þeir geta fengið þessa skrá senda endurgjaldslaust, með því að panta hana hjá skrifstofu UMFÍ, Klapparstíg 16, Rvík. Þá eru allir sambandsaðilar hvattir til að senda skrifstofunni úrslit héraðsmóta og annarra stærri móta í öllum íþróttagrein- um. Ætlunin er að gefa slíka skrá út árlega og fjölga þeim íþróttagreinum, sem gerð eru skil í henni. KVEÐJUR I sambandi við heimsóknir fulltrúa UMFI á héraðsþingin fljúga stundum stökur. Eftirfarandi stöku kastaði Sig- urður Geirdal fram að loknu þingi HSÞ: Þakin snæ er þingeysk grund, þróttur vors er falinn. Kært við þökkum kynni og fund og kveðjum Bárðardalinn. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.