Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 19
fyrir það benti dómarinn ekki á víta- spymupunktinn, heldur lagði hann knött- inn nákvæmlega á 16 metra línuna. Því miður er þetta mjög algengt fyrirbrigði, þar sem margir dómarar vilja hliðra sér hjá því að kveða upp harðan refsidóm yfir brotlegum leikmönnum. Eg hugsaði með mér, að ef til vill gæti réttlætið feng- ið sína uppreist, ef mér tækist að spyrna knettinum í netið eigi að síður. Knöttur- inn var fyrir miðju marki og það gerði miklar kröfur til þess, sem framkvæma skyldi aukaspyrnuna. Fyrir framan mig röðuðu varnarmenn sér upp í óvíga girð- ingu. Ef skotstaður aukaspyrnu er ekki beint fyrir framan markið heldur meira til hægri eða vinstri, gefst miklu betra tækifæri til að sneiða knöttinn framhjá varnarveggnum, og einnig er betra að skjóta yfir varnarmennina úr slíkri stöðu. Hér voru því góð ráð dýr. Ég hljóp því að knettinum frá hlið og spyrnti. Hann smaug rétt fyrir ofan höfuð varnarmann- anna. En hærra fór hann ekki heldur sigldi rakleitt í vinstra markhornið ofan- vert. Við unnum þennan leik 1:0. Svona mikilvægar geta aukaspymurn- ar reynzt, og ég finn blátt áfram til í sál- inni, þegar ég horfi upp á það, hversu kæruleysislega er oft farið með slík mark- tækifæri. Ef leikmennimir leiða ekki hugann að þessu, þá er það skylda þjálf- arans að gera það. Og engan veginn er málið afgreitt með því að fela einum liðsmanni að sjá um allar aukaspyrnur. Aðeins leikmaður með mikla skothörku er slíku verkefni vaxinn. Engan veginn má skilja mál mitt svo, að hinn bezti varnarveggur sé gagnslaus. Hins vegar eru til ýmsar aðferðir til að mvnda slíkan vegg. Algengasta aðferðin er sú að láta varnargarðinn verja homið, sem er nær og markvörðinn hornið, sem er fjær (og öfugt). Mér virðist hins vegar betra að haga þessu eins og við gerðum í landsliðinu. Þar voru tveir menn látnir standa fyrir framan hornið, sem nær er, en þrír fyrir framan hitt. í miðjunni var svo bil þannig að markvörðurinn hafði knöttinn í góðu sjónmáli. Hann bæði gat nú og varð að einbeita sér að báðum hornum marksins, en það gerir hann ekki samkvæmt al- gengasta skipulaginu, sem hefur þann ókost, að markvörðurinn getur ekki var- ast snúningsboltaskot, sem koma í þann hluta marksins, sem hann er ekki „ábyrg- ur“ fyrir. Að sjálfsögðu hefur homsvæði auka- spyrnunnar mikla þýðingu frá sjónarmiði varnarinnar. Þess vegna verður mark- vörðurinn að stjóma fyrsta manninum í varnarveggnum fyrir framan sig þannig, að hann sé í beinni línu við ytri mark- stöngina. Enda þótt ég hafi sjálfur alltaf reynt að skjóta beint í mark úr aukaspymu í nánd við markið, þá hef ég einnig orðið vitni að öðrum árangursríkum aðferðum. Til dæmis er það háttur Willi Schröders, að blekkja mótherjana með því að þykj- ast spyma í sjálfu aðhlaupinu þegar hann kemur að knettinum, síðan spyrnir hann boltanum yfir varnargarðinn með skoti úr kyrrstöðu, en þá eru vamarmennimir meira og minna komnir úr jafnvægi. Að sjálfsögðu er þetta herbragð skipulagt fyrirfram, enda fylgir því sú nauðsyn, að SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.