Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 21
RÆÐUM ÞJÓÐFÉLAGSMÁLIN Um síðustu aldamót barst hingáð til til lands hugsjón ungs fólks, sem hafði það að markmiði að vinna að ræktun lands og lýðs. Á þeim tíma var sízt van- þörf á slíku, og sú þörf er vissulega fyrir hendi enn í dag. Á okkar tímum er ekki síður þörf fyrir ræktunaráhuga og þjóðleg hugsjónafélög en um aldamótin, þótt þá steðjuðu ýmsir erfiðleikar að íslenzku þjóðfélagi, sem nú eru yfirstignir . Ungmennafélögin voru vettvangur þjóðmálabaráttu, byggðri á þjóðlegri hugsjón og ennfremur á framsýni og dugnaði. Stjórnmál hafa víst verið og eru eins konar bannorð innan samtakanna. Er það vel, þegar haft er í huga, hvernig þeir halda á málum, sem lagt hafa fyrir sig stjórnmálastarfsemi. Margir stjórn- málamenn eyða tima sínum í skæting hver í annars garð í stað málefnalegrar umræðu. En hvenær hefur þörfin fvrir umræðu og umhugsun þjóðfélagslegra málefna verið meiri en nú á tímum, þeg- ar vandamálin eru að færa mannkynið í kaf. Æskan á heimtingu á að innan sam- taka hennar séu viðhafðar umræður, er varða þjóðfélagið. Slíkar umræður eiga að geta verið þannig, að þar gæti sem minnst og helzt alls ekki stjórnmála- legrar hlutdrægni. Sá misskilningur virð- ist vera til staðar hjá sumum, að þjóðfé- lagsmál og stjórnmál séu það sama í einu og öllu. Stjórnmálin eru að vísu mál, er varða þjóðfélagið, en aðeins lítill hluti þeirra. Á síðari tímum hefur starfsemi ung- mennafélaganna einkum beinst að ákveðnum þætti ræktunar lýðs, það er að segja ræktun líkamans og vöðva hans. Starfsemin hefur miðast við linnulaus íþróttamót, mannlegar dyggðir mældar í stökklengdum og öruggasta leiðin til at- hyglivakningar virðist vera sú að komast sekúndubroti á undan náunganum yf- ir eitthvert endamark tilskilinnar hlaupa- brautar. Þó að ég hafi þetta sagt, vil ég á engan hátt kasta íýrð á íþróttastarf- semi ungmennafélaganna og það má enginn skilja orð mín svo. En það er ekki nóg að hafa stælta vöðva og geta hampað einhverjum verðlaunagrip, sem samtökin hafa keypt dýrum dómum. Það verður líka að þjálfa sig á fleiri sviðum en að hugsa um sentimetrann og sek- úndubrotið. Ungmennafélögin mega aldrei láta hjá Hða að hafa á stefnuskrá SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.